Reykjanesbær

Ef ekki á að verða halli á rekstri Reykjanesbæjar verða útsvarstekjur á árinu 2010 að hækka um 640 milljónir. Helsta forsendan fyrir því er að álversframkvæmdir hefjist fljótlega.

Er ekki full mikil bjartsýni að ætla að byggja afkomu heils bæjarfélags á álveri, sem ekki er einu sinni búið að byggja og ekki vitað hvenær tekur til starfa.  Þeir gætu alveg eins sett í fjárhagsáætlun að bærinn fengi risastóran lottóvinning. 

Þetta kallast ábyrgðaleysi.


mbl.is Rekstur bæjarsjóðs byggist á álverinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

Kristinn þeir vonast til þess að þessi vonlausa Ríkisstjórn hætti að setja fótinn fyrir framkvæmdirnar og mikill fjöldi iðnaðarstarfa fáist út úr þessari og öðrum framkvæmdum sem einnig tefjast vegna aðgerða Svandísar Svavarsdóttur samningabana varðandi Suðvesturlínuna. Því ættu Reykjanesbæingar ekki að gera það þegar Ríkisstjórnin og Seðlabanki Íslands gera ráð fyrir þessum framkvæmdum í sinni fjárhagsáætlun?

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 19.1.2010 kl. 10:56

2 Smámynd: Rafn Gíslason

Ég fáfróður maðurinn langar að vit hvort búið sé að tryggja orku fyrir þetta álver og þá hvaðan?

Rafn Gíslason, 19.1.2010 kl. 13:37

3 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

Búið er að tryggja orku fyrir fyrsta hluta þess.

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 19.1.2010 kl. 13:57

4 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Þótt búið sé að tryggja orku í fyrsta áfanga þessarar álbræðslu, hefur Svandís Svavarsdóttir ekki enn heimilað lagningu rafmagnslínu til að flytja orkuna.

Adda þú talar um vonlausa ríkisstjórn, sem setji fótinn fyrir þessar framkvæmdir og geri ráð fyrir þeim í sinni fjárhagsáætlun.  Eru því ekki miklar líkur á að ríkisstjórnin haldi því áfram og jafn vitlaust hjá ríkisstjórninni og Reykjanesbæ að setja þetta inn í fjárhagsáætlun sína.

Ég er ekki á móti því að álver rísi í Helguvík, þvert á móti tel ég það mjög nauðsynlegt.  En maður verður samt að viðurkenna staðreyndir og hún er sú að ríkisstjórnin er ekki sammála um þessa framkvæmd.

Jakob Falur Kristinsson, 20.1.2010 kl. 10:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband