Lífsval

Mishermt er í forsíðufrétt í Morgunblaðinu í dag að fyrirtækið Lífsval sé alfarið komið í eigu Landsbankans. Hið rétta er, eins og fram kemur í frétt á blaðsíðu 8, að Landsbankinn er stærsti eigandi Lífsvals með 19% hlut. Aðrir eigendur eru nokkrir einstaklingar. Lífsval hefur á átta árum eignast 45 jarðir víða um land.

Landsbankinn er nú þegar kominn með mörg fyrirtæki á sína könnu og gott að ekki bættist þetta við.  En svo er stóra spurningin hvað ætlar bankinn að gera við öll þau fyrirtæki, sem hann hefur eignast?  Eðlilegast væri að þau færu í sölu á frjálsum markaði, en hinsvegar bendir allt til að þau verði afhent fáum útvöldum.  Því spillingin er enn til staðar.


mbl.is Landsbankinn á 19% hlut
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spakmæli dagsins

Ég trúi ekki á varanlegan frið,

ég trú ekki einungis ekki á hann,

heldur finnst mér hann niðurdrepandi og

afneitun allra grundvalladyggða,

karlmannsins.

(Mussolini)


Actavis

Reuters-fréttastofan fullyrðir að Actavis sé eitt þriggja fyrirtækja sem komi til greina sem kaupandi á þýska samheitalyfjafyrirtækinu Ratiopharm.

Ég held nú að Actavis kaupi ekki eitt né neitt á meðan það er á forræði þýsks banka.  En aldrei að vita hvað Björgólfi Thor tekst að gera.


mbl.is Actavis kemur enn til greina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslenska landsliðið

Saed Hasanefendic, þjálfari serbneska landsliðsins í handknattleik, sagði að líklega hefðu leikmenn íslenska liðsins haldið að sigurinn væri í höfn í leik þjóðanna í gærkvöld þegar fjórum mörkum munaði á liðunum skömmu fyrir leikslok.

Það var átakanlegt á að horfa að þegar íslenskur sigur virtist vera í höfn, þá skeði eitthvað sem varð til þess að Serbar, sem höfðu verið undir allan leikin náðu jafntefli á síðust mínútum leiksins.

Við skulum vona að þetta hafi ekki of mikil sálræn áhrif á íslenska landsliðið og það gleymi þessum leik, sem gyrst og mæti enn öflugra til næsta leiks.


mbl.is Héldu líklega að sigurinn væri í höfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verkfall

Yfir eitt hundrað flugferðum hefur verið frestað um þrjá helstu flugvelli Írlands í dag vegna fjögurra tíma verkfalls flugumferðarstjóra. Aer Lingus hefur frestað 64 flugferðum í dag og Ryanair 48. Hefur þetta áhrif á ferðalög 13 þúsund einstaklinga til og frá Írlandi.

Svona skammtímaverkföll eða í 4 klst. eru bara skæruhernaður og ekkert annað.  Þarna verða örfáir flugumferðarstjórar til þess að raska ferðum 13 þúsund manns.


mbl.is Tafir á flugi vegna verkfalls
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Google Earth

Í stjórnstöð Slysavarnarfélagsins Landsbjargar er hópur reyndra björgunarmanna á vakt sem undirbýr svæðin þar sem íslenska sveitin leitar. Þetta gera þeir með aðstoð Google Earth forritsins sem þegar hefur sett inn í kerfið nýjar myndir af Port au Prince sem teknar voru eftir skjálftann.

Það er ekki að spyrja að dugnaði þessara björgunarsveitarmanna og nú hafa þeir tekið nýjustu tæknina í sína þjónustu til að auðvelda björgunarstarf á Haítí.  Það virðast allir vera að vinna, hvort þeir eru staddir á Haítí eða í Reykjavík.


mbl.is Google Earth aðstoðar við björgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Grindavík

Framboði vegna forvals innan félagsmanna í Samfylkingarfélagi Grindavíkurlistans skal skilað skriflega til kjörstjórnar 25. janúar. Allir félagsmenn í Samfylkingarfélagi Grindavíkurlistans sem skráðir eru á miðnætti 2. febrúar 2010 í félagið geta tekið þátt í að velja frambjóðendur.

Öll þessi prófkjör og forvöl munu draga athygli fólks frá þjóðaratkvæðagreiðslunni um Icesave-frumvarpið, sem kosið verður um þann 6. mars nk.


mbl.is Forval hjá Samfylkingu í Grindavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Álftanes

Þrettán gefa kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðisfélags Álftaness vegna sveitarstjórnarkosninga 2010. Prófkjörið fer fram laugardaginn 6. febrúar.

Þótt ótrúlegt megi virðast þá langar marga til að komast í bæjarstjórn í þessu gjaldþrota sveitarfélagi, sem ekki hlýtur að vera öfundsvert að sitja í bæjarstjórn Álftanes, eins og staðan er þar í dag.


mbl.is Þrettán sjálfstæðismenn bjóða sig fram á Álftanesi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bíður dauðans

Gæsluvarðhald yfir Brasilíumanninum Hosmany Ramos var í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær framlengt um hálfan mánuð, eða til 2. febrúar nk. Ramos er sannfærður um að sín bíði aðeins dauðinn, verði hann framseldur til Brasilíu.

Þessi maður verður ekki drepinn strax eða á meðan fjölmiðlar hafa áhuga á hans máli, en þegar frá líður minnkar sá áhugi og þá fyrst verður hann drepinn.  Það er algengt í fangelsum í Brasilíu að föngum sem á að drepa sé gefið eitur til að drepa þá.


mbl.is Dauðinn bíður í ómannúðlegu fangelsi í Brasilíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Akureyri

Stjórn Markaðsstofu Ferðamála á Norðurlandi skorar á stjórnvöld að bjóða út hið fyrsta framkvæmdir við stækkun flugstöðvarinnar á Akureyrarflugvelli. Í áskoruninni er bent á að til að fjárfesting vegna lengingu flugbrautarinnar skili sér að fullu verði að stækka flugstöðvarbygginguna.

Þegar flugbrautin hefur verið lengd hefst að öllum líkindum millilandaflug frá Akureyri og því er augljóst að núverandi flugstöð er alltof lítil.  Því Akureyrarflugvöllur verður þá líka varaflugvöllur fyrir allt millilandaflugið, sem í dag fer að mestu leiti fram frá Keflavíkurflugvelli.


mbl.is Vilja stærri flugstöð á Akureyri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband