Davíð Oddsson

Augnablik, Ef  þið bíðið í nokkrar mínútur, þá á að birtast hér myndband, sem tekið var á falda myndavél á skrifstofu Davíðs þegar hann gerðist ritsstjóri Morgunblaðsins og er Davíð að ræða við sína klíkubræður í Sjálfstæðisflokknum um hvernig verði hægt að nota Morgunblaðið fyrir Sjálfstæðisflokkinn.

Ef myndbandið fer ekki sjálfkrafa af stað innan 3 mín.  Smellið þá Hér.


Spakmæli dagsins

Látum svo mikið að okkur kveða í,

lífinu að þegar við deyjum,

verði meira að segja útfarastjórinn

Sorgbitinn.

(Mark Twain)


Tvö þúsund milljarðar

Nýjasta útspil hjá Framsókn verður flokknum erfitt.  Þegar Höskuldur Þórhallsson þingmaður flokksins fullyrti að Ísland gæti fengið tvö þúsund milljarða að láni frá Noregi og Sigmundur Davíð tók undir, má segja að þjóðin hafi staðið á öndinni yfir þessum stórtíðindum.  Þeir félagar fullyrtu að ríkisstjórnin þyrfti einungis að óska eftir láninu og þá yrði það afgreitt strax á nokkurra skilyrða.  Þeir gengu meira að segja svo langt í vitleysunni, að þeir fóru á fund Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra og skýrðu málið fyrir henni.

Þegar farið var að kanna þetta betur þá var ekkert lán í boði frá Noregi, heldur hafði óbreyttur norskur þingmaður sagt Höskuldi Þórhallssyni frá því í einkasamtali að hann vildi að Noregur gerði þetta og ennfremur að hann myndi greiða slíku máli sitt atkvæði í Norska Stór-Þinginu.

Þannig að þeir félagar sitja eftir og skammast sín.


Fjárlög

Áður en fjárlagafrumvarpið og greinargerðin með því voru lögð fram á Alþingi hafði Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra aldrei heyrt minnst á að gert væri ráð fyrir 16 milljarða tekjum af umhverfis-, orku- og auðlindasköttum.

Auðvitað var ekki verið að láta Katrínu Jakobsdóttur vita af þessu ákvæði í fjárlögunum.  Því VG vissu að hún væri á móti þessu gjaldi og því laumuðu VG þessu inn á síðustu stundu.  En fjárlögin hafa ekki verið samþykkt enn svo Katrín hefur tíma til að fá þessu breytt.  Hún segist ALDREI samþykkja þetta verði lagt á stóriðjufyrirtækin í landinu, því þá fari þau öll í tap á sínum rekstri auk þess sem þetta mun fæla erlenda aðila frá fjárfestingum hér á landi.


mbl.is Ráðherra ókunnugt um skatta á þungaiðnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mótmæli

Tuttugu og sex Evrópuþjóðir hafa sent frá sér formleg mótmæli vegna hvalveiða Íslendinga. Bretar, Bandaríkjamenn, Frakkar, Þjóðverjar og Spánverjar eru á meðal þeirra þjóða sem fordæma hvalveiðarnar.

Það á ekki að taka mark á svona yfirlýsingum þótt þær komi frá 26 þjóðum.  Ég held að þessar þjóðir ættu að líta sér nær og skoða hvað þeir hafa gert í mörg ár.  Það vill nú svo til að Bandaríkin eru mesta hvalveiði þjóð í heimi og útskýrir þær með svokölluðum frumbyggjarétti.  Hinar þjóðirnar eins og Spánn, Frakkland og Bretland eru búnir að eyðileggja sín heimamið og nú er allur þeirra floti að moka upp öllum fiski við strendur Afríku og þar verður ekki hætt fyrr en auðn er eftir.


mbl.is 26 þjóðir fordæma hvalveiðar Íslendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hraðakstur

Bensínfætur nokkurra ökumanna á Reykjanesbraut reyndust þungir í nótt. Lögreglan á Suðurnesjum stóð tvo ökumenn að því að aka allt of hratt en annar ók á 127 km hraða og hinn á 130 þar sem hámarkshraði er 90 km á klukkustund.

Þetta kalla ég nú ekki alvarlegt því á Reykjanesbrautinni aka fáir undir 100 km. hraða.  Þar sem á Reykjanesbrautinni er komið tvær aðskildar akreinar í báðar áttir væri rétt að hafa hámarkshraða þarna 120 km. á klst.  Þá er mjög líklegt að flestir ækju á þeim hraða.  Það sýna alla veganna sýna kannanir frá Danmörku slíkt.  90 km. á klst. er sami hraði og leyfður er á snarbröttum fjöllum Vestfjarða.  Þarna er ekkert samræmi og því brjóta menn margoft löginn.  Það sýnir hvað lítið samræmi er á þessum hámarkshraða hér á landi.


mbl.is Þungir bensínfætur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hótuðu fólki

Lögreglan hafði afskipti af tveimur ungum mönnum í miðborg Reykjavíkur í nótt, en mennirnir eru sakaðir um að hafa ógnað fólki í efri byggðum borgarinnar með skammbyssu og hótað því lífláti. Nokkrar slíkar tilkynningar bárust lögreglu.

Þetta mun nú ekki hafa verið alvöru skammbyssa, heldur leikfangabyssa úr plasti.  En nóg til að blekkja lögregluna, enda eru þessar byssur orðnar svo líkar raunverulegum byssum að það þarf vandlega skoðun til að sjá muninn.

En hver tilgangur mannanna með þessum fíflaskap er ekki vitað.


mbl.is Hótuðu fólki lífláti með plastbyssu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Írar

Skoðanakannanir og óformlegar útgönguspár benda til þess að Írar hafi samþykkt Lissabon-sáttmálann í þjóðaratkvæði í gær. Talning atkvæða er að hefjast og búist er við úrslitum síðar í dag.

Auðvitað samþykktu Írar Lissabonsáttmálann og það eigum við Íslendingar eftir að gera líka þegar við göngum í ESB, sem vonandi verður sem allra fyrst.  Því þá batna okkar lífskjör verulega.  Þeir ókostir sem andstæðingar ESB er svo léttvægir miðað við alla kostina.  Því munu Íslendingar í Þjóðaratkvæðagreiðslu samþykkja aðildarsamning að ESB.


mbl.is Talið að Írar hafi samþykkt Lissabon-sáttmálann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skemmdarverk

Rannveig Rist, forstjóri Alcan á Íslandi, fékk sýru í andlitið morguninn eftir að skemmdarverk voru unnin á heimili hennar í byrjun ágúst. Sýrubruninn var það alvarlegur að hún hlaut sár í andlitið sem mun skilja eftir sig ör. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag.  Rannveig mun hafa verið að þrífa málningu sem slett var á hús hennar.

Ég var að skrifa fyrir stuttu um öll þessi skemmdarverk, sem hafa verð gerð á heimili ýmsar frægra manna í viðskipta lífinu og nefndi að þarna væri maður sem kallar sig Skap-Ofsa að ráðast á dauða hluti.  Réttara væri að ræða við viðkomandi aðila ef hann ætti eitthvað óuppgert við þetta fólk.  Ég fékk mikil viðbrögð við mínum skrifum og flestir töldu þetta allt í lagi og skaðaði engan.  En nú hefur fyrsta fórnarlamb Skap-Ofsa fengi á sig sár og ör sem aldrei fer.  Ætli Skap-Ofsi sé ekki stoltur núna af sínum afrekum.


mbl.is Fékk sýru í andlitið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þunglyndi

Jacques Chirac, fyrrverandi Frakklandsforseti, hefur neyðst til að gefa eftirlætishund sinn, Sumo, frá sér. Seppi hefur átt erfiðara með að jafna sig við flutninginn úr Elyseehöllu en húsbóndinn.Þetta var ekki aðeins áfall fyrir hundinn, heldur mun forsetafrúinn lögst í þunglyndi vegna þessa.

Hann hefði átt að gefa Berluconie forsætisráðherra Ítalíu hundinn og láta hann glefsa í klofið á honum.  Það yrði ef til vill til að sá maður færi að haga sér sómasamlega í kvennamálum sínum, sem munu vera ansi skrautleg stundum.


mbl.is Þjakaður af þunglyndi eftir flutning úr Elyseehöllu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband