11.10.2009 | 12:30
Fær stöðu grunaðs manns
Breska sunnudagsblaðið Observer segir, að Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, sé líklega fyrsti bankastjórnandinn í Evrópu sem fær stöðu stöðu grunaðs manns í rannsókn tengdri fjármálakreppunni.
Jæja þá höfum við náð einu Evrópumeti. Sigurður Einarsson er þá búinn að fá eina stöðu og vonandi fara nú að streyma eins og á færibandi auðmennirnir til að sitja við hlið Sigurðar. Auðvitað fá bankastjórar gömlu bankanna einhverja dóma. En það er ekki nóg, því enn eru starfandi í ábyrgða stöðum hjá nýju bönkunum fólk sem gegndi svipuðum stöðum í gömlu bönkunum. Það á að hreinsa allt þetta lið út og reka allar skilanefndirnar sem settar voru yfir bankanna. Þetta er allt sýkt af spillingu þetta bankalið. Við verðum að leita út fyrir landsteinanna eftir nýju fólki og jafnvel að semja við einhvern erlendan banka um að reka þessa nýju banka fyrir okkur.
![]() |
Fyrstur til að fá stöðu grunaðs manns |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.10.2009 | 12:14
Nauðungauppboð
Í lok september höfðu 166 fasteignir verið seldar nauðungarsölu hjá sýslumanninum í Reykjavík það sem af er þessu ári. 38 eignir voru seldar á nauðungaruppboði í september sem er hæsta tala í einum mánuði á þessu ári.
Þetta er bara toppurinn á ísjakanum, því fyrir liggja 1.665 beiðnir um uppboð hjá sýslumönnum landsins. Þann 1. október rann út sá tími sem fólk hafði til að fresta uppboðum. Margir héldu að sá tími yrði framlengdur alla veganna á meðan verið er að koma í framkvæmd þeim aðgerðum, sem Árni Páll Árnason, hefur boðað að komi til framkvæmda á næstu vikum. Ef fresturinn verður ekki framlengdur má búast við flóðbylgju uppboða. Sjálfsagt eignast bankarnir og Íbúðalánasjóður þessar eignir. En þá vaknar sú spurning eru til peningar há þessum aðilum til að eignast mörg þúsund íbúðir? Ég dreg það í efa, því þetta er ekki bara að eingast allar þessar íbúðir því þessu fylgir talsverður kostnaður, það þarf að greiða tryggingar, fasteignagjöld og svo þarf að hafa hita á íbúðunum til þess að allt frostspryngi ekki í vetur. Ef síðan á að ryðja öllum þessum íbúðum út á fasteignamarkaðinn þá hrynur hann endanlega. Það þýðir ekkert að hugsa bara um Icesave og ekkert annað.
Hvar er andskotans ríkisstjórnin?
![]() |
166 fasteignir á uppboði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.10.2009 | 11:40
Bíldudalur
Mikið var nú gott að vakna í morgun og líta út um gluggann á meðan ég fékk mér kaffi og sjá aftur hin háu fjöll sem umlykja Bíldudal. Það er alveg logn en hvítt niður í miðjar fjallshlíðar, en fjöllin norðan megin eru hvít niður að sjó og á þau skín blessuð sólin, en hér á Bíldudal sést sólin ekki fyrr en í byrjun febrúar, sem sagt fallegt haustveður. Hér virðist vera næg atvinna, frystihúsið er rekið á fullu og í hinni stóru Kalkþörungaverksmiðju er nú unnið á vöktum allan sólahringinn og sanddæluskip frá Björgun er hér daglega og dælir upp kalþörungi í þúsundum tonna í hverri viku. Þar sem verksmiðjan nær ekki að vinna allt þetta magn kemur hingað reglulega flutningaskip og flytur kalkþörung til Írlands til vinnslu þar. En stærstu eigendur að þessari verksmiðju eru írskir aðilar, sem einnig reka hliðstæða verksmiðju í Írlandi. Ætti það að vera smá sárabót fyrir Breska heimsveldið vegna Icesave að Arnarfjörður og Bíldudalur eru þó að skapa störf á Írlandi, sem færi Breska ríkinu skatttekjur. Þær ættu örugglega að duga fyrir launum hans Mr, Brown og Mr. Darling og einhverra skæruliða á þeirra vegum. Síðan var rannsóknarskipið Dröfn RE að skoða rækjuna hér í firðinum og allt bendir til að leyfðar verði svipuð veiði og var í fyrra en þá mátti veiða rúm 500 tonn af rækju, sem öll fór til vinnslu til Grundarfjarðar, þar sem rækjuverksmiðjan hér Rækjuver hf. hefur verið lokuð í nokkur ár og verður víst svo áfram. Annars er þetta orðið talsvert skrýtið með rækjuveiðarnar hér í Arnarfirði, því á sínum tíma sátu Bílddælingar einir að þessum veiðum og þá var eina skilyrði til að fá veiðileyfi það, að viðkomandi bátur varð að vera skráður á Bíldudal og skipstjórinn varð að eiga þar lögheimili. En svo kom andskotans kvótinn og eru nú rækjukvótar í Arnarfirði dreifðar um allt land. Þess vegna verða þeir bátar sem klára fljótlega sinn kvóta eða eiga kannski bara einn kvóta, að leigja þetta af hinum ýmsu útgerðum, sem hafa ekki nokkur áhuga a að veiða rækju hér. Sonur minn er 50% eigandi að einum bátnum og eiga þeir 3 kvóta sem gerði í fyrra 150 tonn, sem þeir veiddu á rúmum 2 mánuðum. Í fyrra var greitt fyrir rækjuna við bryggju á Bíldudal kr: 170,- á kíló. Þannig að afkoma þeirra sem stunda þessar veiðar er mjög góð, því er það blóðugt að þurfa að greiða einhverjum sægreyfum leigu fyrir þá kvóta sem eru í þeirra eigu.
Eitt atriði er talsvert sorglegt en það eru öll þau auðu hús sem hér eru, því fólksfækkun hefur verið mikil undanfarin ár. Um 1990 bjuggu hér rúmlega 400 manns en nú er íbúafjöldin kominn niður í um 200, sem er rúm 50% fækkun. Fólkið fór og varð að skilja húsin sín eftir og eru nú þegar nokkur einbýlishús í góðu ástandi til sölu á 3-5 milljónir og oftast er um yfirtökur á lánum að ræða og ræðst verðið af því hvað lánin eru há.
Ég er með óstöðvandi framkvæmdaþrá og hefur ekkert minnkað þótt ég yrði öryrki. Áður en ég fór frá Sandgerði var ég búinn að fá í lið með mér menn sem eiga peninga og er ætlunin að kaupa 300 tonna togskip, sem einnig yrði á úthafsrækju og annan yfirbyggðan 40 tonna stálbát sem yrði á netum og línu en þá vantar auðvitað kvótann. Við ætlum annaðhvort að semja við rekstraraðila frystihússins til að styrkja rekstur þess, eða byggja okkar eigin verkun. Þetta mun skapa hér 20-30 ný störf og vonandi mun fólksfjölgun fylgja í kjölfarið. Síðan er ég búinn að ákveða að byggja mér nýtt einbýlishús næsta sumar ef ég fæ þá lóð sem hentar fyrir húsið. Þetta er finnskt einingarhús og ég vil helst byggja það við sjóinn, ég gæti auðvitað keypt eitt af þeim húsum sem nú standa auð. En reynslan hefur kennt mér að í samskiptum við banka og ef maður stendur í einhverjum rekstri þá sýnir það sig ef maður byggir nýtt hús að maður hafi trú á því sem verið er að gera og trú á staðnum, þetta kunna bankar að meta. Ef af þessu verður mun þetta þá verða fyrsta íbúðarhúsið sem byggt er nýtt á Vestfjörðum í 20-30 ár.
11.10.2009 | 00:29
Utanríkisþjónustan
Kostnaður við kaup og endurbætur á nýjum sendiherrabústað Íslands í Danmörku nam 256 milljónum króna. Bústaðurinn, þar sem Svavar Gestsson sendiherra býr ásamt eiginkonu sinni, er á Fuglebakkevej á Friðriksbergi í Kaupmannahöfn, alls 680 metrar að flatarmáli. Það munaði ekki um það og svo er sjálft sendiráðið eftir, sem ég veit ekki hvað er stórt í fm.
Enn eitt dæmið um bruðl í okkar utanríkisþjónustu. Það mætti að skaðlausu leggja niður flest okkar sendiráð erlendis. Með nútíma tækni er nóg að leigja eitt skrifstofuherbergi með aðgangi að fundarsal og allir sendiherrar gætu búið hér á landi. Það tekur ekki nema um tvo klukkutíma að fljúga til Danmerkur og eitthvað lengra á aðra staði þar sem við erum með sendiráð. Þetta er flottræfilsháttur, sem við höfum engin efni á í dag.
Eru stjórnvöld jafn veruleikafyrt og útrásarvíkingarnir okkar voru?
![]() |
400 milljónir fengust með sölu á sendiherrabústað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.10.2009 | 00:12
Nunnan
Nunna nokkur lést og fór til Himnaríkis, þar hitti hún Lykla-Pétur og taldi að henni yrði nú hleypt inn strax, þar sem hún hafði helgað Guði nær allt sitt líf. En Lykla-Pétur fletti stóra kladdanum og sagði síðan; "Hér stendur að áður en þú gerðist nunna hafir þú verið gleðikona svo þetta verður að bíða í nokkra daga meðan ég skoða þetta betur". Þá var nunnan sett í lyftunna niður í Helvíti og þar blasti við hræðileg sjón. Eitt allsherjar kynsvall og drykkja, nunnan ákvað að þrauka til morguns og hringja þá í Lykla-Pétur, sem hún gerði strax næsta morgun. Lykla-Pétur svaraði og sagði; "Því miður hefur verið svo mikið að gera að ég hef ekki getað leyst þetta ennþá, en hringdu á morgun". Nunnan þraukaði eina nótt í viðbót og hringdi strax næsta morgun í Lykla-Pétur, en fékk sama svar og áður. Nú varð nunnan að þrauka eina nótt í viðbót og gerði hún það af sömu þolinmæði og einkennir nunnur. Að morgni þriðja dags hringir hún í Lykla-Pétur og segir; "Sæll Lykla Pétur, það er nunnan hér, ég ætla ekki að ónáða þig aftur;
"Gleymdu þessu"
10.10.2009 | 15:23
Umhverfismál
Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra sagði í lokaávarpi sínu á Umhverfisþingi í dag að hún hefði ákveðið að stofna umhverfisráð ungmenna sem ætti að vera ráðherra til ráðgjafar. Fulltrúar ungs fólks á Umhverfisþingi lögðu fram tillögu þess efnis á þinginu.
Hvers konar andskotans rugl er þetta. Á nú að fara að skipa börn í nefnir hjá ríkinu. Ég held að Svandís ætti að klára þau mál sem bíða úrlausnar í hennar ráðuneyti og vera ekki að blanda börnum í þau mál. En sennilega verður næsta ríkisstjórn skipuð leikskólabörnum, sem eiga foreldra í Vinstri Grænum. Skilur þetta fólk ekki nokkuð skapaðan hlut ef það heldur að börn séu hæfust til að koma atvinnulífinu af stað aftur.
![]() |
Ungmenni til ráðgjafar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.10.2009 | 15:15
Skuld
Breska matvörukeðjan Iceland Foods hefur höfðað mál á hendur þrotabúi Baugs til að krefjast greiðslu á 900 þúsund pundum, 180 milljónum króna, sem hún telur búið skulda sér.
Þeir geta gleymt þessu, þetta verður aldrei greitt.
![]() |
Krefjast 180 milljóna vegna óuppgerðs samnings við Baug |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.10.2009 | 15:11
Lán frá Noregi
Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir ekki koma til greina að hann biðjist afsökunar vegna ummæla sem hann lét falla fyrr í dag um að Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hefði reynt að leggja stein í götu þeirra sem eru að reyna fá lán frá Norðmönnum.
Þeir eru seigir Framsóknarmenn í því að minnka fylgi flokksins með bulli sínu. Þetta risalán frá Noregi sem átti að vera tvö þúsund milljarðar án nokkurra skilyrða. Þetta er einhver hugdetta hjá einum norskum þingmanni, sem er frægur í Noregi fyrir mörg heimskuleg ummæli sín og er í flokki sem Framsóknarmenn kalla systurflokk sinn. Eru þeir svona mikil börn, þeir Höskuldur og Sigmundur Davíð. að þeir trúi þessu og enn halda þeir áfram þótt staðfest sé frá Noregi að þetta hafi aldrei verið rætt í norska Stórþinginu. En norski þingmaðurinn mun víst hafa sagt að ef slíkt kæmi fram í þinginu myndi hann styðja það. Ég held að þeir fóstbræður ættu að hafa hægt um sig og vona að þetta gleymist, því báðir eru búnir að gera sig að algerum ösnum.
![]() |
Mun ekki biðjast afsökunar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.10.2009 | 14:59
Hvað á þetta að ganga lengi?
Það fer ekki fram hjá nokkrum manni að íslensku útrásarvíkingarnir og lélegir bankastjórar, settu allt á hvolf í efnahagslífi Íslands. En þrátt fyrir það halda þessir sömu menn áfram að reka sín gjaldþrota fyrirtæki eins og ekkert hafi í skorist. Í dag eru þetta einu fyrirtækin sem fá enn lán í íslenskum bönkum. Einnig er komin upp sú staða að bankarnir geta ekki gengið að sínum veðum. Ég ætla að telja hér upp nokkur fyrirtæki sem eru gjörsamlega gjaldþrota en eru rekinn af sínum fyrri eigendum.
1. Fyrirtæki í eigu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar. Öll gjaldþrota en ekkert er hægt að gera svo hann rekur þau bara áfram með lánum frá íslenskum bönkum.
2. Fyrirtæki Magnúsar Kristinssonar í Vestmannaeyjum. Öll gjaldþrota en a.m.k. Toyota-umboðið þarf ekki að greiða af sínum lánum, er verndað af Toyota.
3. Fyrirtæki í eigu Pálma Haraldssonar eins og Iceland Express eru rekin í óbreyttri mynd.
4. Hekla hf. Gjaldþrota en sömu menn stjórna því áfram.
5. Skeljungur hf. Gjaldþrota, en rekið af sömu eigendum
6. Ingvar Helgason hf. Gjaldþrota en rekstur óbreyttur
7. Húsasmiðjan hf. Gjaldþrota en óbreyttur rekstur.
8. BYKO Gjaldþrota en óbreyttur rekstur.
9. N1 Rambar á barmi gjaldþrots en er bakkað upp af bönkunum.
10. EXISTA, Gjaldþrota en eigendur neita að afhenda kröfuhöfum fyrirtækið og komast upp með það.
11. Actavis. Gjaldþrota en eignarhaldið er í gegnum 7-8 félög bæði hér á landi og erlendis og er svo flókið að jafnvel eigandinn veit ekki alveg hvernig þetta er, en sá er Björgólfur Thor Björgólfsson.
Svona mætti telja upp á margar blaðsíður. Það furðulega við þetta er að stjórnvöld horfa á það aðgerðarlaust, að eigendur þessara fyrirtækja mergsjúga út úr þeim allt sem hægt er að ná og flytja fjármuni til hliðar. Þessir menn eiga örugglega mörg hundruð milljarða erlendis og hvernig væri nú að stjórnvöld næðu í þá peninga og minnkuðu aðeins skattpíningu almennings.
10.10.2009 | 11:34
Kominn heim
Ég ætla að biðja ykkur kæru bloggvinir mínir og aðra sem lesa þessa síðu hjá mér afsökunar á færslu sem ég setti inn um Davíð Oddsson. Þetta var bara í gríni gert og ég vona að sem flestir hafi beðið eftir myndbandinu, sem aldrei kom og mun aldrei koma, því það er ekki til. Þetta var síðasta færslan sem ég skrifaði í Sandgerði, sem ég hef nú kvatt fyrir fullt og allt.
Ég var búinn að biðja konu í Sandgerði að aðstoða mig við að pakka niður, en hún komst aldrei vegna þess að hún fékk ekki barnapössun. Því varð ég að basla við þetta einn með eina hendi virka og kláraði að pakka niður öllu mínu dóti, sem ég réði við. En að skrúfa í sundur og taka saman borð, hillur, stóla og tölvubúnaðinn gat ég ekki og varð það að bíða eftir syni mínum.
Á Sunnudaginn 3. október kom sonur minn til Reykjavíkur og ég leigði stóran sendiferðabíl til að flytja mína búslóð. Bílinn var ekki svo dýr hann kostaði kr: 15.000,- á sólahring og leigði ég hann í tvo sólahringa. Við fórum strax suður í Sandgerði og byrjuðum að lesta bílinn og ætluðum við að aka síðan alla leið vestur. Konan sem ætlaði að hjálpa mér við að pakka niður kom og bróðir hennar og vorum við um 3-4 klukkutíma að fylla bílinn. Eins var troðið eins og hægt var í minn bíl, síðan var öllu lokað og við ætluðum að fara af stað en þá kom í ljós að sendiferðabíllinn var alltof þungur. Fjaðurgormarnir voru nær lagstir saman og því ekkert vit að aka alla leið á Bíldudal með bílinn svona þungan. Ég hringdi í bílaleiguna og sagði hvernig komið væri og var mér þá boðið að fá stærri bíl morguninn eftir Kl: 08,00. Sonur minn gat fengið að gista hjá fólk sem hann er tengdur í Garði en ég fékk gistingu á farfuglaheimili í Njarðvík. Morguninn eftir fórum við á bílaleiguna og ætluðum að skipta um bíl, en þá kom í ljós að stærri bíllinn var á sléttum sumardekkjum. en hinn var á nýjum vetrardekkjum. Þá var ekkert um annað að ræða en létta bílinn og fórum við á Flytjanda og settum þar á 3 bretti, sem síðan áttu að fara með flutningabíl vestur.Þetta létti bílinn mikið og var nú allt í lagi að fara af stað. Ég ákvað að við skyldum taka ferjuna Baldur yfir Breiðafjörð, því þá gætum við ekið á bundnu slitlagi alla leiðina. Við fórum úr Reykjavík um klukkan 13,oo og vorum komnir í Stykkishólm um kl: 14,30. Vegurinn var nær auður alla leið, smá snjór á Hálfdán, sem er síðasta heiðin á leiðinni til Bíldudals og komum við þangað um kl: 19,oo. Þegar við komum til Bíldudals var ég svo þreyttur að ég komst varla út úr bílnum. Þá var eftir að bera allt dótið inn og enga aðstoð að fá. Þá náði sonur minn í börnin sín 4 og síðan kom einn maður og bauð okkur aðstoð og gekk nokkuð vel að losa báða bílana. En þá var dótið komið inn í íbúðina og eftir að ganga frá öllu. En samt var sett upp eitt rúm svo ég gæti sofið í íbúðinni. Á þriðjudagsmorgun kom kunningi minn fljúgandi hingað vestur og ók sendiferðabílnum til baka og kostaði það mig um 30 þúsund. Ég hef síðustu daga verið að basla við þetta einn. En í gær kom sonur minn og hans börn og gekk þá vel að skrúfa allt saman, einnig kom tölvumaður og gekk frá tölvunni, tengdi símann og sjónvarpið. Eftir hádegi í dag ætlar sonur minn að koma aftur og klára það sem eftir er. En ég verð örugglega næstu daga að ganga endanlega frá öllu og ætla að vona að ég þurfi ekki að flytja aftur á næstunni. Þetta er allt svo erfitt þegar maður er svona lamaður og þreytist fljótt.
En eitt furðulegt kom þó í ljós í sambandi við Búmenn, sem ég keypti búseturéttinn af í Sandgerði í desember 2005. Þá greiddi ég fyrir búseturéttinn tæpar1,1 milljón og þá var greiðsla á mánuði rúm 50 þúsund og var hvoru tveggja bundið við lánskjaravísitölu og í lokin voru mánaðargjöldin komin í rúm 90 þúsund. Höfðu sem sagt hækkað um 80% og ég taldi því að minn eignarhluti myndi hækka um sömu prósentu. Nei málið var ekki svona einfalt minn hluti hækkaði um 20% og var því 1,3 milljón og uppgjörið yrði eftir 6 mánuði, einnig töldu þau að mála þyrfti alla íbúðina og smá för í gólfdúk eftir stóla yrði að laga líka. Ekkert tillit var tekið til þess að ég hafði verið þarna í tæp 4 ár og því hlaut að fylgja eðlilegt slit á ýmsu. Þannig að ég fæ minni ávöxtun að þeim peningum sem ég lagði í þessa íbúð í byrjun en ef þeir hefðu verið inná bankabók. Bæði minn hluti og Búmanna voru bundnar við sömu vísitölu, tel ég því þetta vera ein verstu kostir sem eru í boði á húsnæðismarkaði á Íslandi og fólk ætti að varast að eiga viðskipti við svona glæpafyrirtæki. Þá er leigumarkaðurinn mun betri kostur. Ég tel augljóst að Búmenn hafi lækkað minn hlut í samræmi við lækkandi fasteignaverð, en ég varð að greiða þeim að fullu hækkun á lánskjaravísitölunni. Íbúðin sem ég leigi núna er mjög svipuð að stærð og hin var og hér greiði ég um 50 þúsund í leigu á mánuði og fæ tæpar 20 þúsund í húsaleigubætur á mánuði. Þannig að þótt rafmagn sé dýrra hér þá er þetta mun ódýrara fyrir mig. Ég mun á næstunni setja hér inn myndir bæði af húsnæðinu og ýmsu hér á Bíldudal.
Færsluflokkar
Eldri færslur
2010
2009
2008
2007
2006
Tenglar
Ýmsir tenglar
- Arnfirðingur
- Bíldudalur
- Bolungarvík
- Bæjarins besta á Ísafirði
- Guðrún Rebekka Jakobsdóttir Edinborg
- Falið vald
- Flateyri
- Frjálslyndi flokkurinn
- Ísafjörður
- Júdit Krista Jakobsdóttir, Bíldudal
- Kristinn Ásgeirsson, Danmörku
- Kristinn H. Gunnarsson
- KVÓTASVINDLIÐ MITT
- Mats Wibe Lund
- Óvinir Ísland
- Skipamyndir Þorgeir Baldursson ljósmyndari
- Suðureyri
- Strandabyggð
- Súðavík
- Tálknafjörður
- Tíðis-fréttavefur
- Vesturbyggð
- VÍSIR.IS
SKIPAMYNDIR
- Fiskistofa Ýmsar upplýsingar
- Gísli Reyisson Aflafréttir
- Hafþór Hreiðarsson Skipamyndir
- Ragnar í Grindavík Skipamyndir
- Skip.is Ýmsar upplýsingar
- Þorgeir Baldursson SKIPAMYNDIR
- http://
Bloggvinir
-
Adda bloggar
-
Ágúst H Bjarnason
-
Albertína Friðbjörg
-
Alma Jenny Guðmundsdóttir
-
Anna
-
Anna Guðný
-
Anna Heiða Stefánsdóttir
-
Anna Pálsdóttir! :)
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Apamaðurinn
-
Arinbjörn Kúld
-
Ásgerður Jóna Flosadóttir
-
Arnlaugur Helgason
-
Arnþór Helgason
-
Ársæll Níelsson
-
Ásdís Rán
-
Ásgeir Jóhann Bragason
-
Ásgeir Kristinn Lárusson
-
Ásgeir Sveinsson
-
Axel Jóhann Axelsson
-
Baldur Smári Einarsson
-
Baldvin Jónsson
-
Bara Steini
-
Birgitta Jónsdóttir
-
Birna M
-
Bjarney Bjarnadóttir
-
Bjarni Baukur
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Bjarni Kjartansson
-
Baldur Hermannsson
-
Baldur Kristjánsson
-
Bjarki Þór Guðmundsson
-
Bjarki Steingrímsson
-
Björgvin S. Ármannsson
-
Björgvin Guðmundsson
-
Björn Leví Gunnarsson
-
Björn Finnbogason
-
Bragi Sigurður Guðmundsson
-
Bragi Sigurðsson
-
Hommalega Kvennagullið
-
Bwahahaha...
-
Davíð Pálsson
-
Davíð S. Sigurðsson
-
Didda
-
Dunni
-
Edda Agnarsdóttir
-
Edda Sveinsdóttir
-
Eggert Þór Aðalsteinsson
-
Egill Jón Kristjánsson
-
egvania
-
Einar B Bragason
-
Einar Kristinn Guðfinnsson
-
Einar Sveinbjörnsson
-
Eiríkur Sjóberg
-
Elinóra Inga Sigurðardóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
Emil Örn Kristjánsson
-
J. Einar Valur Bjarnason Maack
-
Elín Margrét Guðmundsdóttir
-
Evrópusamtökin, www.evropa.is
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Eyjólfur Ingvi Bjarnason
-
FF
-
FLÓTTAMAÐURINN
-
Faktor
-
Fannar frá Rifi
-
Finnur Bárðarson
-
Fjarki
-
Friðrik Höskuldsson
-
Frjálshyggjufélagið
-
Fríða Björk Einarsdóttir
-
Georg Birgisson
-
Gestur Guðjónsson
-
Grétar Pétur Geirsson
-
Gunnar Skúli Ármannsson
-
Gunnar Þór Ólafsson
-
Gunnlaugur Halldór Halldórsson
-
Guðjón Heiðar Valgarðsson
-
Guðjón Sigþór Jensson
-
Guðjón Ó.
-
Guðmundur St Ragnarsson
-
Guðmundur Zebitz
-
Guðni Gíslason
-
gudni.is
-
Guðrún Hafdís Bjarnadóttir
-
Guðrún Jónína Eiríksdóttir
-
Guðrún Magnea Helgadóttir
-
Guðrún María Óskarsdóttir.
-
Guðrún Una Jónsdóttir
-
Guðrún Helgadóttir
-
Guðrún S Hilmisdóttir
-
Guðrún Þóra Hjaltadóttir
-
Guðrún Sæmundsdóttir
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Gísli Sigurðsson
-
Gísli Bergsveinn Ívarsson
-
Haffi
-
Hafrún Kristjánsdóttir
-
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
-
Halla Rut
-
Halldór Sigurðsson
-
Halldór Örn Egilson
-
Hallgrímur Guðmundsson
-
Hallur Magnússon
-
Haraldur Bjarnason
-
Haraldur Davíðsson
-
Haraldur Haraldsson
-
Heimir Lárusson Fjeldsted
-
Heiður Helgadóttir
-
Helga Dóra
-
Helga Sigrún Harðardóttir
-
Helga Þórðardóttir
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Himmalingur
-
Hilmar Sæberg Ásgeirsson
-
hilmar jónsson
-
Hjálmtýr V Heiðdal
-
Hjalti Sigurðarson
-
Hjartagullin mín
-
Hinrik Þór Svavarsson
-
Hörður B Hjartarson
-
Hlekkur
-
Huld S. Ringsted
-
Hólmdís Hjartardóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Hrannar Björn Arnarsson
-
hreinsamviska
-
Hulda Haraldsdóttir
-
Hörður Halldórsson
-
Hörður Hilmarsson
-
Hvíti Riddarinn
-
Ingunn Jóna Gísladóttir
-
Ingvar Valgeirsson
-
Jakob Kristinsson
-
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
-
Jens Guð
-
Jens Sigurjónsson
-
Jóhannes Jónsson
-
Jóhanna Fríða Dalkvist
-
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
-
Jóhannes Ragnarsson
-
Jóhannes Þór Skúlason
-
Jón Baldur Lorange
-
Jón Halldór Eiríksson
-
Jón Kristófer Arnarson
-
Jón Finnbogason
-
Jón Ingi Cæsarsson
-
Jón Snæbjörnsson
-
Jón Ólafur Vilhjálmsson
-
Jónína Benediktsdóttir
-
Kama Sutra
-
Karl Tómasson
-
Karl V. Matthíasson
-
Katrín
-
Kjarri thaiiceland
-
Kristín Katla Árnadóttir
-
Kolbrún Stefánsdóttir
-
Konráð Ragnarsson
-
Kristinn Sigurjónsson
-
Kristinn Theódórsson
-
Kristján Pétursson
-
Magnús Helgi Björgvinsson
-
Kristín Björg Þorsteinsdóttir
-
Lilja Skaftadóttir
-
Lovísa
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Linda Linnet Hilmarsdóttir
-
Lúðvík Lúðvíksson
-
Lýður Árnason
-
Maddý
-
Magnús Þór Friðriksson
-
Margrét Sigurðardóttir
-
Marinó Hafnfjörð Þórisson
-
Magnús H Traustason
-
Marinó Már Marinósson
-
Marzellíus Sveinbjörnsson
-
Morgunblaðið
-
Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
-
Nanna Katrín Kristjánsdóttir
-
Natan Kolbeinsson
-
Níels A. Ársælsson.
-
Ólafía Margrét Guðmundsdóttir
-
Ólafur Þór Gunnarsson
-
Ólafur Tryggvason Þorsteinsson
-
Ólafur Ragnarsson
-
Ólafur Ingi Hrólfsson
-
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
-
Ólafur Tryggvason
-
Ólöf Jóhanna Pálsdóttir
-
Ólöf de Bont
-
Óskar Helgi Helgason
-
Óskar Þ. G. Eiríksson
-
Paul Nikolov
-
Páll Höskuldsson
-
Páll Vilhjálmsson
-
Pjetur Stefánsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
percy B. Stefánsson
-
Predikarinn - Cacoethes scribendi
-
Rafn Gíslason
-
Ragnar Borgþórs
-
Ragnheiður Ólafsdóttir
-
Ragnhildur Jónsdóttir
-
Ragnhildur Sverrisdóttir
-
Regína R
-
Ruth
-
Rósa Aðalsteinsdóttir
-
Rúna Guðfinnsdóttir
-
Rögnvaldur Þór Óskarsson
-
Samtök Fullveldissinna
-
Salvör Kristjana Gissurardóttir
-
Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
-
Sigurður Sigurðsson
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
-
Sigríður Hafdís Þórðardóttir
-
Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
-
Sigurður Sigurðsson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir
-
Sigurður Haukur Gíslason
-
Sigurður Jón Hreinsson
-
Sigurður Jónsson
-
Sigurður Þórðarson
-
Sigrún Jónsdóttir
-
Snorri Bergz
-
Sigurjón Sveinsson
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Þorsteinn Briem
-
Steinþór Ásgeirsson
-
Svartagall
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sævar Einarsson
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sólveig Aradóttir
-
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
-
TARA
-
Tiger
-
Tinna Eik Rakelardóttir
-
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
-
Tómas Ibsen Halldórsson
-
Tryggvi Gunnar Hansen
-
Valbjörn Júlíus Þorláksson
-
Valdimar Leó Friðriksson
-
Valan
-
Vefritid
-
Vestfirðir
-
Viggó H. Viggósson
-
Vilborg Auðuns
-
Þórbergur Torfason
-
ÞJÓÐARSÁLIN
-
Þórhallur Heimisson
-
Þórhallur Pálsson
-
Þórarinn Þ Gíslason
-
Þórður Björn Sigurðsson
-
Þórður Helgi Þórðarson
-
Þórir Kjartansson
-
Þórólfur S. Finnsson
-
Þór Jóhannesson
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Jón V. Þorsteinsson
-
Sigurður Kári Kristjánsson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.9.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 802540
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nýjustu færslur
- 24.1.2010 Jakob Kristinsson er látinn.
- 21.1.2010 Spakmæli dagsins
- 21.1.2010 Obama
- 21.1.2010 Icesave
- 21.1.2010 Mótmælendur ákærðir
- 21.1.2010 Norwegian
- 21.1.2010 Kaninn og RÚV
- 21.1.2010 Látinn laus
- 21.1.2010 Kína
- 21.1.2010 Hvað vill félagsmálaráðherra?
101 dagur til jóla
Nýjustu færslurnar
- Öryggið á oddinn. Íslenskar kaldastríðshetjur. Nikita Khrushchev og Nató
- Frost á húsnæðismarkaði ætti að lækka stýrivexti en mun ekki gera það
- ÞETTA ER NÁTTÚRULEGA ALVEG MEÐ ÓLÍKINDUM ÞETTA AFREK.......
- *CONTACT* Nú er ALHEIMS-LÖGREGLAN mætt á svæðið og hérna koma þeirra SKILABOÐ :
- Athugasemd við pistil Gandra
- Þingmálaskrá 2025-2026, EES-mál.
- Tugmilljónahækkun húsnæðisverðs vegna nýrra kredda í Byggingarreglugerð
- Milljónir mótmæla
- Verða að taka slaginn
- Karlmannatíska : OFF WHITE á NEW YORK Fashion Week