Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Ný samninganefnd

Formenn Samtaka atvinnulífsins, Vilmundur Jósefsson, Tómas Már Sigurðsson, formaður Viðskiptaráðs Íslands og Helgi Magnússon, formaður Samtaka iðnaðarins, leggja það til í grein í Morgunblaðinu í dag að Alþingi skipi nýja samninganefnd án tafar sem skipuð væri fulltrúum allra þingflokka.

Eins og staðan er í dag er þetta eina rétta til að ná samstöðu með þjóðinni og vonandi viðunandi samningum.  En þá verða alþingismenn að hætta sínum skotgrafarhernaði og fara að vinna eins og siðað fólk, en ekki að láta alltaf eins og fífl. Þetta fólk var kosið á Alþingi til að vinna þar að hagsmunum þjóðarinnar en ekki til að leggjast í skotgrafahernað.


mbl.is Leggja til að skipuð verði ný samninganefnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Miskilningur

Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingar, segir að mikill misskilningur hafi komið fram í máli Evrópuþingmannsins Alain Lipietz sem Egill Helgason ræddi við í Silfrinu í gær. Hann virðist standa í þeirri trú að Landsbankinn hafi rekið dótturfyrirtæki í Hollandi og Bretlandi.

Ekki hef ég þekkingu til að dæma í þessu máli.  En Lipietz talaði um útibú Landsbankans í Bretlandi og Hollandi.  Ég mundi álíta að útibú væri í raun dótturfyrirtæki en kannski vita aðrir betur og því kemur ekkert annað til greina en semja á nýjan leik.


mbl.is Segir misskilnings gæta hjá Lipietz
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Steingrímur J. Sigfússon

„Það var ekki ætlun mín að vera enn að tala við ykkur um Iceave á sunnudegi," sagði Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, við breska viðskiptablaðið Financial Times, sem segir Steingrím hafa vonast eftir því að geta byrjað að einbeita sér að efnahagslegri uppbyggingu Íslands á árinu 2010.

Auðvita er brýnt að hefja efnahagslega uppbyggingu á Íslandi, sem allra fyrst.  En þetta andskotans Icesave-mál er alltaf að þvælast fyrir.  En Steingrímur hefur staðið sig sem hetja í sínu erfiða starfi og er kosning um mann ársins 2009 til að staðfesta það.  En þar varð Steingrímur í öðru sæti, en óvanalegt er að stjórnmálamenn sé nefndir í þessari kosningu. 

Eftir því sem fram kom í Silfri Egils í gær töldu bæði Eva Joly og franski þingmaðurinn, sem talað var við að ef Icesave-deilan hefði farið fyrir dómstóla hefði Ísland unnið það mál og ekkert þurft að borga neitt.  Því voru það afdrifarík mistök þegar ríkisstjórn Geirs H. Haarde ákvað að leita ekki til dómstóla, heldur semja um málið.  Ef greiðsluskildu Íslands hefði strax verið neitað þá væri þetta leiðindamál fyrir löngu úr sögunni.  En eins og staðan er núna þá neyðumst við til að semja um Icesave.  Þar er ekki við núverandi ríkisstjórn að sakast heldur fékk hún þetta mál í arf frá fyrri ríkisstjórn.


mbl.is Ríkisstjórnin í vandræðalegri stöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spakmæli dagsins

Ég vil þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave,

Ég vil semja fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu,

Ég veitt ekki hvað ég vil.

(Bjarni Benediktsson)


West Ham

Tengslum Íslands og enska knattspyrnufélagsins West Ham lýkur brátt, að því er fram kemur í sunnudagsútgáfu breska blaðsins Telegraph. Þar er fjallað um aðkomu Eggerts Magnússonar og Björgólfs Guðmundssonar að liðinu en West Ham er að stærstum hluta í eigu Straums-Burðaráss fjárfestingabanka.

Þetta er ekkert til að gráta yfir þetta var bara snobb og ekkert annað hjá gráðugum mönnum að eignast West Ham.


mbl.is Tengslin að rofna við Ísland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Silfur Egils

Alain Lipietz þingmaður á Evrópuþinginu og einn þeirra sem kom að gerð tilskipunar Evrópusambandsins um ábyrgð heimaríkis á bönkum, segir að Bretar og Hollendingar búnir að forðast lagalegu hliðina vita að þeir eru með veikan málstað og gætu tapað málinu.Þetta kom fram í Silfri Egils í dag.

Þetta eru góðar fréttir og þá er spurningin sú, hvers vegna ákvað ríkisstjórn Geirs H. Haarde haustið 2008 að fara samningaleiðina en ekki dómstólaleiðina.  Sú ákvörðun gerði Íslandi ókleyft að gera annað en semja við Breta og Hollendinga, því miður er of seint að fara með málið fyrir dómstóla.  Við lékum af okkur og það mun verða okkur dýrkeypt.  Því málið hefðum við unnið fyrir dómstólum og ekkert þurft að greiða.  Því er ábyrgð Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks í þessu máli mikil og verður okkur dýrkeypt.


mbl.is Lipietz: Veikur málstaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mótmæli

Um sjö hundruð manns lét ekki bleytuna á Austurvelli á sig fá, og tók þátt í mótmælum sem Nýtt Ísland og Hagsmunasamtök heimilanna stóðu fyrir klukkan þrjú í dag. Meðal þess sem barist er fyrir, er leiðrétting höfuðstóls lána, afnám verðtryggingar og að veð takmarkist við veðandlag.

Þá eru mótmælin byrjuð aftur á Austurvelli, en spurning hvort ríkisstjórnin tekur mark á þeim.  Ef hún gerir það ekki mun hún að öllum líkindum hrökklast frá völdum eins og fyrri stjórn neyddist til að gera.  Fólk er eðlilega orðið þreytt á að bíða eftir aðgerðum til að aðstoða heimilin í landinu, sem ekkert bólar á nú.


mbl.is Enn mótmælt á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ástralskt spítalaskip

Náðst hafa neðansjávarmyndir af ástralska spítalaskipinu Centaur sem sökk í Seinni heimsstyrjöldinni. 268 manns létust þegar skipið sökk, 64 björguðust.

Hvaða tilgangi þjónar það að mynda neðansjávar skip sem hefur sokkið í seinni heimsstyrjöldinni og er gröf fjölda manna.  Var ekki nóg að staðsetja flakið og setja í sjókort af svæðinu.


mbl.is Ástralskt spítalaskip fundið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Slys

Vélamaður brenndist alvarlega um borð í ferjunni Norrænu skömmu eftir að skipið fór frá Esbjerg í Danmörku á föstudag. Maðurinn var að hreinsa ketil í vélarrúminu þegar slysið varð, að því er kemur fram í færeyskum fjölmiðlum.

Slysin gera ekki boð á undan sér og heppni að þarna fór ekki verr.  Brunaslys eru með þeim verri slysum, sem gerast.


mbl.is Vinnuslys um borð í Norrænu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vilja vera hetjur

„Þetta var ekkert mál, við blotnuðum ekki einu sinni,“ segir Jóhann Pétursson. Bíll hans festist í vatni á veginum á Haukadalsheiði í Árnessýslu í morgun og þurfi hann og félagi hans að bíða ofan á palli bílsins í rúman klukkutíma, þangað til hjálp barst.

Alltaf eru að koma í fréttum um fólk, sem er að þvælast á bílum sínum um ófærar slóðir og kemst í vandræði svo kalla verður út björgunarsveitir til að hjálpa fólkinu.  Það er alltof mikið um svona atburði þar sem menn eru að reyna að leika hetjur að ástæðulausu.


mbl.is „Blotnuðum ekki einu sinni“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband