Fyrning veiðiheimilda

Nú hefur verið samþykkt í stjórn LÍÚ, að ef stjórnvöld ætla að fylgja stefnu sinni um fyrningu veiðiheimilda muni allur íslenski flotinn sigla til hafnar og hætta veiðum.  Samkvæmt stefnuskrá núverandi ríkisstjórnar á að fylgja þeirri stefnu að fyrna allar veiðiheimildir á næstu 20 árum og hefur verið stofnuð nefnd til að vinna að sátt um þessa leið.  Í nefndinni eiga sæti fulltrúar frá öllum hagsmunasamtökum, sem málið varðar.  En sáttarhugur í LÍÚ er nú ekki meiri en svo að þeir hafa ekki mætt á fundi hjá þessari nefnd í nokkra mánuði.  Því hugmyndir LÍÚ um sátt í sjávarútvegi er sú að engu megi breyta og því sem á að breyta vill LÍÚ fá að ráða.

Þau ræddu þetta mál í Kastljósi í gær þau Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ og Ólína Þorvarðardóttir, varaformaður sjávarútvegsnefndar Alþingis. Friðrik hélt sig við hina gömlu tuggu og veifaði blöðum frá endurskoðendafyrirtækjum og fullyrti að það væri verið að setja allan íslenskan sjávarútveg á hausinn með þessum aðgerðum.  Ólína stóð sig vel að kynna þessa fyrningarleið og ef einhver hefur verið rasskeldur opinberlega þá var það Friðrik J. Arngrímsson í þessu viðtali.

Því auðvitað fer ekki eitt einasta fyrirtæki í sjávarútvegi á hausinn við þessar aðgerðir.  Það munu öll íslensk fiskiskip fá að veiða svipað magn og áður.  En hinsvegar þarf útgerðin að leigja veiðiheimildir af ríkinu á hóflegu gjaldi, sem allar útgerðir eiga að þola.  Aftur á móti eru til svo skuldsett fyrirtæki í sjávarútvegi að þeirra bíður ekkert nema gjaldþrot og það verður ekki vegna fyrningar aflaheimilda, heldur vegna glannalegra fjárfestinga á undanförnum árum og allt gert fyrir erlent lánsfé.  Þessi lán hafa að sjálfsögðu hækkað mikið með lækkandi gengi krónunnar, en lágt gengi getur líkað komið sjávarútvegsfyrirtækjunum vel því það skapar hærra verð á afurðum í íslenskri mynnt.

Ég tek undir þau orð Ólínu að ef fiskiskipin sigla í land og hætta veiðum, eru þau þar með búin að afsala sér öllum sínum veiðiheimildum og þá verður að úthluta þeim til annarra og það er til fullt af íslenskum sjómönnum, sem tækju fegins hendi við þessum aflaheimildum og færu að gera út fiskiskip, þrátt fyrir andstöðu LÍÚ, sem er að líkjast meir og meir sértrúarsöfnuði fárra útvaldra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband