Ivesave

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segir að það séu lagaleg vandkvæði á því að Icesave-lögin frá því í ágúst geti tekið gildi, jafnvel þó að Bretar og Hollendingar samþykktu fyrirvara sem Alþingis setti við lögin sem þeir hafa ekki enn gert.

Þegar Icesave-frumvarpið verður fellt í þjóðaratkvæðagreiðslu, munu lögin frá því í ágúst taka gildi og þegar Bretum og Hollendingum verður orðið ljóst hver staðan er munu þeir samþykkja þá fyrirvara, sem eru í þeim lögum.  Um hvaða önnur lagaleg vandkvæði Steingrímur er að tala um veit ég ekki og efast um að Steingrímur viti það sjálfur.


mbl.is Vandkvæði á gildistöku fyrri Icesave-laga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Við höfum engan hug á að þau lög taki gildi. Það þarf að semja upp á nýtt á nýjum forsendum og samkvæmt nýjum upplýsingum og túlkunum, sem eru okkur í hag. Gamli samningurinn er með sömu morðvöxtunum og það er engin leið að fallast á hann heldur.  Það er bara önnur staða uppi núna, svo einfalt er það.

Jón Steinar Ragnarsson, 15.1.2010 kl. 12:13

2 Smámynd: Magnús Óskar Ingvarsson

Jón Steinar Ragnarsson: Ég vona að þú sért eldri en myndin af þér virðist gefa til kynna. Þú segir að við höfum engan hug á að eldri Icesave lögin taki gildi. Það skiptir engu máli hverju við höfum hug á. Málið er bara þannig vaxið að þegar við fellum nýja Icsave, þá tekur gamli Icesave gildi aftur. Alveg sama hvað okkur finnst um það. Ef hann er óviðunandi fyrir einhverja aðila, svo sem eins og Steingrím og bretana, þá er bara að semja aftur og gera betur fyrir hönd Íslands en áður var gert.

Magnús Óskar Ingvarsson, 15.1.2010 kl. 14:04

3 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Sú staðreynd liggur fyrir að ef Icesave-frumvarið verður fellt þá eru enn í gildi lögin, sem Alþingi setti í ágúst 2009.  Framhjá því er ekki hægt að líta og var sá samningur gerður með þverpólitískri samstöðu á Alþingi.  á samningur þótti ekki nógu góður og því varð gerður nýr samningur og það er frumvarp um þann samning, sem mun fara í þjóðaratkvæða greiðslu.  Það má ekki rugla saman þessum tveimur samningum.  Þegar fólk kýs um Icesave-frumvarpið er verið að kjósa um þennan nýja samning en ekki hvort við ætlum að greiða Icesave-skuldina með lánum frá Bretum og Hollendingum, eða ekki.  Verði frumvarpið fellt er ekkert annað hægt að gera í þeirri stöðunni, sem þá kemur upp en reyna að ná betri samningum um Icesave.  En nú funda nær daglega ríkisstjórnin og stjórnarandstaðan, um hvor hægt verði að ná betri samningum en áður og eru talda miklar líkur á að það takist og birgðunum af þessu Icesave-klúðri.  Það eru ótrúlega margir telji að ef Icesave-frumvarpið verður fellt þá sé Icesave úr sögunni. 

En þá situr samt eftir skuldirnar við Breta og Hollendinga, en þeir hafa greitt út allar innistæður, sem voru á þessum reikningum.  En krafa þeirra á Ísland er að séð verið til þess að Tryggingasjóður Innistæðna hefði nægt fé til að greiða lámarksupphæðina, sem okkur er skylt samkvæmt EES-samningunum eða rúmar 20 þúsund evrur fyrir hvern reikning.  Bæði Bretar greiddu innistæðueigendum að fullu, en ekki er verið að krefja Ísland um greiðslur, sem voru hærri en þessi 20 þúsund evrur.  Þannig má því líta svo á að löndin þrjú hafi nú þegar skip á milli sín þessum greiðslum.

Jakob Falur Kristinsson, 16.1.2010 kl. 10:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband