Steinbíturinn lokar kjaftinum

Ég var varla búinn að skrifa síðustu grein þegar ég rakst á viðtal við Egil Jónsson skipstjóri í Bolungarvík þann mikla aflamann sem er skipstjóri á línubátnum Guðmundi Einarssyni ÍS-155, þar sem hann segir frá því hvað mikið hafi verið af steinbít og þeir hafi verið að fá um 600 kg. á balann og síðustu þrjá daga hafi þeir landað 47 tonnum.   En nú virtist að botnin væri dottin úr veiðunum. Ekki kann ég skýringar á þessu nema að svo væri að það væri svo mikil loðna við botninn að steinbíturinn tæki ekki línu.  Ekki dettur mér í hug að minn ágæti vinur Einar Kristinn, sjávarútvegsráðherra hafi getað skipað steinbítnum að halda kjafti.  Því þrátt fyrir allt hefur Einar Kristinn miklu meira vit á sjávarútvegi en nokkur ráðherra á undan honum að undanskildum Lúðvík Jósepssyni sem mun vera eini sjávarútvegsráðherra sem fékk eitt sinn sérstakar þakkir á aðalfundi Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna fyrir að hafa stuðlað að góðum rekstrargrundvelli sjávarútvegs á Íslandi.  Hann og Einar Kristinn vita og vissu hvernig hjartað slær í íslenskum sjávarþorpum.  En því miður er stuttbuxnaliðið í Sjálfstæðisflokknum ekki gera sér grein fyrir hvernig hjarta í íslensku þjóðfélagi slær.   Þar kemst ekkert að en að vera í flottum jakkafötum og selja verðbréf það er toppurinn í dag og sitja á skrifstofu með mörgum klukkum sem sýna tímann víðsvegar um heiminn.  Ég veit ekki hvað mér kemur við hvað klukkan er í New York, London, París eða Tokyo ef ég ætla að kaupa mér hlutabréf (sem ég hef engin efni á).  En og vonandi fellur þessi ríkisstjórn,  í vor og nýjir ferskir menn taka við.  Ég kaus allan þann tíma sem Steingrímur Hermannsson var formaður Framsóknar þann flokk en eftir að Halldór Ásgrímsson tók við skipti ég um og kaus Frjálslynda Flokkinn en eftir að hafa verið viðstaddur síðasta flokksþing þegar Margrét Sverrisdótti var nánast flæmd úr flokknum tók ég að efast.  Í síðustu kosningum kaus ég Sjálfstæðisflokkinn vegna þess að ég vildi fá inná þing vin minn Einar Odd Kristjánsson sem ég tel hafa manna best vit á efnahagsmálum af þeim sem sitja á þingi í dag og talar mál sem við hinir venjulegu borgarar skiljum.   Sjálfstæðismenn í Norðvesturkjördæmi eiga að skammast sín fyrir að hafa ekki Einar Odd í öruggu sæti það mun koma í ljós hve mikið tap það er að missa Einar Odd af þingi.   En hvað á ég að kjósa í vor ég mun ekki þora að kjósa Sjálfstæðisflokkinn sem ég myndi hiklaust gera ef ég tryði því í raun að mitt atkvæði kæmi Einari Oddi inná þing.  En ég er nú fluttur í Suðurkjördæmi og get ekki haft áhrif í Norðvesturkjörfæmi.  Þá er eftir Samfylkingin og Vinstri grænir og ég held að að þar muni Samfylkingin hafa vinninginn (Pabbi var einn af þeim sem var eðalkarati allan sinn aldur) og eins hef ég mikið álit á Ingibjörgu Sólrúnu sem stjórnmálamanni og vona að hún verði næsti forsætisráðherra Íslands og þar sem ég er öryrki treysti ég þeim best til að koma okkar málum í lag.  Framsókn endar nú sennilega á Sorpu sama hvað Jón Sigurðsson yftir mikð öxlum.  Staðreynd málsins er sú að við öryrkjar getum hvorki lifað eða dáið af því sem okkur er skammtað og litið á okkur sem ómaga á þjóðfélaginu og stöðugt er verið að lappa uppá löngu úrelt lög um Tryggingastofnun ríkisins en þar er slíkur frumskógur að komast í gegnum, hver er manns réttur.  Ég tel mig ekki heimskan mann eða illa menntaðan en ég hef aldrei á ævinni lent í eins miklu basli og að lesa mig til um minn rétt og ef maður fer í þjónustuver TR er svarið oftast hjá því yndæla fólki sem þar vinnur "Æ ég veit það ekki farðu inná heimasíðuna okkar og lestu þig til."   Ég hef lent í því að lenda í stórskuld við TR sem nokkuð er ljóst að ég get aldrei borgað.

Lokaorð:

Ný ríkisstjórn í vor og fólk sem vill vinna sín störf af alvöru, ég er búinn að fá nóg.  Hefjum til vegs á ný hið gamla slagorð "Manngildið ofar auðgildi,"    Áldrottningin Valgerður Sverrisdóttir lætur sig ekki muna um að opna ný sendiráð sem kosta tugi milljóna og sendiherrum hefur fjölgað svo mjög að nú munu vera um 10-15 sendiherrar verkefnislausir og sitja og horfa út í loftið.  Ég myndi alveg þyggja slíkt starf, þar sem ekki skipt máli hver starfgetan er, en það er ekki erfitt að horfa út um glugga eða leika sér á netinu.   En þótt ég nefni hér að ofan Ingibjörg Sólrúnu verð ég samt að viðurkenna að Steingrímur J. Sigfússon er sennilegast gáfaðisti þingmaður okkar, en Ingibjörg hefur þann hæfileika að stjórna liði og þjappa því saman þótt skoðanir væru ólíklegar .  En svona í lokin tryggjum Samfylkingunni og Vinstri grænum meirihluta í kosningumnum í vor, og þá mun margt lagast.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Kitti minn hefði nú ekki verið par hrifinn af ISG.  Hefði líklega talið hana froðusnakk, sem hún raunar er.

Hann var Krati vegna þeirra aðstæðna sem voru í hans uppvexti og litið var til Alþýðuflkksins sem flokk hinna vinnandi stétta.

Afi minn og bróðir hans, voru stofnendur þess flokks á Vestfjörðum og nefndir Bolsar.  Það var auðvitað rangnefni því þeir voru báðir staðfastir í trú sinni á frelsi til athafna ÖLLUM til handa. 

Ingibjörg hefur komið að stjórn eins stærsta hagkerfis þjóðarinnar,--borgarsjóði. Þar er skelfilegt ástand, ekki vegna aðgerða til að lina þjáningar þeirra sem höllum fæti standa, heldur vegna gæluverkefna og ótrúlegrar úttútnunuar kerfisins, sem nú virðist lifa sínu eigin lífi, burt séð frá tilgangi eða öðru en eigin viðhaldi.  Þar er verk að vinna fyrir okkur eðalíhaldsmenn.

Mín óskastjórn núna er Nýsköpunarstjórn með VG.  Ef hægt er að afvinkla nokkrar ofurfemmur þar, er ekkert að því að stjórna málum með þeim, margir heiðarlegir og gegnir menn þar.

Okkar vinur EInar Oddur kemst vonandi nn á þing en að öðrum kosti þarf að finna eitthvað meinlaust að gera fyrir Sturlu svo að sætin færist upp og Einar Oddur fái fast sæti aftur. 

Nei nei Samfó liðið er ekki fólkið til að einfalda kerfi eins og Trygingarstofnunin er orðið.  AÞr þarf töffara til og líst mér einna best á, að Eonar Oddur yrði Heilbrigðis og tryggingamálaráðherra.

Kærar kveðjur

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 11.4.2007 kl. 13:02

2 identicon

Jæja Bjarni minn ekki hélt ég miðað við okkar fyrri kynni að þig dreymdi um að fá gamla allaballa til að stjórna okkar landi.  En batnandi m0nnum er betst að lifa og ég er sammála þér að Einar Oddur væri rétti maðurinn til að hrista upp í úreltu tryggingarkerfi.  En um eitt get ég verið sammála þér að Einar Oddur verður að komast inná þing.

Jakob Kristinsson 11.4.2007 kl. 22:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband