Lítil saga af sjónum

Fyrir nokkrum árum vorum við feðgar að gera út 100 tonna bát frá Bíldudal en bátinn áttum við saman.  Sonur minn var skipstjóri og ég yfirvélstjóri og gerðum við út á togveiðar.  Við höfðum landað morguninn áður og fórum þá lítilsháttar fram yfir okkar veiðiheimildir í nokkrum tegundum.  Við vorum búnir að leigja til okkar meiri kvóta en staðfestingu vantaði samt frá Fiskistofu um að búið væri að skrá kvótann á bátinn.   Við vorum komnir á miðin um kl.06 og áður en við hófum veiðar kom skeyti frá Fiskistofu í gegnum Loftskeytastöðina á Ísafirði um að báturinn yrði sviftur veiðileyfi nema kvótastaðan yrði lagfærð.  Höfðum við þá strax samband við þann sem við leigðum kvótann af og fengum það staðfest að hann hefði skilað inn til Fiskistofu síðdegis deginum áður eyðublaði þar sem óskað var eftir að ákveðinn kvóti yrði færður á okkar bát.  Ákváðum við þá að hætt við að hefja veiðar þar til skrifstofa Fiskistofu yrði opnuð kl.09 svo hægt væri að kanna hvort eitthvað hefði farið úrskeiðis varðandi varðandi þessa millifærslu á kvótanum og létum reka á meðan við biðum.  Ég sat í brúnni og um leið og klukkan var orðin 09 hringdi ég í þann mann sem sá um millifærslur á kvóta og spurði hvort kvótastaða okkar væri ekki komin í lag.  Hann svaraði því til að hún yrði í lagi eftir smá stund eyðublaðið um millifærslu á kvótanum hefði ekki komið til sín fyrr en að vinnudegi var að ljúka og hann því ákveðið að geyma það til morguns.  Ég var orðinn talsvert reiður og spurði, hversvegna okkur hefði verið sent áðurnefnt skeyti þegar hann væri með á borðinu hjá sér eyðublað sem aðeins ætti eftir að skrá til að hlutirnir yrðu í lagi.  Hann tilkynnti mér að hann sæi ekkert um að senda út þessi skeyti ég yrði að tala við lögfræðing Fiskistofu um það.  Ég reyndi að ná sambandi við lögfræðinginn en var þá sagt að hann myndi ekki mæta fyrr en kl. 10 og bað ég þá um að tekin yrðu skilaboð til hans að hringja strax í mig um leið og hann mætti og urðum við því að láta reka í klukkutíma í viðbót.   Um kl.10,30 hringir hann með valdsmannshroka og ég fer að ræða um þetta skeyti og sagði hann mér þá að hann hefði látið senda skeytið rétt áður en hann hætti vinnu deginum áður.  Ég sagði honum þá frá því að búið væri að laga þessa hluti og hvort hann gæti ekki talað við þann sem sæi um millifærslur á kvóta og fengið það staðfest og fékk þau svör að hann hefði nóg að gera og væri enginn sendill fyrir mig.   En er ég ekki einn af þeim sem borgar þér launin þín svaraði ég á móti.  Ekki batnaði skapið í honum við þessi orð mín og tilkynnti hann mér að við skyldu fara tafarlaust í land annars léti hann varðskip taka okkur og færa til hafnar því ég veit að þið eruð á veiðum og okkur myndi þá vanta kvóta fyrir því sem við værum að fiska.  Ég svaraði honum því til að ekki kæmi nú mikil veiði í trollið sem lægi á dekki bátsins og ég væri þinglýstur eigandi bátsins og hann væri með fullgilt haffærisskýrteini í lagi og löglega skráð á bátinn og honum kæmi ekkert við hvar við værum staddir á bátnum.  Hann skildi bara kalla á varðskip og gera sig að algeru fífli ef hann langaði til þess og ef hann gerði það myndi ég kæra hann og skellti hann þá símanum á og eftir um hálftíma kom skeyti þar sem veiðileyfissviftingin var afturkölluð þar sem kvótastaða væri komin í lag.  Ef þetta er ekki rússnensk stjórnsýsla þá veit ég ekki hvað á að kalla það.        

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Hver segir svo að við búum ekki við lögreggluríki.

Georg Eiður Arnarson, 20.4.2007 kl. 12:44

2 Smámynd: Sigríður Laufey Einarsdóttir

Hef sömu sögu að segja, Málið snerist um 5 kg en var svo villa hjá þeim sjálfum.

Fengum mörg hótunarbref um missi veiðleyfis án nokkurs fyrirvara.

Hvað getur stjónsýslan gengið langt? Það er verið að ganga á atvinnréttindi manna sem er að öllum líkindum stjórnarskrárbrot.

Það vantar virkari vettvang fyrir smábátasjómenn í svona málum!!! og fleiri málum svo sem eins og "löglega stolnum kvóta hvað eftir annað"!!!

Sigríður Laufey Einarsdóttir, 20.4.2007 kl. 13:42

3 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Sig´ríður Laufey. Áttu viðþá reynslu sem sumir áunnu sér inn með svikum og fengu svo úthlutun á reynsluna sem aldrei var til ?

Níels A. Ársælsson., 20.4.2007 kl. 14:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband