Vestfjarðarskýrslan

Ég heyrði í Svæðisútvarpi Vestfjarða viðtal við Halldór Halldórsson bæjarstjóra á Ísafirði, þar sem hann er að fagna því að ríkisstjórnin hafi samþykkt tillögur nefndar sem skipuð var 15. mars 2007 og var ætlað að fjalla um leiðir til að efla atvinnulíf á Vestfjörðum m.a. gera tillögur um flutning starfa frá höfuðborgarsvæðinu til Vestfjarða.  Halldór talaði um eins og eitthvað nýtt væri á ferðinni sem tæki á raunverulegum vanda Vestfjarða en hann var einn nefndarmanna. Ég varð mér úti um eintak af þessari skýrslu sem hægt er að nálgast á vefnum strandir.is og tók mig til að lesa þetta merkilega plagg.  Ég varð fyrir miklum vonbrigðum eftir þennan lestur, ég veit ekki hvað ég er búinn að lesa margar svipaðar skýrslur í gegnum árin flestar frá Byggðastofnun og fleiri aðilum sem flestar hafa þjónað þeim tilgangi einum að fullnægja ruslafötunni.  Í skýrsluni er gerðar 37 tillögur um 80 ný störf og kostnaður yrði rúmar 500 milljónir þegar þær væru að fullu komnar til framkvæmda sem tæki nokkur ár.  Í skýrslunni komur fram að íbúum á Vestfjörðum hefur fækkað um tæplega 1200 manns á sl. 10 árum. úr 8.634 árið1997 í 7.470 árið 2006.  og reiknað má með einhverri fækkun 2007 þannig að Vestfirðingar verða sennilega um 7.000 í árslok 2007.  Ég er ekki hissa þótt bæjarstjórinn sé ánægður því gert er ráð fyrir að flest þessara starfa verði á Ísafirði, 7 til 8 á Patreksfirði um 4 á Hólmavík og 4-5 í Bolungarvík en um 65 störf á Ísafirði. 

Ísafjörður verður aldrei neinn alvöru byggðakjarni Vestfjarða þótt jarðgöng komi á milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar sem ganga undir nafninu "Eyðibýlagöngin" á sunnanverðum Vestfjörðum.  Það hafa margir deilt um hverjir stóðu sig best á stjórnmálafundi á Ísafirði fyrir skömmu, en hinn stórkostlegi karakter Halldór Hermannsson skrifar góða grein í Bæjarins besta á Ísafirði sem  hann nefnir Svört föt og hvít og vona ég að Halldór fyrirgefi mér þótt ég láti greinina koma fram hér, en hún er svo góð að sem flestir verða að sjá hana á prenti:

Svört föt og hvít

Þann 16. apríl sl. stóð RÚV fyrir stjórnmálaumræðu í íþróttarhúsi Ísafjarðar.  Voru þar mættir fulltrúar hinna ýmsu stjórnmálaflokka.  Þetta var klukkutíma Kastljósþáttur.  Fjöldi fólks mætti til fundarins. Tekin voru fyrir sjávarútvegs- og samgöngumál.  Efalaust má deila um hverjir hafi staðið sig best í umræðunum.  Ég held samt að fæstum hafi dulist að þar var þáttur sjávarútvegráðherra sýnu lakastur.  Enda hafði hann vondan málstað að verja, sem eru sjávarútvegsmálin hér á Vestfjörðum.

Það er ömurlegt að heyra þennan ráðherra sem búinn er að vera þingmaður Vestfirðinga í fjölda ára vera að færa málin gegn betri vitund í einhvern glansbúning, þegar hann talar um sjávarútvegsmál. Hann telur upp á að það hafi verið stefna hans og ríkisstjórnarinnar að berjast fyrir því að nota sjávarútveginn til þess að treysta sjávarbyggðirnar í landinu.  Þessi sami ráðherra sigldi til Noregs á sl. ári og taldi Norðmönnum, frændum vorum, trú um það að hér á Íslandi verið að framkvæma framúrskarandi fiskveiðistefnu sem væri að færa bæði bæjum og landsbyggð miklar framfarir og björg í bú.  Hann minntist hinsvegar lítið á þann draugagang sem í þessum framkvæmdum lægi.

Einar Kristinn er einkar laginn við að færa hluti úr svörtum búningum í hvíta.  Kannski lærist slíkur málflutningur í stjórnmálafræðinni sem hann mun vera útlærður í.  Eftir að Einar gerðist sjávarútvegsráðherra, þá hefur þessi hæfileiki hans færst mjög í aukana, enda vinfengi hans og LÍÚ manna talið mjög náið í seinni tíð.  Fari svo að Einar haldi embætti sínu eftir kosningar, þá ætti hann að huga vel að hugmyndum Íslandshreyfingarinnar að leyfa bátum undi 6 brúttótonnum að fiska frjálst með tvær handfærarúllur yfir sumarmánuðina.  Það væri til þess að rétta svolitla sáttarhönd.

Þetta skrifar Halldór Hermannsson 20.4. sl. en hann hefur lifað og hrærst í sjávarútvegi nánast alla sína tíð og þekkja fáir þessa atvinnugrein betur en hann.  Ég get af heilum hug tekið undir nánast hvert orð í grein hans og örugglega margir fleiri.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já hér er ein.  Nema að hann gleymir að það eru Frjálslyndir sem eiga hugmyndina um frálsu veiðarnar með handfærarúllur.  Það er eitt af því sem frú Margrét hafði með sér í farteskinu úr málefnahandbók Frjálslynda flokksins.  Rétt skal vera rétt, en gleðilegt þegar fleiri taka undir. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.4.2007 kl. 21:06

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Þetta er rétt hjá þér Ásthildur, Frjálslyndir eiga þeissa hugmynd.

Jakob Falur Kristinsson, 21.4.2007 kl. 06:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband