Nasistavæl á Stöðvarfirði

Ég var að lesa á bloggsíðu Sigurjóns Þórðarssonar hvernig ákveðinn maður lét á Stöðvarfirði þegar Sigurjón var að undirbúa fund þar.  Björgvin Valur mun hann víst heita og vera barnaskólakennari á staðnum.  Ég þekki manninn ekkert sem betur fer, en ég las í einni athugasemd á síðunni að ekkert væri athugavert við framkomu mannsins þótt hann ætti að vera fyrirmynd barnanna sem kennari.  Því hann hefði ekki verið í vinnunni þegar hann gerði sig að algeru fífli.  Barnaskólakennari er ætíð fyrirmynd barnanna bæði utan sem innan skólans.  Ekki trúi ég því að forustu Samfylkingarinnar líki svona framkoma, ef þeim líkar þetta vel eru þau farin að velta sér upp úr sama skítnum og þessi maður.  Það er tvennt ólíkt að vera ekki sammála og koma því á framfæri eða vera svo fátækur af málefnum að menn þurfi að grípa til þess að láta svona.  Frá Frjálslynda Flokknum hefur aldrei komið neitt sem gæti gefið tilefni til að kalla okkur rasista eða nasista.  Og leggja öðrum orð í munn sem þeir hafa aldrei sagt er framkoma á lægsta plani og verði Samfylkingunni að góðu að eiga svona fulltrúa á Stöðvarfirði og ég votta Stöðfirðingum samúð mína að þurfa að láta svona vitleysing kenna og taka þátt í uppeldi barnanna á staðnum.  Það sagði eitt sinn gamall bóndi vestur í Arnarfirði sem hafði gaman af því að segja sögur "Það er saklaust að ýkja aðeins en lygi upp frá rótum væri óþverraskapur".

Við Björgvin Val vil ég aðeins segja þetta: "Þínir valkostir eru tveir"  Biðjast afsökunnar á þessu eða fara lóðrétt til andskotans, þar gætir þú kannski hitt skoðanabræður þína.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Fólk sem missir sig svona er náttúrulega ekki í lagi.  Og við höfum þurft að sitja undir allskonar illmælgi og rógi Frjálslyndir, en þegar vígin hjaðna, þá mun koma í ljós að við höfum rétt fyrir okkur.  Og það mun verða okkar rödd sem hljómar sem rödd umhyggju og óskum um betri aðbúnað fyrir það fólk sem hingað kemur. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.4.2007 kl. 09:50

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Það er alveg rétt Ásthildur, en það er ekki endalaust hægt að láta þessa slúðurbera níða okkur niður án þess að reyna að svara þessu hyski. 

Jakob Falur Kristinsson, 23.4.2007 kl. 10:44

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Nei mikið rétt, það er um að gera að svara róginum.  Hvar sem við getum því viðkomið.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.4.2007 kl. 10:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband