Þorskkvótinn

Nú berast þau tíðindi að útkoman úr togararalli Hafró hafi verið mjög léleg varðandi þorskinn þrátt fyrir mokveiði af þorski nánast um allt land í flest veiðarfæri, og væntanlegar séu fréttir um a.m.k. 20% niðurskurð á þorskkvóta næsta fiskveiðiár.  Mun eiga að skýra frá þessu í júní, því ekki vilji sjávarútvegsráðherra ganga til kosninga með þetta á herðunum.  Er nú ekki kominn tími til að staldra aðeins við og hugsa um hvað erum við að gera.  Er það þetta sem við viljum fá út úr besta fiskveiðistjórnunarkerfi í heimi.  Ætlum við að halda áfram af fullum krafti að veiða ætið frá fiskinum þar á ég við loðnu og síldveiðar.  En hingað til hefur ekki mátt finnast ein smá loðnutorfa í lok vertíðar án þess að í ofboði væri gefinn út viðbótarkvóti í loðnu og nú er fullyrt af Hafró að hin mikla þorskveiði skýrist m.a. af því að þorskurinn sé svo mikið á grunnslóðinni vegna þess að þar hafi loðnan gengið og loðnuskipin ekki náð að veiða hana.  Ef Hafró hefur rétt fyrir sér og svona lítið er af þorski í sjónum og stofninn á hraðri niðurleið skipta loðnuveiðarnar sjálfsagt engu máli, því með sömu aðferðafræði verður enginn þorskur til eftir nokkur ár og augljóst að enginn fiskur = þarf ekkert æti.  Eigum við nú ekki að leyfa mönnum sem hafa vit á þessum málum að koma með vitrænar tillögur og fara eftir þeim.  Á ég þar við menn eins og Jón Kristjánsson, Magnús Þór Hafsteinsson, Kristinn Pétursson reynda skipstjóra ofl.  Í síðasta tbl. Fiskifrétta er fróðlegt vital við Magnús Kr. Guðmundsson á Tálknafirði sem nú er 77 ára gamall, fæddur 1930 og þar segir:  Magnús var landsfrægur aflamaður og starfaði sem skipstjóri fram yfir 1990.  Hann þótti hafa einstaka hæfileika til að sjá fyrir um göngur fiska og eitt sinn var sagt um Magnús að hann hlyti að geta hugsað eins og þorskurinn Slík var hæfni hans til veiða.  Magnús segir síðan í viðtalinu:

Vandamálið á Íslandi er það að of margt fólk er illa uppalið þrátt fyrir mikla menntun.  Í anda sínum er þetta unga fólkið duglegt en það er latara þegar kemur að verki.  Að mínu mati eru ansi fáir sem ná því að þroskast almennilega og verða dugandi manneskjur í dag.  Lífsgæði Íslands eru mikil og þeir sem alast upp við góðæri verða oft linir.  Íslendingar hafa alltaf verið frjálshyggjumenn og vanir að standa á eigin fótum.  Náttúran er hörð og meðan lífsbaráttan var það líka sá hún um uppeldið.  Í mínum huga eru Íslendingar að þynnast út og það eina sem gæti bjargað þjóðinni er að fá mótlæti sem kæmi frá náttúrunni segir Magnús Kr. Guðmundsson að lokum.  Er þetta ekki einmitt það sem er að ske hjá Hafró, liðið er að þynnast út og situr í sínum fílabeinsturni og leikur sér með reiknilíkön  sín.  Ekki voru þetta starfskilyrði sem þeir Bjarni Sæmundsson, Árni Friðriksson og Jakob Jakobsson unnu við, enda árangurinn þá og nú gerólíkur.  Bjarni Sæmundsson sagði einhvern tíma að bestu skilyrði fyrir endurnýjun þorsksins væru opin dekk gömlu síðutogaranna því að í aðgerð þar blönduðust saman hrogn og svil.  Ekki veit ég hvernig rollubókhald Binna í Vinnslustöðinni í Eyjum kemur til með að líta út fyrir næsta ár nema Atli Gíslason VG hafi kennt honum eitthvað nýtt en Atli hefur heimsótt Vinnslustöðina eins og hann útskýrði fyrir þjóðinni í sjónvarpinu sl. sunnudag og var hans eina framlag í umræðu um sjávarútvegsmál.    


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég verð að segja alveg eins og er ég er gáttuð á því að menn skuli ekki vilja skoða þessi mál og leita eftir ráðum manna sem þekkja til.  Hræðsla við breytingar er ein ástæða þessa feluleiks.  En eru menn ekki að fatta að við erum að missa fleiri milljarða út úr hagkerfinu með þessu atferli, þá er ég að tala um brottkast, vanveiði og arfavitlaust kerfi.  Nú segja mér til dæmis sjómenn hér að það sé fullt af þroski, en yfir honum syndir stenibítur, og þeir sem ekki eiga steinbítskvóta komar ekki til að veiða þorskinn, nema auðvitað að henda steinbítnum aftur fyrir borð.  Hvaða djö..... vitleisa er þetta eiginlega ?  Og hvað á þessi vitleysa eiginlega að ganga lengi.  Nei Frjálslyndi flokkurinn verður að komast í sjávarútvegsráðuneytið, því fyrr því betra.  Það er eini flokkurinn sem hefur útfært niðursnúning á þessu kvótakerfi. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.4.2007 kl. 10:54

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Núverandi stjórnvöld hafa aldrei viljað þiggja góðra manna ráð og allra síst frá sjómönnum.  Þetta arfavitlausa kerfi er verndað af LÍÚ mafíunni og við því má ekki hreyfa nema með þeirra leyfi.  Því þar á bæ er mönnum nákvæmlega sama þótt þorskkvótinn sé skorinn niður.   Minni kvóti þýðir bara hærra verð á aflakvóta.

Jakob Falur Kristinsson, 23.4.2007 kl. 15:39

3 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Ef þessi ríkisstjórn fellur ekki þá breitist ekki neitt.

Georg Eiður Arnarson, 23.4.2007 kl. 22:11

4 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Hún verður bara að falla, annað má ekki ske.

Jakob Falur Kristinsson, 23.4.2007 kl. 23:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband