Landsbyggðin

Það er ekki sama hvar maður býr.  Eins og flestir vita sem hafa farið inná þessa bloggsíðu mína bjó ég lengi á Bíldudal en þar er ég fæddur og uppalinn og bjó þar til 2005 að undanskildum árum þegar ég var við nám að ég vegna veikinda minna varð að flytja og flutti þá til Sandgerðis en mörgum sumrum eyddi ég á Ísafirði þar sem ég átti afa og ömmu.  Auk þess starfaði ég víða um land við brúarsmíði í um 8 ár.  Um tíma bjó ég á Patreksfirði en flutti til Bíldudals eftir að ég hafði stofnað fjölskyldu og eignast börn.  1975 byggði ég einbýlishús á Bíldudal um 160 fm. með bílskúr og á sama tíma var eldri bróðir minn að byggja raðhús í Reykjavík svipað stórt að fm.  Ef eitthvað var mun mitt hús hafa verið heldur dýrara en hans vegna mikils flutningskostnaðar á öllu efni.  2001 skiljum við hjónin og var húsið þá selt og fékkst fyrir það 3,5 milljónir en hús bróður míns mun örugglega vera 20 til 30 milljóna króna virði.  Svo er fólk undrandi hvað lítið er byggt á landsbyggðinni, það telst stór frétt á Vestfjörðum ef þar er reist nýtt íbúðarhús.  Verðmætustu húseignir á Vestfjörðum í dag eru þau hús sem íbúðarhæf eru í Jökulfjörðum og á Hornströndum þar sem allt er komið í eyði.  Landbúnaðarráðuneytið auglýsti í fyrra eftir tilboðum í nokkur eyðibýli í Selárdal þar sem Gísli á Uppsölum bjó.  Þetta voru eyðijarðir sem ríkið átti og ég held að tilboðin hafi verið nokkrir tugir og fengu færri en vildu.  Og ég held að þegar húskofarnir í Svalvogum sem eru yst á nesinu á milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar og voru að hruni komnir, voru seldir hafi söluverðið verið 6-8 milljónir.  Það er gott að búa í Kópavogi eins og maðurinn sagði, en ekki á landsbyggðinni eins og búið er að fara með hana af stjórnvöldum.  Í raun ætti ríkið að greiða íbúum þessara staða bætur vegna sinna aðgerða.  Fordæmið er til staðar en veitingarmenn í Hvalfirði munu hafa fengið greiddar bætur þegar Hvalfjarðagöngin voru lögð vegna tekjutaps af ferðafólki.  Hvað þá með allt tekjutapið þar sem núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er búið að svifta fólk í mörgum sjávarbyggðum tekjum sínum og gera eignir þess verðlausar.  Og bara það eitt að til skuli vera fólk sem ætlar að kjósa þetta yfir sig einu sinni enn setur bara að manni hroll af tilhugsunni einni.   

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ársæll Níelsson

heyr heyr

Ársæll Níelsson, 23.4.2007 kl. 23:42

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Sumir flokkar geta nokkuð treyst Bergþóru heilkenninu."Ekvar ung gefin Njáli........"

Árni Gunnarsson, 24.4.2007 kl. 00:13

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það verður að leiðrétta þetta fjandans óréttlæti því fyrr því betra.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.4.2007 kl. 11:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband