Flugvöllurinn í Vatnsmýrinni

Það eru margir á þeirri skoðun að Vatnsmýrina eigi að nýta undir annað og merkilega en flugvöll.  Sumir gleyma sér svo í æsingi yfir flugvellinum að menn í æðstu stöðum, sem maður telur nú að hafi eitthvað vit í kollinum, tala um að flytja flugvöllinn úr Vatnsmýrinni út á Löngusker eða á Hólmsheiði.  Ég veit ekki hvernig menn ætla að flytja heilan flugvöll, á að saga hann í litla búta svo hægt verði að flytja hann með þeirri tækni sem við búum yfir í dag og síðan yrði væntanlega að raða honum saman aftur eins og púsluspili.  Hvílíkt bull, það flytur enginn heilann flugvöll.  Það er hægt að leggja niður flugvöll og byggja nýjan, en í Guðanna bænum hætti þið að tala um að FLYTJA Reykjavíkurflugvöll það er óframkvæmanlegt.  Það er nýbúið að leggja stót fé í að endurbæta Reykjavíkurflugvöll og mín skoðun er að hann eigi að vera þar sem hann er núna.  Það vantar ekkert byggingarland í Reykjavík og þótt kosið hafi verið um þennan flugvöll í Reykjavík er þetta ekkert einkamál Reykvíkinga heldur mál sem varðar alla þjóðina.  Reykjavíkurborg á ekkert þennan flugvöll heldur þjóðin öll og vill það stundum gleymast.  Reykjavíkurflugvöllur verður ekki Reykjavíkurflugvöllur ef þessi verður lagður niður og nýr byggður.  Sumir hafa talað um að byggja flugvöll á Álftanesi fyrir innanlandsflugið en það getur aldrei orðið Reykjavíkurflugvöllur, því þá er komið í annað sveitarfélag og sá flugvöllur verður auðvitað Álftanesflugvöllur.  Nei flugvöllurinn hefur gengt hlutverki sínu vel þar sem hann er nú og þar á hann að fá að vera áfram í friði.  Reykjavík er nú einu sinni höfuðborg landsins og hef skyldum að gegna samkvæmt því.  Reykjavíkurborg hefur nú uppi áform að kaupa lóðir þeirra húsa sem brunnu á horni Lækjargötu og Austurstrætis til að byggja þar hús í svipuðum stíl og áður var þ.e. að búa til fornminnjar og allt í lagi með það ef nægir peningar eru til.

Reykjavíkurflugvöllur á að vera þar sem hann er í dag og þjónar innanlandsfluginu vel og við skulum ekki gleyma því að þetta er mjög fjölmennur vinnustaður í dag.  Og ekki orð meira um flugvöllinn það er komið mikið meira en nóg af þessu kjaftæði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Hér ferð þú afar miklar villur minn kæri.

Flugvöllurinn í Vatnsmýrinni, liggur á sama stað og völlur, sem þar var og lagður var af innrásarher Breta á sínum tíma. 

Íbúðarhúsnæði allmargra Reykvíkinga var tekið herskildi (eignarnámi) og eigendum úthlutað lóðum langt út í útnára byuggðar þess tíma, Lauganessvæðinu.

Allt frá þeim tíma hefur vallarómyndinni  verið nauðgað, með einum eða öðrum hætti á Rvíkinga, burt séð frá skynsemi.

Kvosin og raunar stærsti hluti byggðar í geira út frá hernámsvellinum var og er raunar í viðjum takmarkana um hæð og gerð.

áætlað er, að BEIN KOSTNAÐUR  þjóðarinnar af veru hans þarna sé varlega áætlaður um 900 milljónir á ári á ári allt frá lagningu hans.

 Get svosem haldið legi áfram en læt staðar numið að sinni.

Miðbæjaríhaldið

e.s.

eins og þú veist var ég einkaflugmaður og er enn mikill áhugamaður um flug.

Bjarni Kjartansson, 24.4.2007 kl. 09:19

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Sammál þér Erlingur áð yrði algert öngþveiti í umferðinni ef núverandi flugvallastæði yrði tekið undir íbúðabyggð nóg eru nú vandræðin fyrir.  Ég veit vel Bjarnii að Bretar byggðu upphaflega flugvöllinn og honum var ekkert nauðgað uppá Reykvíkinga við tókum við honum fegins hendi.  Heldur þú kannski að Bretar hefðu annars farið með völlinn úr landi.  Hvar færð þú uppgefið að beinn kostnaður við völlinn sé 900 milljónir á ári vantar nú ekki eitthvað inn í dæmið.  Það koma nú talsverðar tekjur af vellinum og frá öllu því fólki sem þar starfar.  Hverslags bull er þetta.  Varstu einkaflugmaður en ekki núna.

Jakob Falur Kristinsson, 24.4.2007 kl. 11:42

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála því að flugvöllurinn á að vera kyrr á sínum stað.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.4.2007 kl. 11:54

4 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Auðvitað Ásthildur og þetta á ekki að vera einkamál Reykvíkinga þetta snertir alla landsmenn.

Jakob Falur Kristinsson, 24.4.2007 kl. 18:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband