Stjórnarformanni sparkað

Það var í fréttum í gærkvöldi að Jóhanner Geir Sigurjónsson yrði ekki lengur stjórnarformaður hjá Landsvirkjun gegn vilja sínum og Páll Magnússon fv. aðstoðamaður Valgerðar Sverrisdóttur tæki við á aðalfundinum sem haldinn verður í dag.  Mun þetta vera gert að undirlægi Jóns Sigurðssonar  iðnaðarráðherra  Nú er það svo að ríkið er eini eigandi Landsvirkjunar og fer fjármálaráðherra með hlut ríkisins en ekki iðnaðarráðherra eins og áður var og skýrt var frá því að þetta væri eitt af þeim samningum sem stjórnarflokkarnir hafa gert á milli sín að þetta sæti væri eyrnarmerkt Framsókn.  Var haft eftir Jóni Sigurðssyni að þetta hefði verið ákveðið í desember sl. og öllum viðkomandi kunnugt um málið síðan þá og reynt að láta þetta líta þannig út að þetta væri allt gert í sátt og samlyndi, þó hafði komið fram áður í fréttunum að ráðherrar flokksins hefðu deilt hart um málið fyrir ríkisstjórnarfund í gær.  Af hverju voru þeir að rífast um þessa hluti í gær ef þeir voru búnir að vera sammála um þetta síðan í desember.    Afhverju er Jóhannes Geir að segja í fréttum í dag að hann hafi engar skýringar geta fengið enn á þessum breytingum, ef hann hefur vitað þetta allan þennan tíma.  Þarna er eitthvað skrýtið á ferðinni og manni dettur í hug að Jón Sigurðsson sé með þessu að reyna koma höggi á Valgerði Sverrisdóttir en það var hún sem skipaði Jóhannes Geir í þessa stöðu á sínum tíma þegar hún var iðnaðarráðherra.  Er nokkuð ljóst að þetta mun hafa áhrif á stöðu Valgerðar í sínu kjördæmi í kosningunum en Jóhannes Geir hefur verið hennar helsti stuðningsmaður í kjördæminu.  Ekki hélt ég nú að Framsókn mætti við innbyrðis átökum nú rétt fyrir kosningar, ekki er í fljótu bragði hægt að gera sér grein fyrir hvaða pókerspil Jón er þarna að spila en held þó að þar sem Jón stendur höllum fæti í Reykjavík ætli  hann með þessu að reyna að nýta þá kosningamaskínu sem fleytti Árna Magnússyni bróður Páls inn í borgarstjórn í fyrra, jafnvel þótt það gæti kostað Valgerði þingsætið en vitað er að mikil óánægja er með þessa ákvörðun fyrir norðan.  Mér er nokkuð sama þótt deilur séu hjá Framsókn og gæti þetta snúist við hjá Jóni og orðið til þess að þau næðu hvorugt kjöri á þing hann og Valgerður.  Þótt Jón sé mjög vel gefinn maður og viti mikið þá veit hann ekki allt,  eins og Tryggvi Ófeigsson sagði eitt sinn um mætan mann.   Ef þessi tilgáta mín er rétt, sem ég hleraði úr herbúðum Framsóknamanna þá styrkir það mjög stöðu okkar manns Sigurjóns Þórðarsonar í baráttunni þarna.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband