2.5.2007 | 08:53
Smá grín að vestan.
Eitt sinn var á Ísafirði sýslumaður nokkur, en nafn hans skiptir ekki máli, hann hafði ávalt með sér í opinberum erindagjörðum, sýsluskrifara að nafni Matthías og leitaði oft til hans með góð ráð. Eitt sinn þurfti sýslumaður að hafa réttarhöld í barnsfaðirsmáli í Bolungarvík og var Matthías að sjálfsögðu með í för. Í réttarhöldunum kom fram hjá stúlkunni að hún sagði að ákveðinn maður ætti barnið og var hún beðinn um að gera grein fyrir sínum fullyrðingum. Sagði hún þá frá því að hún hefði verið stödd á Ísafirði og þar hefði verið fiskibátur, sem var að fara til Bolungarvíkur og fékk hún far með bátnum ásamt nefndum manni og fjölda fólks, sem var að nota tækifærið til að sleppa við að ganga um Óshlíð. Á leiðinni hefði hún haft samfarir við margnefndan mann. Spurði sýslumaður þá hvort lúkar bátsins hefði ekki verið þröngt setinn af farþegum og hvernig þau hefðu getað athafnað sig við þær aðstæður. Hún sagðist hafa sest í kjöltu mannsins og þannig hefðu þau getað haft samfarir án þess að nokkur yrði þess var. Sýslumaður horfði lengi undrandi á stúlkuna og sneri sér síðan að sýsluskrifaranum og spurði hann undrandi, "Er þetta hægt Matthías?". Síðan hefur þetta verið notað sem orðatiltæki fyrir vestan ef fólk verður undrandi á eitthverju.
Jóhann Júlíusson mikill heiðursmaður á Ísafirði sem nú er látinn og alltaf kallaður Jói Júl og var einn af stofendum fyrirtækisins Gunnvör hf. Fór þegar hann var farinn að eldast og búinn að draga sig að mestu í hlé frá rekstri þess fyrirtækis, að aðstoða konu sína í Skóbúð Leós á Ísafirði en búðina hafði hún fengið í arf. Jói sem alla tíð hafði unnið mikla erfiðisvinnu var kannski ekki alveg á réttum stað við að afgreiða í skóbúð. Eitt sinn kom sending af nýjum skóm í búðina og þar á meðal gulir lakkskór sem Jói stillti vandlega út í glugga. Skömmu síðar kemur maður inn í búðina og segir við Jóa hvernig dettur þér að vera með gula skó, þetta kaupir ekki nokkur maður, Jói klóraði sér aðeins í hausnum og svarað. Ég veit ekki betur en Guðbjörgin ÍS sé gul og það vilja allir fá að vera þar um borð. Það kom líka fyrir hjá Jóa að viðskiptavinur sem hafði nýlega keypt skó, hringir og segir að þegar hann hafi komið heim með skóna og opnað kassann að þeir voru báðir á sama fótinn. Líttu bara við hjá mér í búðinn sagði Jói, ég ætla að gefa þér 50% afslátt fyrst svona er. Ekki veit ég hvernig þessum viðskiptum lauk að lokum.
Kona nokkur frá Hveragerði bjó nokkuð lengi á Bíldudal harðdugleg og yndælis kona, en býr núna á Eyrarbakka og vann um tíma hjá Rækjuver hf. þar sem margt var rætt hjá konunum sem unnu við færibandið þar sem rækjan var hreinsuð. Hún ætlaði oft að nota ákveðin orðatiltæki til að krydda frásagnir sínar. Eitt sinn var hún nýbúin að eignast barn og gekk illa að fá einhvern til að líta eftir barninu meðan hún var að vinna og greip hún þá til þess ráðs að hafa barnið með sér í barnavagni sem hún hafði fyrir utan verksmiðjuna en þurfti oft að skreppa út til að huga að barninu. Í eitt skipti þegar hún kom til baka úr slíkri ferð var hún spurð hvort ekki hefði verið allt í lagi með barnið og þá brosti konan og sagði "Allt í lagi barnið sefur eins og dögg fyrir sólu". Eitt sinn þurfti hún að skreppa til Reykjavíkur og fékk frí í viku úr vinnunni. Þegar hún var að ljúka vinnu síðast daginn fyrir umrætt frí og var að kveðja vinnufélaga sína, sagði hún "Jæja stelpur mínar nú er ég farinn í vikufrí forever". Eitt sinn var ein af þeim sem voru að vinna við hreinsibandið að segja magnaða sögu um atburð sem nýlega hafði skeð á Bíldudal, þegar hún hafði lokið frásögn sinni umrædd kona "Ja hérna mikið hefði nú verið gaman að vera dauð fluga á vegg og fylgjast með þessu." Svo kom að því að það átti að skíra þetta litla barn en þá var hún orðin gift kona. Hún var ákeðinn að yngja afa sinn upp og hélt hún sjálf barninu undir skírn og þegar presturinn spurði "Hvað á barnið að heita?" svarað hún hátt og skýrt Einar Kristinn. Þegar heim kom var haldinn smá veisla fyrir nánust ættingja og konan gat varla beðið með að hringja í afa sinn og færa honum þessar fréttir því það myndi gleðja gamla manninn svo mikið og hún hringdi í afa sinn og sagði að nú ætti hann orðið alnafna. Það kom löng þögn í símann og svo sagði afinn. Elskan mín fyrst þú varst að þessu afhverju hafðir þú ekki nafnið rétt. Ég heiti Einar Kristján hún reyndi að afsaka þetta og sagðist hreinlega ekki hafa munað þegar hún stóð frammi fyrir prestinum hvort nafnið það væri svo hún hefði orðið að giska á það, en ekki var hægt að breyta neinu úr því sem komið var. Eitt sinn kom hún í heimsókn til okkar hjóna, en þá var hún og maðurinn hennar nýbúin að kaupa sér nýtt húsnæði og var hún að mála allt áður en flutt yrði inn. Ég sagði þá við hana "Jæja hvernig gengur svo að mála?". "Það gengur bar vel svaraði hún, en ég er óánægð með eitt "það koma svo margir sunnudagar á veggina". Ég held að það sé eitthvað að málningunni því veggirnir verða svo blettóttir. Eiginmaður þessarar konu var eitt sinn í viðtali í Svæðisútvarpi Vestfjarða og var að lýsa því hve gott hjónabandið væri og komst þannig að orði "Við erum mjög samrýmd og allar ákvarðanir tökum við saman en að sjálfsögðu tekur konan allar lokaákvarðanir". Þegar ég var á sínum tíma framkvæmdastjóri fyrir frystihúsinu og útgerðinni á Bíldudal (18 ár), kom maður sá er kona þessi giftist síðar eitt sinn til mín á skrifstofuna, en hann vann þá við beitningu á öðrum línubátnum sem við gerðum út. Þetta skeði þó nokkru áður en hann gifti sig. Hann sat lengi og hugsaði og stundi svo upp erindinu "Heyrðu Jakob er nokkur leið að ég geti fengið að vera aðkomumaður, en þú átt heima hérna vinur minn svaraði ég og af hverju ertu að velta þessu fyrir þér. Jú sjáðu til sagði hann það er orðið svo þröngt um okkur heima og ég hef ekki sér herbergi og þið útvegið öllu aðkomufólki herbergi í verbúðunum hjá ykkur en eins og þetta er hjá mér núna er það mjög óþægilegt ef maður færi nú að spá í kvennfólk. Það er ekkert mál að láta þig hafa herbergi karlinn minn en að gera þig að aðkomumanni í þinni heimabyggð get ég ekki gert fyrir þig. Það lifnaði mikið yfir honum yfir því að fá herbergi og gerðist hann nú aðeins djarfari og sagði"Eins og þú veist Jakob, sem fylgist svo vel með öllu og kemur í heimsókn til okkar á hverjum morgni, þá hefur mig aldrei vantað í beitninguna og er ekki oft veikur eins og hinir og ég var að velta því fyrir mér af því maður á víst rétt á ákveðnum fjölda veikindadaga, hvort ég fengi þá ekki bara greidda í lok vertíðar. Ég sagði honum að fólk ætti að sjálfsögðu rétt á að fá greidda veikindadaga, en þá yrði það að vera raunverulega veikt og koma með læknisvottorð. Heyrði ég hann segja við sjálfan sig um leið og hann fór, "Mikið hef ég verið heimskur að verða aldrei veikur í vetur." Nokkrum árum seinna en þá hafði skuttogari bætst við í flotann hjá okkur var sérstakt löndunargengi sem sá um að landa úr togaranum og gaf það af sér mjög góðar tekjur og í þessum hópi var áðurnefndur maður. Ég var eitt sinn staddur á skrifstofu verkstjórans í frystihúsinu og vinnu var að ljúka og þá kemur hann inn og segir við verkstjórann ég er búinn að vera talsvert slappur í dag er sennilega orðinn veikur og því óvíst að ég geti mætt á morgun Þú ert óheppinn sagði verkstjórinn því togarinn er að koma í nótt og það er löndun í fyrramálið. Þá brosti hann og sagði "Þá svindla ég bara á kerfinu og mæti þótt ég verði veikur og fór brosandi út." En þessi aðstoð mín við hann með herbergið átti eftir að draga dilk á eftir sér, því að í sama húsi og hann flutti í, bjó konan frá Hveragerði sem þá var komin með eitt barn og fór oft út að skemmta sér og þá var hann sem er einstaklega greiðvikinn maður alltaf tilbúinn að passa fyrir hana barnið. Þegar konan var spurð út í samband þeirra sagði hún eitt sinn það er nú ekkert alvarlegt og bætti svo við "Ég fæ stundum grænar gæsabólur þegar ég hugsa um hann." En svo fór nú að lokum að þau náðu saman og giftust og stofnuðu sitt heimili og virtust nokkuð hamingjusöm, en hún hélt uppteknum hætti var í partýjum hingað og þangað og hann sat heima og passaði börnin. Þegar hann var eitt sinn spurður um það hvort honum mislíkaði ekki þetta svaraði hann með bros á vör. "Svona er víst bara nútíminn að mér skilst, ungar konur verða víst að fá að skemmta sér aðeins án þess að vera alltaf með eiginmannin með sér." Það þar varla að taka það fram að þetta hjónaband endaði með skilnaði fyrir nokkrum árum og eins og áður sagði býr konan á Eyrarbakka en maðurinn býr í Keflavík.
Það hefur lengi loðað við Vestfirðinga að stytta nöfn manna og tengja þá foreldrum sínum sbr. Guðjón Arnar Kristjánsson gengur alltaf undir nafninu Addi Kidda Gau sem á að tákna að Guðjón (Addi) sé sonur Kristjáns Guðjónssonar. Annað dæmi get ég nefnt að á Bíldudal bjuggu lengi hjón sem nú eru bæði látinn og hétu Högni og Jóna. Hann var alltaf kallaður Högni hennar Jónu og hún Jóna hans Högna, maður sem var nýfluttur til Bíldudals og var að vinna á skrifstofu hjá mér, var að velta þessu fyrir sér og ekki lagaðist málið fyrir honum þegar stelpurnar á skrifstofunni fóru að útskýra þetta betur fyrir honum, Högni var nefnilega Högni hennar Jónu hans Högna.
Flokkur: Spaugilegt | Breytt 30.7.2008 kl. 06:12 | Facebook
Færsluflokkar
Eldri færslur
2010
2009
2008
2007
2006
Tenglar
Ýmsir tenglar
- Arnfirðingur
- Bíldudalur
- Bolungarvík
- Bæjarins besta á Ísafirði
- Guðrún Rebekka Jakobsdóttir Edinborg
- Falið vald
- Flateyri
- Frjálslyndi flokkurinn
- Ísafjörður
- Júdit Krista Jakobsdóttir, Bíldudal
- Kristinn Ásgeirsson, Danmörku
- Kristinn H. Gunnarsson
- KVÓTASVINDLIÐ MITT
- Mats Wibe Lund
- Óvinir Ísland
- Skipamyndir Þorgeir Baldursson ljósmyndari
- Suðureyri
- Strandabyggð
- Súðavík
- Tálknafjörður
- Tíðis-fréttavefur
- Vesturbyggð
- VÍSIR.IS
SKIPAMYNDIR
- Fiskistofa Ýmsar upplýsingar
- Gísli Reyisson Aflafréttir
- Hafþór Hreiðarsson Skipamyndir
- Ragnar í Grindavík Skipamyndir
- Skip.is Ýmsar upplýsingar
- Þorgeir Baldursson SKIPAMYNDIR
- http://
Bloggvinir
- Adda bloggar
- Ágúst H Bjarnason
- Albertína Friðbjörg
- Alma Jenny Guðmundsdóttir
- Anna
- Anna Guðný
- Anna Heiða Stefánsdóttir
- Anna Pálsdóttir! :)
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Apamaðurinn
- Arinbjörn Kúld
- Ásgerður Jóna Flosadóttir
- Arnlaugur Helgason
- Arnþór Helgason
- Ársæll Níelsson
- Ásdís Rán
- Ásgeir Jóhann Bragason
- Ásgeir Kristinn Lárusson
- Ásgeir Sveinsson
- Axel Jóhann Axelsson
- Baldur Smári Einarsson
- Baldvin Jónsson
- Bara Steini
- Birgitta Jónsdóttir
- Birna M
- Bjarney Bjarnadóttir
- Bjarni Baukur
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Bjarni Kjartansson
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Bjarki Þór Guðmundsson
- Bjarki Steingrímsson
- Björgvin S. Ármannsson
- Björgvin Guðmundsson
- Björn Leví Gunnarsson
- Björn Finnbogason
- Bragi Sigurður Guðmundsson
- Bragi Sigurðsson
- Hommalega Kvennagullið
- Bwahahaha...
- Davíð Pálsson
- Davíð S. Sigurðsson
- Didda
- Dunni
- Edda Agnarsdóttir
- Edda Sveinsdóttir
- Eggert Þór Aðalsteinsson
- Egill Jón Kristjánsson
- egvania
- Einar B Bragason
- Einar Kristinn Guðfinnsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Eiríkur Sjóberg
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Emil Örn Kristjánsson
- J. Einar Valur Bjarnason Maack
- Elín Margrét Guðmundsdóttir
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Eyjólfur Ingvi Bjarnason
- FF
- FLÓTTAMAÐURINN
- Faktor
- Fannar frá Rifi
- Finnur Bárðarson
- Fjarki
- Friðrik Höskuldsson
- Frjálshyggjufélagið
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Georg Birgisson
- Gestur Guðjónsson
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Gunnar Þór Ólafsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðjón Heiðar Valgarðsson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Guðjón Ó.
- Guðmundur St Ragnarsson
- Guðmundur Zebitz
- Guðni Gíslason
- gudni.is
- Guðrún Hafdís Bjarnadóttir
- Guðrún Jónína Eiríksdóttir
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðrún Una Jónsdóttir
- Guðrún Helgadóttir
- Guðrún S Hilmisdóttir
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Sigurðsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Haffi
- Hafrún Kristjánsdóttir
- Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
- Halla Rut
- Halldór Sigurðsson
- Halldór Örn Egilson
- Hallgrímur Guðmundsson
- Hallur Magnússon
- Haraldur Bjarnason
- Haraldur Davíðsson
- Haraldur Haraldsson
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Heiður Helgadóttir
- Helga Dóra
- Helga Sigrún Harðardóttir
- Helga Þórðardóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Himmalingur
- Hilmar Sæberg Ásgeirsson
- hilmar jónsson
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Hjalti Sigurðarson
- Hjartagullin mín
- Hinrik Þór Svavarsson
- Hörður B Hjartarson
- Hlekkur
- Huld S. Ringsted
- Hólmdís Hjartardóttir
- Hrannar Baldursson
- Hrannar Björn Arnarsson
- hreinsamviska
- Hulda Haraldsdóttir
- Hörður Halldórsson
- Hörður Hilmarsson
- Hvíti Riddarinn
- Ingunn Jóna Gísladóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jakob Kristinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Jens Guð
- Jens Sigurjónsson
- Jóhannes Jónsson
- Jóhanna Fríða Dalkvist
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Jóhannes Ragnarsson
- Jóhannes Þór Skúlason
- Jón Baldur Lorange
- Jón Halldór Eiríksson
- Jón Kristófer Arnarson
- Jón Finnbogason
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Ólafur Vilhjálmsson
- Jónína Benediktsdóttir
- Kama Sutra
- Karl Tómasson
- Karl V. Matthíasson
- Katrín
- Kjarri thaiiceland
- Kristín Katla Árnadóttir
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Konráð Ragnarsson
- Kristinn Sigurjónsson
- Kristinn Theódórsson
- Kristján Pétursson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Lilja Skaftadóttir
- Lovísa
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Lúðvík Lúðvíksson
- Lýður Árnason
- Maddý
- Magnús Þór Friðriksson
- Margrét Sigurðardóttir
- Marinó Hafnfjörð Þórisson
- Magnús H Traustason
- Marinó Már Marinósson
- Marzellíus Sveinbjörnsson
- Morgunblaðið
- Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Natan Kolbeinsson
- Níels A. Ársælsson.
- Ólafía Margrét Guðmundsdóttir
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Tryggvason Þorsteinsson
- Ólafur Ragnarsson
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Ólafur Tryggvason
- Ólöf Jóhanna Pálsdóttir
- Ólöf de Bont
- Óskar Helgi Helgason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Paul Nikolov
- Páll Höskuldsson
- Páll Vilhjálmsson
- Pjetur Stefánsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- percy B. Stefánsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Rafn Gíslason
- Ragnar Borgþórs
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Ragnhildur Jónsdóttir
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Regína R
- Ruth
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Samtök Fullveldissinna
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
- Sigurður Sigurðsson
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
- Sigríður Hafdís Þórðardóttir
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir
- Sigurður Haukur Gíslason
- Sigurður Jón Hreinsson
- Sigurður Jónsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jónsdóttir
- Snorri Bergz
- Sigurjón Sveinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- Steinþór Ásgeirsson
- Svartagall
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Einarsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Sólveig Aradóttir
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- TARA
- Tiger
- Tinna Eik Rakelardóttir
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valbjörn Júlíus Þorláksson
- Valdimar Leó Friðriksson
- Valan
- Vefritid
- Vestfirðir
- Viggó H. Viggósson
- Vilborg Auðuns
- Þórbergur Torfason
- ÞJÓÐARSÁLIN
- Þórhallur Heimisson
- Þórhallur Pálsson
- Þórarinn Þ Gíslason
- Þórður Björn Sigurðsson
- Þórður Helgi Þórðarson
- Þórir Kjartansson
- Þórólfur S. Finnsson
- Þór Jóhannesson
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Jón V. Þorsteinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 801066
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nýjustu færslur
- 24.1.2010 Jakob Kristinsson er látinn.
- 21.1.2010 Spakmæli dagsins
- 21.1.2010 Obama
- 21.1.2010 Icesave
- 21.1.2010 Mótmælendur ákærðir
- 21.1.2010 Norwegian
- 21.1.2010 Kaninn og RÚV
- 21.1.2010 Látinn laus
- 21.1.2010 Kína
- 21.1.2010 Hvað vill félagsmálaráðherra?
30 dagar til jóla
Nýjustu færslurnar
- Atskákmótið; Markús Orri Akureyrarmeistari.
- Framsókn
- Lét sér fátt um finnast
- Model í Mynd
- Að ganga í takt með hryðjuverkum Íslamista.
- Kosturinn við aðild afhjúpaður
- Mun vinstrið sigra í kosningunum?
- Þegar stutt er í kosningar!
- Viðreisn er fyrst og síðast fullveldisafsalsflokkur
- Yfirburðir Digital Radio Mondiale (DRM) yfir hefðbundið FM-útvarp
Athugasemdir
Gaman að þessum sögum Jakob minn. Takk fyrir þær.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.5.2007 kl. 13:53
Takk fyrir sögurnar. Eigum við von á fleiri góðum?
Guðrún Magnea Helgadóttir, 2.5.2007 kl. 17:36
Já vonandi finn ég eitthvað til að bæta við. Það verður að vera smá húmor og gamansemi með ekki eintómt þras um fortíðina, því við eru að horfa til framtíðar ekki satt?
Jakob Falur Kristinsson, 2.5.2007 kl. 20:07
þessi frásögn um konuna frá Hveragerði segir allt sem segja þarf um þig, þú ert að upphefja sálfann þig á hennar kostnað, EKKI ER HÚN ÞJÓFUR ! Þó hún búi á Eyrabakka er hún ekki á Litla-Hrauni!
Aðgát skal höfð í nærveru sálar. Hún er góð sál, blessuð konan og á ekki að þurfa að vita af svona umtali, ef að þú hefur heila hugsun, taktu þá þessar frásagnir út af blogginu þínu.
Ragnheiður Eggertsdóttir 15.5.2007 kl. 17:22
Ég er ekki að upphefja mig á kosnað eins eða neins. og þessi skrif þín lýsa best þinni heimsku. Þú virðist vera velkunnug á Litla Hrauni og vita vel hverjir þar búa, ekki veit ég það hef aldrei komið þangað. Ég veit það ekkert síður en þú að þessi kona er góð sál, en hinsvegar kemur þér ekkert við hvað ég skrifa á mína bloggsíðu, ég geri það undir mínu rétta nafni ég er ekki kjarklaus aumingi eins og þú sem ekki þorir að koma fram undir þínu rétta nafni. Meiri lákúru og aumingjaskap er varla hægt að finna. Ég hef heila hugsun í lagi en efast um að þú hafir það og hvaða helvítis þjófakjaftæði ert þú að blaðra um? Það er varla að ég nenni að svara svona aumingja fröken IP-tala eitthvað og farðu bara lóðtétt til andskotans því þar áttu heima með sóma, miðað við þín skrif.
Jakob Falur Kristinsson, 17.5.2007 kl. 18:20
Ég veit ekki betur hr. Jakob en að þegar ég skrifa athugasemd þá set ég inn emailið mitt, það getur vel verið að ég eigi að fara til andskotans og að ég lendi þar einhverntímann, EN sumir eru það illa gerðir að það vill enginn taka við þeim hvorki uppi né niðri. Ef að konan er svona góð vinkona þín, viltu þá ekki fara rétt með sögurnar. Fólki hefur bara ofboðið skrif þín um hana VINKONU þína!!
Og þar sem að bloggið þitt er opinbert þá verður þú að taka allri gagnrýni, góðri eða slæmri. Ég get ekki skilið hvað þú færð út úr því að rakka mig niður.
Ragnheiður Eggertsdóttir 18.5.2007 kl. 11:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.