1. maí

Nú er komin 1. maí sem er hátíðardagur hins vinnandi manns og óska ég öllum til hamingju með daginn.  Hjá mér er ekki mikið til að halda upp á, þar sem ég er 75% öryrki verð ég að horfa í hverja krónu til að getað lifað hvern mánuð.   Það hefur verið erfitt hjá okkur öryrkjum að berjast fyrir bættum kjörum, ekki getum við farið í verkfall og þeir samningar sem gerðir hafa verið við ríkisvaldið hafa oftar en ekki endað fyrir dómstólum þar sem ekki hefur verið ætlun ríkisstjórnar að standa við þá.  Þegar ég fór fyrst á örorkubætur taldi ég mig vera nokkuð vel settan því ég hafði sl. 30 ár haft mjög góðar tekjur að meðaltali 500 til 800 þúsund á mánuði og þar af leiðandi greitt mikið í lífeyrissjóði.  Svo þegar ég fór að fá bætur frá Tryggingastofnun brá mér heldur betur því þær voru svo miklu minni en ég hafði lesið mig til um og þegar ég leitaði skýringa var mér tjáð að það sem ég taldi mig eiga sem sparnað þ.e. lífeyrissjóðinn var notað til að lækka mínar bætur auk þess sem hann var skattlagður að fullu.  Eftir að ég lenti í slysinu fékk ég greitt frá Sjúkrasjóði Vélstjórafélags Íslands um 200 þúsund á mánuði í 18 mánuði og vissi ekki um að TR kæmi það neitt við, því þetta var sjóður sem hluti af mínum launum sem vélstjóri rann í.  En annað átti nú eftir að koma á daginn því löngu seinna fékk ég bréf frá TR þar sem mér er tilkynnt að ég skuldi þeim um 2,5 milljónir og beðinn vinsamlegast að greiða þetta sem fyrst.  Það var augljóst að ég gæti aldrei borgað þetta, en með góri aðstoð forstöðukonu umboðs TR í Keflavík gat ég samið um að ekki yrði tekið af mér nema 9 þúsund á mánuði uppí skuldina og mun þetta taka mig 23 ár að greiða þetta en þá verð ég orðinn 70 ára.  Ég fékk auðvitað slysabætur sem ég notaði til að kaupa mér íbúð og bíl því ég neyddist til að flytja frá Bíldudal til þess að getað stundað sjúkraþjálfun og vera nær öruggari læknisþjónustu.  Er ég nú með í tekjur tæpar 130 þúsund eftir skatta og skerðingar.  Af þessari upphæð þarf ég að greiða rúmar 60 þús. af íbúðinni og þá er eftir að greiða rafmagn, síma, sjónvarp, rekstur á bíl, lyf, heimilisaðstoð ofl.  Er þá ekki stór upphæð eftir til að lifa af og oft eru síðustu dagar mánaðarins þannig að ég er að skrapa saman allt klinnk sem ég finn, safna flöskum og dósum til að fara með í endurvinnslu.  Ekki hef ég efni á að fara í bíó, leikhús, kaupa mér föt, ferðast eða fara út að borða eða veita mér nokkurn skapaðan hlut.  Ég þarf að leita á náðir Fjölskylduhjálpar Íslands og Mæðrrastyrksnefndar og standa þar í biðröðum til að fá úthlutað mat og notuðum fötum og mér finnst ég ekki vera fullgildur þegn í þessu þjóðfélagi, ég þarf meira að segja að spara að nota bílinn minn vegna þess hvað bensínið er orðið dýrt.  Eins og ég sagði hér að ofan hafði ég áður mjög lengi góðar tekjur og var oft á meðal hæðstu skattgreiðendum á Vestfjörðum og tel mig hafa skilað góðum hlut í þjóðarbúið og finnst ég ekki eiga þetta skilið.  Svo kemur líka annað til, að þegar maður hefur lengi haft góðar tekjur og hefur ekki þurft að hafa áhyggjur af fjármálum en fellur síðan svona niður í tekjum tekur það dálítinn tíma að aðlagast svona breyttum aðstæðum.  Því ef eitthvað óvænt kom upp á hér áður, hringdi maður bara í bankann sinn og fékk aðstoð ekkert mál. en núna gengur það ekki lengur, þegar maður gerir bankanum grein fyrir sínum tekjum, er vonlaust að fá aðstoð.  Ég bara spyr er þetta þjóðfélag eins og við viljum hafa hlutina?  Svarið er að sjálfsögðu NEI og aftur NEI.  Þessa ríkisstjórn VERÐUR að fella í kosningunum 12. maí n.k. svo hægt verði að mynda hér velferðastjórn, burt með Íhaldið og Framsókn.  Það er sorgleg staðreynd að vera búinn að berjast og berjast til að ná eitthverri heilsu aftur og gefast aldrei upp að sú spurning komi oft upp í hugann að sennilega hefði verið betra að lifa þetta slys ekki af og þurfa ekki að sitja í þessari súpu sem ég er í.  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband