7.5.2007 | 11:09
Örlítið meira grín
Símskeytið
Maður nokkur úr Ísafjarðadjúpi fór til Reykjavíkur, einhvern tíman milli 1920-1930 að leita sér að vinnu en þá var mjög dauft yfir atvinnuástandi á Ísafirði og erfitt að fá vinnu þar. Hann varð óvenju heppinn þegar hann kom til Reykjavíkur því að á línuveiðarann Sigríði vantaði mann vegna óvæntra forfalla. Á þessum árum vori öll samskipti milli landshluta með öðrum hætti en í dag, fólk notaði mikið símskeyti og reyndi að hafa þau mjög stutt, en það var ódýrasti kosturinn. Þegar þessi annars ágæti maður er búinn að fá plássið á skipinu sendi hann konu sinni eftirfarandi símskeyti:
"Er á Sigríði, sendu mér sængina strax."
Merkismenn
Kristján Jónsson frá Garðsstöðum var einn af þeim íbúum Ísafjarðar sem settu svip á bæjarlífið. Hann tók mikinn þá í félagsstörfum og gengdi fjölda trúnaðarstarfa. Hann var einstaklega mikill framsóknarmaður. Hann fór eitt sinn á aðalfund SíS sem haldinn var á Bifröst, að fundi loknum fer Kristján út og sér að nánast öll bílastæði voru full af bílum og þó nokkrir af sömu gerð og bíll Kristjáns en hann átti Willys jeppa og gat hann ómögulega munað númerið á sínum bíl og fann hann hvergi. Fór hann þá inn aftur og beið lengi þangað til allir voru farnir og stóð þá aðeins einn bíll eftir af Willys gerð og var hann þá öruggur að þetta væri hans bíll og tók hann og ók af stað heim, en kom við í Hreðavatnsskála og ætlaði að fylla bílinn af bensíni og þegar hann kemur inn í skálann biður hann um að láta fylla bílinn af bensíni frá Esso. Sá sem var við afgreiðslu sagði að þeir væru aðeins með bensín frá BP. Nei, nei sagði Kristján ég vil ekki sjá það, ef ég get ekki fengið bensín frá Esso ek ég frekar bensínlaus og gekk snúðugur út. Hann komst til Búðardals á því bensíni sem eftir var á bílnum og þar var sko kaupfélag með sitt Esso bensín og lifnaði þá heldur betur yfir Kristjáni. Af því að ég nefndi hér áður aðalfund SÍS þá má ég til með að segja frá því sem frægt var, að Erlendur Einarsson forstjóri SÍS sleitt alltaf aðalfundunum á sama hátt. Hann þakkaði fundarmönnum fyrir fundarsetuna og óskaði þeim sem lengst væru að komnir góðrar ferðar heim.
Eiríkur Þorsteinsson sem á sínum tíma var kaupfélagsstjóri á Þingeyri 1932-1960 og var maður sem sópaði af hvar sem hann fór. Hann var harðduglegur, mikill bókhaldsmaður, afkastamaður á skrifstofu og skrifaði manna best rithönd og fljótur að taka ákvarðanir og markaði stór spor í uppbyggingu og atvinnulíf á Þingeyri. Hann sat á Alþingi 1952-1959 fykir V-Ísf. Hann tók við Kaupfélagi Dýrfirðinga á algerum brauðfótum og breytti því í öflugt fyrirtæki. Eins og oft er með slíka menn var hann alltaf að flýta sé og ók bílum sínum þannig að eins og um væri að ræða sjúkraflutningsbifreið þvílíkur var hraðinn. En hann átti yfirleitt góða og kraftmikla bíla. Hann notaði áfengi mjög lítið en ef það kom fyrir þá gekk hann að því eins og hverju öðru starfi og var ekkert að tvínóna við það og þegar flaskan var búinn sem ekki tók langan tíma. Þá var það einfaldleg eins og hvert annað mál sem búið var að afgreiða og leið þá alltaf langur tími þar sem hann hafði enga löngun í vín.
Einhverju sinni er Eiríkur er að aka norður yfir Gemlufallsheiði, sem oftar og var að flýta sér þá kemur Willys jeppi á móti honum og situr þar undir stýri Kristján Jónsson frá Garðstöðum. Honum þykir ferðin á Eiríki það mikil, að hann tekur ekki þá áhættu að mæta honum á veginum, heldur ekur rakleitt út í móa. Þegar Eiríkur sér að bílinn ekur útaf veginum snarbremsar hann og stígur út úr bíl sínum. Kristján gerir slíkt hið sama, tekur ofan hattinn, hneigir sig og segir "Hvað get ég gert fleira fyrir þig?" Ekki er vitað hverju Eiríkur svaraði.
Málverkasýningin
Þeir félagar Jón Kr. Ólafsson, söngvari og Hafliði Magnússon, fjöllistamaður héldu saman málverkasýningu í félagsheimilinu á Bíldudal. Mikill fjöldi fólks mætti á sýninguna og kom margt manna af öðrum fjörðum. Þótti hún takast vel í alla staði. Kona ein á Bíldudal, nokkuð þéttvaxin og gerðarleg, kom að máli við listamennina og kvað þetta svo merkan viðburð, að frásögn af honum yrði að komast í blöðin. Það stæði líklega þér næst sagði söngvarinn. Ert þú ekki einmitt fréttarritari fyrir Morgunblaðið? Konan sem var mjög höll undir Sjálfstæðisflokkinn kvað svo vera. Bað hún söngvarann að útvega myndir af málverkunum og kvaðst hún þá semja frétt og senda Mogganum. Söngvarinn brá skjótt við og hóf filmingar á myndunum en fór þó ekki langt út fyrir eigin verk í myndatökunni. Heimtaði hann filmurnar framkallaðar með hraði og afhenti svo fréttakonunni. Hún bjó til fréttina í snatri til sendingar og póstlagði hana í ábyrgð. Samtímis skall á flugverkfall er stóð í langan tíma og varð engin hreyfing á pósti á meðan. Nokkru síðar eftir að flug var komið í lag að nýju, fylgdist söngvarinn vel með í Morgunblaðinu hvort ekki birtist fréttin um málverkasýninguna. Ekki örlaði þó á henni. Átti hann svo leið til Reykjavíkur og lét verða sitt fyrsta verk að stika niður á Morgunblað og hitti þar Styrmir ritstjóra og spurði með þjósti hvers vegna þeir hefðu ekki birt fréttina um málverkasýninguna. Styrmir sagðist kannast við málið, en þegar fréttin hefði borist hefði hún verið svo gömul orðin að ekki hefði tekið því að birta hana. Söngvaranum hitnaði enn í hamsi við þetta og sagðist krefjast ljósmyndanna til baka sem sendar hefðu verið með fréttinni. Ritstjóri taldi þær hafa lent í ruslafötunni. Gerðist nú söngvarinn rjóður og reiður yfir slíkri meðferð á merkum verðmætum og hreytti út úr sér. Hér er sýnilega öllu hent í ruslafötu jafnsnemma og það berst, jafnt verðmætu sem einskis nýtu. Ég hygg að ykkur líki náttúrlega ekki stjórnmálaskoðanir okkar Hafliða, þannig að þið viljið neitt vera að púkka upp á okkur á neinn hátt. En ég get sagt þér, að það var kona með svera sjálfstæðisbringu sem samdi fréttina, þannig að ég hélt að þið fynduð kakkske íhaldsþefinn af henni. Svona, svona, þetta er ekki pólitík sagði Styrmir. Haha segðu það öðrum en mér sagði söngvari, þaut reiður út og skellti á eftir sér (Sögn Hafliða Magnússonar).
Flokkur: Spaugilegt | Breytt 30.7.2008 kl. 06:11 | Facebook
Færsluflokkar
Eldri færslur
2010
2009
2008
2007
2006
Tenglar
Ýmsir tenglar
- Arnfirðingur
- Bíldudalur
- Bolungarvík
- Bæjarins besta á Ísafirði
- Guðrún Rebekka Jakobsdóttir Edinborg
- Falið vald
- Flateyri
- Frjálslyndi flokkurinn
- Ísafjörður
- Júdit Krista Jakobsdóttir, Bíldudal
- Kristinn Ásgeirsson, Danmörku
- Kristinn H. Gunnarsson
- KVÓTASVINDLIÐ MITT
- Mats Wibe Lund
- Óvinir Ísland
- Skipamyndir Þorgeir Baldursson ljósmyndari
- Suðureyri
- Strandabyggð
- Súðavík
- Tálknafjörður
- Tíðis-fréttavefur
- Vesturbyggð
- VÍSIR.IS
SKIPAMYNDIR
- Fiskistofa Ýmsar upplýsingar
- Gísli Reyisson Aflafréttir
- Hafþór Hreiðarsson Skipamyndir
- Ragnar í Grindavík Skipamyndir
- Skip.is Ýmsar upplýsingar
- Þorgeir Baldursson SKIPAMYNDIR
- http://
Bloggvinir
- Adda bloggar
- Ágúst H Bjarnason
- Albertína Friðbjörg
- Alma Jenny Guðmundsdóttir
- Anna
- Anna Guðný
- Anna Heiða Stefánsdóttir
- Anna Pálsdóttir! :)
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Apamaðurinn
- Arinbjörn Kúld
- Ásgerður Jóna Flosadóttir
- Arnlaugur Helgason
- Arnþór Helgason
- Ársæll Níelsson
- Ásdís Rán
- Ásgeir Jóhann Bragason
- Ásgeir Kristinn Lárusson
- Ásgeir Sveinsson
- Axel Jóhann Axelsson
- Baldur Smári Einarsson
- Baldvin Jónsson
- Bara Steini
- Birgitta Jónsdóttir
- Birna M
- Bjarney Bjarnadóttir
- Bjarni Baukur
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Bjarni Kjartansson
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Bjarki Þór Guðmundsson
- Bjarki Steingrímsson
- Björgvin S. Ármannsson
- Björgvin Guðmundsson
- Björn Leví Gunnarsson
- Björn Finnbogason
- Bragi Sigurður Guðmundsson
- Bragi Sigurðsson
- Hommalega Kvennagullið
- Bwahahaha...
- Davíð Pálsson
- Davíð S. Sigurðsson
- Didda
- Dunni
- Edda Agnarsdóttir
- Edda Sveinsdóttir
- Eggert Þór Aðalsteinsson
- Egill Jón Kristjánsson
- egvania
- Einar B Bragason
- Einar Kristinn Guðfinnsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Eiríkur Sjóberg
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Emil Örn Kristjánsson
- J. Einar Valur Bjarnason Maack
- Elín Margrét Guðmundsdóttir
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Eyjólfur Ingvi Bjarnason
- FF
- FLÓTTAMAÐURINN
- Faktor
- Fannar frá Rifi
- Finnur Bárðarson
- Fjarki
- Friðrik Höskuldsson
- Frjálshyggjufélagið
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Georg Birgisson
- Gestur Guðjónsson
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Gunnar Þór Ólafsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðjón Heiðar Valgarðsson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Guðjón Ó.
- Guðmundur St Ragnarsson
- Guðmundur Zebitz
- Guðni Gíslason
- gudni.is
- Guðrún Hafdís Bjarnadóttir
- Guðrún Jónína Eiríksdóttir
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðrún Una Jónsdóttir
- Guðrún Helgadóttir
- Guðrún S Hilmisdóttir
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Sigurðsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Haffi
- Hafrún Kristjánsdóttir
- Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
- Halla Rut
- Halldór Sigurðsson
- Halldór Örn Egilson
- Hallgrímur Guðmundsson
- Hallur Magnússon
- Haraldur Bjarnason
- Haraldur Davíðsson
- Haraldur Haraldsson
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Heiður Helgadóttir
- Helga Dóra
- Helga Sigrún Harðardóttir
- Helga Þórðardóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Himmalingur
- Hilmar Sæberg Ásgeirsson
- hilmar jónsson
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Hjalti Sigurðarson
- Hjartagullin mín
- Hinrik Þór Svavarsson
- Hörður B Hjartarson
- Hlekkur
- Huld S. Ringsted
- Hólmdís Hjartardóttir
- Hrannar Baldursson
- Hrannar Björn Arnarsson
- hreinsamviska
- Hulda Haraldsdóttir
- Hörður Halldórsson
- Hörður Hilmarsson
- Hvíti Riddarinn
- Ingunn Jóna Gísladóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jakob Kristinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Jens Guð
- Jens Sigurjónsson
- Jóhannes Jónsson
- Jóhanna Fríða Dalkvist
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Jóhannes Ragnarsson
- Jóhannes Þór Skúlason
- Jón Baldur Lorange
- Jón Halldór Eiríksson
- Jón Kristófer Arnarson
- Jón Finnbogason
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Ólafur Vilhjálmsson
- Jónína Benediktsdóttir
- Kama Sutra
- Karl Tómasson
- Karl V. Matthíasson
- Katrín
- Kjarri thaiiceland
- Kristín Katla Árnadóttir
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Konráð Ragnarsson
- Kristinn Sigurjónsson
- Kristinn Theódórsson
- Kristján Pétursson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Lilja Skaftadóttir
- Lovísa
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Lúðvík Lúðvíksson
- Lýður Árnason
- Maddý
- Magnús Þór Friðriksson
- Margrét Sigurðardóttir
- Marinó Hafnfjörð Þórisson
- Magnús H Traustason
- Marinó Már Marinósson
- Marzellíus Sveinbjörnsson
- Morgunblaðið
- Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Natan Kolbeinsson
- Níels A. Ársælsson.
- Ólafía Margrét Guðmundsdóttir
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Tryggvason Þorsteinsson
- Ólafur Ragnarsson
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Ólafur Tryggvason
- Ólöf Jóhanna Pálsdóttir
- Ólöf de Bont
- Óskar Helgi Helgason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Paul Nikolov
- Páll Höskuldsson
- Páll Vilhjálmsson
- Pjetur Stefánsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- percy B. Stefánsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Rafn Gíslason
- Ragnar Borgþórs
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Ragnhildur Jónsdóttir
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Regína R
- Ruth
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Samtök Fullveldissinna
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
- Sigurður Sigurðsson
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
- Sigríður Hafdís Þórðardóttir
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir
- Sigurður Haukur Gíslason
- Sigurður Jón Hreinsson
- Sigurður Jónsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jónsdóttir
- Snorri Bergz
- Sigurjón Sveinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- Steinþór Ásgeirsson
- Svartagall
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Einarsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Sólveig Aradóttir
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- TARA
- Tiger
- Tinna Eik Rakelardóttir
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valbjörn Júlíus Þorláksson
- Valdimar Leó Friðriksson
- Valan
- Vefritid
- Vestfirðir
- Viggó H. Viggósson
- Vilborg Auðuns
- Þórbergur Torfason
- ÞJÓÐARSÁLIN
- Þórhallur Heimisson
- Þórhallur Pálsson
- Þórarinn Þ Gíslason
- Þórður Björn Sigurðsson
- Þórður Helgi Þórðarson
- Þórir Kjartansson
- Þórólfur S. Finnsson
- Þór Jóhannesson
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Jón V. Þorsteinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 801066
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nýjustu færslur
- 24.1.2010 Jakob Kristinsson er látinn.
- 21.1.2010 Spakmæli dagsins
- 21.1.2010 Obama
- 21.1.2010 Icesave
- 21.1.2010 Mótmælendur ákærðir
- 21.1.2010 Norwegian
- 21.1.2010 Kaninn og RÚV
- 21.1.2010 Látinn laus
- 21.1.2010 Kína
- 21.1.2010 Hvað vill félagsmálaráðherra?
30 dagar til jóla
Nýjustu færslurnar
- OG ÉG SEM HÉLT AÐ AÐ "SLÁTURTÍÐINNI" VÆRI LOKIÐ..........
- Boða metnað í menntamálum
- Lögregluvald, óæskilegar skoðanir og frjáls umræða
- Bæn dagsins...
- Glitsýndin, ljóð frá 5. maí 2018.
- Reykjavíkurmódelið
- Gerum lífið betra xL
- I Want to Break Free - Óvæntir tónleikar í N-Kóreu.
- Vika í kosningaveðrið
- AÐ SJÁLFSÖGÐU MÁ LEIGJANDINN BORGA LEIGUNA MEÐ REIÐUFÉ...........
Af mbl.is
Viðskipti
- Fréttaskýring: Kanada verði land tækifæranna
- Þarf fólk að kaupa sér hraðbanka?
- Ellert nýr fjármálastjóri Merkjaklappar
- Adani ákærður fyrir mútur og svik
- Félagsbústaðir tapa án matsbreytinga
- Dana tekur yfir markaðsmál Lauf Cycles
- Kerecis-hjón fjárfesta í leiguflugi
- Vextir lækki um 175-200 punkta
- Dr. Bjarni Pálsson til Vinds og jarðvarma
- Icelandair færir eldsneytið til Vitol
Athugasemdir
Gaman að þessum sögum. Man vel eftir sögunni um Kristján frá Garðstöðum. Takk fyrir þessa frábæru skemmtun.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.5.2007 kl. 20:39
Sæll Jakob! Ég mundi ekki sofa við opinn glugga ef ég væri að upplýsa verstu meynsemd íslenska kvótakerfisins. Að upplýsa sakamál er ALVARLEGT og hefur hættu í för með sér fyrir uppljósara málanna... Farðu þér hægt! Og takk fyrir skemmtisögurnar.
Guðrún Magnea Helgadóttir, 8.5.2007 kl. 17:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.