Af gefnu tilefni

Eftir að fréttir á Stöð 2 í gær og byggð var á grein sem ég skrifaði um Kompás-þáttinn sem verið var að fjalla um svindl í kvótakerfinu, hefur verið sótt að mér úr öllum áttum og allnokkrir skrifað um mig á bloggsíðum.  Sumir hafa þakkað mér fyrir þessa grein mína en aðrir níða mig niður og ég er kallaður, fífl, glæpamaður, þjófur og einn átti ekki heitari ósk en að ég yrði handtekinn og settur í fangelsi og sektaður um háar fjárhæðir og ég veit ekki hvað og hvað ég á að vera.  Tilgangur minn með þessari grein var ekki eingöngu að játa eigið svindl í kvótakerfinu, heldur líka að vekja athygli manna á því að þegar afli er rangt skráður skekkist reiknigrunnur Hafró verulega og tillögur um afla eru þá ekki byggðar á röngum upplýsingum.  Þetta er líka ósköp einfalt reiknisdæmi sem lítur svona út:

Eftir því sem meiri afli er rangt skráður = Lægri verða tillögur Hafró um afla. 

Það er þetta atriði sem ég tel skipta mestu máli en ekki hvað kostað hefði að leigja það sem ekki er rétt skráð.  Kannski týndust aldrei hin frægu 600 þúsund tonn af þorski heldu hefur Hafró verið að reikna út frá röngum forsendum.  Ég ætla ekki að afsaka það sem ég gerði og það var mitt val að koma fram undir mínu nafni og líka vil ég benda á að þótt ég hafi brotið lög um stjórn fiskveiða þá skilaði þetta verðmætum í þjóðarbúið því ALDREIvar stundað brottkast á þeim skipum sem ég gerði út. og hvað varðar þennan fræga gám með þorskflökum sem seldur var í Englandi framhjá kerfinu, þá voru þeir peningar nýtt í skemmtiferð 100 manna starfsliðs+makar til Belgíu og nær allt þetta fólk var búið að þræla við að vinna fisk frá því það var unglingar og mér fannst að þetta fólk sem búið var að afla þjóðarbúinu mikilla tekna árum saman eiga það fyllilega skilið að njóta einhvers góðs af þessari sameiginlegu auðlynd þjóðarinnar þótt þyrfti aðeins að hagræða hlutunum.  Það finnst sumum þetta vera glæpur en er allt í lagi að sumir menn braski svo mikið með kvóta að þeir geti keypt sér heilt fjall bara til þess eins að hafa fallegra útsýni úr sumarbústaðnum sínum í friði eins og dæmi er úr Borgarfirði, ef slíkt telst eðlileg nýting á okkar sameiginlegu auðlynd, er dómgreind hjá sumum orðin eitthvað skrýtinn.

Það hafa margir haft samband við mig og spurt mig að því hvort ég gæti ekki komið því á framfæri að tveir þingmenn og annar er ráðherra og báðir heita Einar, tengdust því sem ég var að skrifa um, ég hef harðneitað að blanda þeim sem hafa reynst mér vinir í það sem ég er að játa sakir á mig.  Til að útskýra þetta aðeins betur vil ég taka fram að Þegar Einar Kristinn var útgerðarstjóri í Bolungarvík voru líka rekin önnur fiskvinnslufyrirtæki á staðnum en það sem Einar starfaði við og auk þess var hann farinn að starfa mikið í pólitíkinni og hefur varla haf mikinn tíma lausan fyrir utan störf sín við fyrirtækið og pólitíkina, að hann hafi haft möguleika á að vera mikið á bryggjunum á kvöldin þegar bátarnir voru að landa.  Hvað varðar Einar Odd þá var svipað ástatt hjá honum.  Þegar hann var að reka sitt fyrirtæki á Flateyri voru þar a.m.k. tvö önnur fiskvinnslufyrirtæki á staðnum og hann var líka að starfa mikið í félagsmálum og sem formaður Vinnuveitendasambandsins tók það mikinn tíma frá honum.  Þannig að hann hefur ekki haft tök á að vera á bryggjunni á Flateyri á hverju kvöldi.  Og ef einhverjum dettur í hug að reyna að blanda þessum tveimur heiðursmönnum inní það sem ég er að skrifa og upplýsa, mun ég verða fyrstur manna þeim til varnar.  Þótt ég talaði um fyrirtæki á Vestfjörðum var hvorugt þeirra fyrirtækja sem þeir nafnar störfuðu hjá í þeim hópi.

Sumir eru svo harði gagnvart þessari grein minn og krefjast þess að ég verði dæmdur þyngstu refsingu og má hver hafa sína skoðun á því í friði.  En í raun og veru hefur mér og þeim sem komu að þessu máli verið refsað af þeim sem yfir okkur öllum ræður og er refsingin þessi:

1.   Vigtarmaðurinn á Bíldudal sem getið er um varð bráðkvaddur nokkru eftir að okkar samstarfi lauk.  Maður á besta aldri.

2.   Umboðsmaðurinn sem aðstoðaði mig í Englandi fékk hjartaáfall fyrir nokkrum árum og andaðist skömmu síðar.

3.   Ég lendi haustið 2003 í alvarlegu slysi á sjó og er í dag 75% öryrki mikið fatlaður og get enga vinnu stundað.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jakob láttu engan hafa áhrif á þig minn kæri.  Ég segi bara einn fyrir alla og allir fyrir einn.  Hvað er við tækjum okkur saman mörg og játuðum á okkur svona glæpi ? Þetta er svo ógeðsleg valdníðsla að ég á ekki orð. Svei því bara.  Og ég MEINA ÞAÐ:

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.5.2007 kl. 23:47

2 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Ég þakka þér drengileg svör og hreinskilin.

Það er nefnilega svo og þekkt staðreynd, að hvergi er hættulegra að tjá sig um ólögleg athæfi en úr hópi þeirra sem mikil auðævi eiga að verja.

Þetta er þekkt úr undirheimunum, þegar menn, sem kjöftuðu frá fengu ,,Sikileyskt bindi"  Skornir á háls, tungan úrskorin og setti í hálssárið.  Svona er auðvitað ekki gert he´rlendis en öðrum aðferðum er hægt að beita, svo sem koma í veg fyrir fyrirgreiðslu og tala menn niður.

Hvernig ætli Kidda vegni á Bakkafirði?

Þegar menn þurfa að verja mikla hagsmuni er mjög langt um seilst, svo mun um allar jarðir.

Kvótakóngarnir munu auðvitða gera eins lítið úr öllu svonalöguðu og þeir geta og munu fyrst reyna að gera litið úr mönnum, sem þeir munu kalla sára tapara.  Það virkar vel á hópsálir.

ÞAkka þér svo aftur fyrir drengileg orð í garð Einarana.  Þarna þekki ég fólkið þitt. 

Heiðarlegt dugnaðarfólk.

Þinn fyrrum nágranni frá Tálknafirði

 Núverandi

Miðbæjaríhald

Bjarni Kjartansson, 11.5.2007 kl. 09:03

3 Smámynd: Magnús Þór Hafsteinsson

Sæll Jakob.

Pistill þinn hér fyrir ofan varð mér tilefni til hugleiðingar í gær.

Magnús Þór Hafsteinsson, 11.5.2007 kl. 11:39

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jakob ég sendi þér knús og kærleika.  Við munum vinna sigur, réttlætið mun sigra.  Við skulum allavega standa saman um að vinna bug á óréttlætinu.  vertu hughraustur vinur minn. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.5.2007 kl. 21:56

5 Smámynd: Þórir Kjartansson

Þó ég hafi aldrei komið nálægt sjávarútvegi, dylst mér ekki það gífurlega óréttlæti sem kvótakerfið og frjálsa framsalið hefur leitt af sér. Það er bara vonandi að þessi umræða nú haldi áfram og virkilega verði flett ofan af ósómanum sem þessu fylgir. Það er með ólíkindum að heyra þegar fólk er með ásakanir um lögbrot í þessu fáránlega kerfi. Lög sem beinlínis neyða fólk til að brjóta þau eru auðvitað ekkert annað en ólíðandi ólög.

Þórir Kjartansson, 12.5.2007 kl. 09:28

6 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Þakka þér innilega fyrir hlý orð í minn garð Ásthildur mín, ég met þau mikils og eru mér hvatning til að verjast þeim árásum sem á mér hafa dunið að undaförnu.  Ég er enginn bjáni og óttast ekkert þótt einn aumingi sem á að kallast framkvæmdastjóri LÍÚ sé aðeins að reyna að sýna klærnar.  Ég á mörg tromp eftir og ef ég neyðist til mun ég spila þeim út og þá verður fyrst alvöru sprengja og verður þá áðurnefndur framkvæmdastjóri fljótur að naga af sér klærnar ef ekki alla hendina.  Því það er gömul saga og ný að sannleikurinn sigrar alltaf að lokum, en lygarar og falshundar liggja ú valnum í djúpum skít. 

Jakob Falur Kristinsson, 12.5.2007 kl. 20:39

7 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Þakka þér fyrir þín skrif Bjarni minn og þótt ég skrifi mínar hugleiðingar læt ég ekki nota mig til að gera mönnum tækifæri til að nýðast á mínum vinum og þar á ég við þá nafna að vestan.  Ég reyni að vera heiðarlegur í mínum skrifum og ætla að taka á mig þá ábyrgð sem því fylgir, en ef menn halda að ég sé einhver leikbrúða sem nota megi til að rægja aðra menn, að ég tali nú ekki um þegar í hlut eiga menn sem hafa reynst mér góðir vinir er vonlaust að ræða slíkt við mig.  Ég er enginn bjáni.

Þótt við Bjarni deildum oft um stjórnmál hér áður fyrr, vona ég að þú sért í þeim hópi sem ég get kallað mína vini.

Hafðu það gott minn kæri og vegni ér vel í framtíðinni.

Kveðja,

Jakob Kristinsson

Jakob Falur Kristinsson, 13.5.2007 kl. 10:19

8 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Þú veist það vel, að ég dreg ekki vini mína  í dilka, eftir stjórnmálaskoðunum, heldur mannskap.

Í þér er mikill mannskapur, bæði áður, þegar heilsan var góð og enn, þó svo líkamleg heilsa hafi laskast er heilinn og sinnið í góðu lagi.

Ef þig vantar lið, nefndu mnafn mitt ef lítið liggur við.

Þinn vinur

Bjarni Kjartansson

Miðbæjaríhald

Bjarni Kjartansson, 14.5.2007 kl. 08:56

9 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Þakka þér fyrir  Bjarni minn, métr líður strax betur að vit að ég á þig og, ég veit að þú ert ekki áhrifalaus maður í okkar þjóðfélagi og gott að eiga þig að ef á þarf að halda.  Nú eru kosningarnar liðnar og þjóðinn hefur sagt sitt og þar með er óþarfi að blanda mími, skrifum í samband við kosningaáróður.  Mitt fyrsta verk í gær var að hringja í Einar Odd og óska honum til amingju að hafa haldið sínu þinsæti.

Kveðja,

Öryrkinn í Sandgerði.

Jakob Falur Kristinsson, 14.5.2007 kl. 09:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband