Flateyri

Mikið hefur verið í fréttum sá mikli vandi sem blasir við á Flateyri.  Bæjarstjóri Ísafjarðar ætlar aldeilis að taka hraustlega á málum en að sjálfsögðu þarf fyrst að skipa nefnd eða teymi eins og hann orðar það og jafnvel ráða starfsmann og setja upp skrifstofu með tilheyrandi.  Hann hreykir sér af því hve vel hafi tekist til á Þingeyri á sínum tíma og auðvelt verði að endurtaka þann leik.  En nú er háttvirtur bæjarstjóri aðeins kominn á villigötur.  Það er alveg rétt að aðgerðirnar á Þingeyri tókust nokkuð vel en óvíst að sá leikur verði leikinn aftur af eftirtöldum ástæðum:

Allur byggðakvóti sem Ísafjarðarbær fékk úthlutað á þeim tíma var settur á Þingeyri og til samstarfs kom fyrirtækið Vísir hf. í Grindavík sem lagði fram svipaðan kvóta á móti og síðan var stofnað Fyrirtækið Fjölnir hf. og Auk Vísis hf. gerðist Byggðastofnun stór hluthafi og veitt einnig lán til að kaupa aflakvóta.  Allt sem Byggðastofnun gerði kom til vegna baráttu Kristins H. Gunnarssonar sem þá var stjórnarformaður Byggðastofnunar, það voru ekki verk bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar.  Ástæða þess að Vísir hf. var viljugt til að koma þarna að málum var bæði að þeir sáu möguleika á að auka við sinn kvóta og ekki síst að aðaleigandi Vísis hf. er frá Þingeyri og bar miklar taugar til síns gamla heimabæjar.  Fjölnir hf.  hefur haldið uppi mikilli vinnslu á Þingeyri sem ber að þakka.  Aftur á móti mun Fjölnir hf. hafa verið rekinn með tapi fram á sl. ár en þá  skeður það að Byggðastofnun ákveður að selja sinn hlut í fyrirtækinu og kaupandinn var auðvitað Vísir hf. og þar sem alltaf hafði verið tap á Fjölnir hf. voru bréf Byggðastofnunar seld á nafnverði.  Nú er þetta fyrirtæki alfarið í eigu Vísis hf.  Og spurning hvenær verður það sameinað Vísir hf.   Og hvað skeður þegar aðaleigandinn Páll Jónsson sem er orðinn aldraður maður fellur frá og afkomendur vilja fá sinn arf?  Fjölnir gerir ekki út neitt skip þótt eitt af skipum Vísis hf. sé skráð á Þingeyri eru allar aflaheimildir Fjölnis komnar til Grindavíkur.  Nú er Kristinn H. Gunnarsson ekki lengur stjórnarformaður Byggðastofnunar heldur orðinn þingmaður Frjálslynda flokksins og  berst af öllum sínum krafti gegn núverandi kvótakerfi en Halldór Halldórsson bæjarstjóri harður stuðningsmaður kvótakerfisins sem í annað sinn er að rústa afkomu fólks í hans bæjarfélagi.  Því það sem skeði á Þingeyri og er aftur að ske á Flateyri er bein afleiðing af þessu heimsins besta fiskveiðistjórnunarkerfi eins og sjálfstæðismenn kalla þetta arfavitlausa kvótakerfi. Ég er hræddur um að erfitt verði fyrir Halldór bæjarstjóra að bjarga Flateyri með sömu aðferð og notuð var á Þingeyri

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Hvað vitum við nema það sé búið að plotta einhvern gæðinginn út og sami leikurinn verði endurtekinn með aðstoð stjórnvald.Ég get sagt þér það að ég er farinn að trúa hverju sem er upp á ráðamenn þjóðarinnar. Svona til málamynda verður skipuð nefnd sem mönnuð verður einhverjum útvöldum gæðingum og ef einhver niðurstaða fæst verður hún svo arfavitlaus að venjulegt fólk þarf að fá aðstoð frá túlk til að komast í gegnum þann texta.

Hallgrímur Guðmundsson, 23.5.2007 kl. 21:25

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Sammála, þetta mál verður svæft og niður staðan verður ein skýrslan enn, fullu af bulli sem enginn skilur og þá verður hinn mikli bæjarstjóri ánægður.  Skýrsla og aftur skýrsla, þjónar þessum mönnum best.  Nóg að pappír og aftur pappír er vel þekkt frá hinu gamla sovétstjórnskipulagi og svo furðulegt sem það er virðist það gagnast sjálfstæðismönnum hér á landi vel.

Jakob Falur Kristinsson, 24.5.2007 kl. 08:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband