9.7.2007 | 17:15
Þoskurinn
Jæja, þá er sjávarútvegsráðherra búnir að ákveða fiskveiðikvóta fyrir næsta fiskveiði ár og er farið í einu og öllu eftir tillögum Hafró með 30% niðurskurð í þorski og aðeins heimilað að veiða 130 þúsund tonn. Nú er boltinn hjá Hafró og komið að þeim að sýna fram á að þorskstofninn komi til með að stækka og þeir viti hvað þeir eru að gera. Þetta er þeim mun alvarlegra að ekki er eingöngu verið að ræða um næsta fiskveiðiár heldur er talið að þetta ástand verði í næstu 4-6 ár. Það vita það allir sem vilja vita að við erum á undanförnum árum búin að raska lífkeðjunni í hafinu og taka ætið frá þorskinum með gengdarlausum loðnuveiðum, skrapa allar sandbleyður með dragnót og drepa þannig allt síli. Það er ekki bara þorskurinn sem fær ekki nægjanlegt æti, flestir sjófuglar eru illa haldnir vegna fæðuskorts og svo mætti lengi telja. Við höfum vanrækt að veiða hval í stórum stíl sem einnig tekur æti frá fiskinum. Ég skrifaði hér fyrr í sumar að Hafró myndi takast með sínu reiknilíkani að reikna þorskstofninn niður í 0 þótt fullt væri að þorski væri í sjónum og mun ég því miður hafa verið sannspár og spái því að á næsta fiskveiðiári verði um enn meiri skerðingu að ræða. Einfaldlega vegna þess að aðferðafræði Hafró gengur ekki upp vegna skekkju í þeim forsendum sem lagðar eru til grundvallar þeirra spám. Þessi mikli niðurskurður kemur harkalega niður á mörgum og ekki út séð hvernig margar útgerðir eiga að lifa þetta af, ég veit um útgerðarfyrirtæki sem er nýlega búið að kaupa aflaheimildir fyrir um 2 milljarða og sér nú á eftir þeim fljúga út um gluggann og munar um minna. Ríkisstjórnin er að boða mótvægis aðgerðir á þeim stöðum sem verst verða úti en þær munu því miður ekki koma að miklu gagni, talað er um bættar samgöngur, betri fjarskipt og nýjar atvinnugreinar og hefur þá verið talað um atvinnu sérstaklega fyrir konur. Rætt er um að Byggðastofnun verði efld og eigi að aðstoða fyrirtækin við að komast yfir þessa erfiðleika með því að skuldbreyta og lengja lán og jafnvel frysta greiðslur og biðla til bankana að gera slíkt hið sama en auðvitað þurfa bankarnir ekkert að fara eftir því frekar en þeir vilja, því ríkið er búið að selja þá og stjórnendur þeirra eru undir miklum þrýstingi hluthafa um aukinn arð af sínu fé eins er hætt við að bankarnir horfi til þess að veð þeirra er stöðugt að skerðast með minnkandi kvóta. En eitt hefur gleymst í þessari umræðu, en það er fólkið sem býr á þeim stöðum sem harðast verða úti og missir sína vinnu, sjómenn, fiskverkafólk ofl. hvernig á það fólk að lifa þegar engar verða tekjurnar hvað þá að borga af sínum lánum Hvað verður um verslanir á þessum stöðum, þær verða einfaldlega gjaldþrota. Hverju bættara verður þetta fólk þótt það verði eitthvað fljótara á milli staða eða að heimilistölvan verði hraðvirkari. Hvað máli skiptir fyrir fólk sem býr t.d. á Patreksfirði að vera kannski fljótara til Ísafarðar þar sem allt verður í rúst. Það bæti ekki hag neins að geta farið og horft á vandræði annarra, einnig er mikið talað um að efla menntun og fjölga háskólum. Halda menn virkilega að fiskverkunarfólk og sjómenn fari að kenna við háskóla eða stunda þar nám. Það furðulega við þetta allt er að ekki skuli hafa verið skýrt frá þessu fyrir kosningar því þá lágu þessar upplýsingar fyrir hjá Hafró og hvaða tillögur þeir ætluðu að gera og þá hefði þjóðin fengið tækifæri á að segja sitt í kosningunum en því var vandlega haldið leyndu. Hafró setur allt sitt traust á svokallað togararall þar sem togað er á sömu stöðum með sömu veiðarfærum og hefur verið gert sl. 20 ár og notaðir eru hinir svokölluðu Japanstogarar sem flestir eru orðnir yfir 30 ára gamlir og fara brátt að týna tölunni og hvað skeður þá, verður reiknilíkan Hafró eins og áður. En kannski skiptir það ekki máli því Hafró verður búin að reikna þorskstofninn niður í 0 áður en þessi skip verða ónýt. Það segja mér skipstjórar sem hafa tekið þátt í togararallinu að áður en farið er af stað verða þeir að fara á ruslahauga til að finna gamalt drasl sem aðrir eru búnir að henda því alltaf verður að nota eins veiðarfæri og síðan er togað á sömu stöðunum sömu stefnu og sömu lengd á toginu ár eftir ár burt séð frá veðurfari, straumum ofl. Það er einnig stundað svokallað netarall sem byggist á því að miðunum er skipt niður og ákveðinn netabátur leggur sama fjölda af netum á sömu stöðum ár efir ár. En nú bregður svo við að niðurstöður úr netaralli voru ekki notaðar í reiknilíkan Hafró vegna þess að aflinn var allof mikill og hefði skekkt útkomuna úr togararallinu. Það furðulega í skýrslu Hafró um ástand fiskistofna á Íslandsmiðum er fjallað um rækju og sagt að hún eigi erfitt með að ná sér á strik vegna mikillar þorskgengdar á rækjumiðunum. Hér áður fyrr var mikil rækjuveiði í Húnaflóa, Ísafjarðardjúpi, Arnarfirði ofl. stöðum en nú er þar engin rækja og hefur ekki verið í nokkur ár. Skýring Hafró er að svo mikill þorskur hafi gengið inn í þessa firði og flóa að hann hafi étið upp rækjuna. Staðan er einfaldlega þannig að Vestfirðir eru að hrynja og norðanvert Snæfellsnes er að hrynja, Norðausturhorn landsins er að hrynja, einnig syðstu firðir Austfjarða, smábátaútgerðin heyrir brátt sögunni til, því eins og sjávarútvegsráðherra orðaði það sjálfur getur ekkert komið í stað 60 þúsund tonna af þorski. Nú er að renna upp blómatími fyrir lögfræðinga þessa lands því ekkert blasir við annað en gífurlegur fólksflótti af landsbyggðinni, gjaldþrot fjölda útgerðarfélaga og Íbúðarlánasjóður og bankarnir sitja uppi með nokkur hundruð íbúðarhúsa víða um land og bankarnir eignast stóran flota fiskiskipa sem fylla hafnir landsins og ef kvótinn verður einhvern tíma aukinn aftur munu aðeins verða eftir 4-5 útgerðafyrirtæki með allan kvótann og þá í eigu erlendra aðila. Í Biblíunni er einhverstaðar talað um að mannkynið þurfi að ganga í gegnum 7 mögur ár og síðan komi 7 góð ár. Því miður getum við ekki vænst hins sama við fáum einungis mögru árin og það sorglega er að þetta eru allt mannanna verk.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Færsluflokkar
Eldri færslur
2010
2009
2008
2007
2006
Tenglar
Ýmsir tenglar
- Arnfirðingur
- Bíldudalur
- Bolungarvík
- Bæjarins besta á Ísafirði
- Guðrún Rebekka Jakobsdóttir Edinborg
- Falið vald
- Flateyri
- Frjálslyndi flokkurinn
- Ísafjörður
- Júdit Krista Jakobsdóttir, Bíldudal
- Kristinn Ásgeirsson, Danmörku
- Kristinn H. Gunnarsson
- KVÓTASVINDLIÐ MITT
- Mats Wibe Lund
- Óvinir Ísland
- Skipamyndir Þorgeir Baldursson ljósmyndari
- Suðureyri
- Strandabyggð
- Súðavík
- Tálknafjörður
- Tíðis-fréttavefur
- Vesturbyggð
- VÍSIR.IS
SKIPAMYNDIR
- Fiskistofa Ýmsar upplýsingar
- Gísli Reyisson Aflafréttir
- Hafþór Hreiðarsson Skipamyndir
- Ragnar í Grindavík Skipamyndir
- Skip.is Ýmsar upplýsingar
- Þorgeir Baldursson SKIPAMYNDIR
- http://
Bloggvinir
-
Adda bloggar
-
Ágúst H Bjarnason
-
Albertína Friðbjörg
-
Alma Jenny Guðmundsdóttir
-
Anna
-
Anna Guðný
-
Anna Heiða Stefánsdóttir
-
Anna Pálsdóttir! :)
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Apamaðurinn
-
Arinbjörn Kúld
-
Ásgerður Jóna Flosadóttir
-
Arnlaugur Helgason
-
Arnþór Helgason
-
Ársæll Níelsson
-
Ásdís Rán
-
Ásgeir Jóhann Bragason
-
Ásgeir Kristinn Lárusson
-
Ásgeir Sveinsson
-
Axel Jóhann Axelsson
-
Baldur Smári Einarsson
-
Baldvin Jónsson
-
Bara Steini
-
Birgitta Jónsdóttir
-
Birna M
-
Bjarney Bjarnadóttir
-
Bjarni Baukur
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Bjarni Kjartansson
-
Baldur Hermannsson
-
Baldur Kristjánsson
-
Bjarki Þór Guðmundsson
-
Bjarki Steingrímsson
-
Björgvin S. Ármannsson
-
Björgvin Guðmundsson
-
Björn Leví Gunnarsson
-
Björn Finnbogason
-
Bragi Sigurður Guðmundsson
-
Bragi Sigurðsson
-
Hommalega Kvennagullið
-
Bwahahaha...
-
Davíð Pálsson
-
Davíð S. Sigurðsson
-
Didda
-
Dunni
-
Edda Agnarsdóttir
-
Edda Sveinsdóttir
-
Eggert Þór Aðalsteinsson
-
Egill Jón Kristjánsson
-
egvania
-
Einar B Bragason
-
Einar Kristinn Guðfinnsson
-
Einar Sveinbjörnsson
-
Eiríkur Sjóberg
-
Elinóra Inga Sigurðardóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
Emil Örn Kristjánsson
-
J. Einar Valur Bjarnason Maack
-
Elín Margrét Guðmundsdóttir
-
Evrópusamtökin, www.evropa.is
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Eyjólfur Ingvi Bjarnason
-
FF
-
FLÓTTAMAÐURINN
-
Faktor
-
Fannar frá Rifi
-
Finnur Bárðarson
-
Fjarki
-
Friðrik Höskuldsson
-
Frjálshyggjufélagið
-
Fríða Björk Einarsdóttir
-
Georg Birgisson
-
Gestur Guðjónsson
-
Grétar Pétur Geirsson
-
Gunnar Skúli Ármannsson
-
Gunnar Þór Ólafsson
-
Gunnlaugur Halldór Halldórsson
-
Guðjón Heiðar Valgarðsson
-
Guðjón Sigþór Jensson
-
Guðjón Ó.
-
Guðmundur St Ragnarsson
-
Guðmundur Zebitz
-
Guðni Gíslason
-
gudni.is
-
Guðrún Hafdís Bjarnadóttir
-
Guðrún Jónína Eiríksdóttir
-
Guðrún Magnea Helgadóttir
-
Guðrún María Óskarsdóttir.
-
Guðrún Una Jónsdóttir
-
Guðrún Helgadóttir
-
Guðrún S Hilmisdóttir
-
Guðrún Þóra Hjaltadóttir
-
Guðrún Sæmundsdóttir
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Gísli Sigurðsson
-
Gísli Bergsveinn Ívarsson
-
Haffi
-
Hafrún Kristjánsdóttir
-
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
-
Halla Rut
-
Halldór Sigurðsson
-
Halldór Örn Egilson
-
Hallgrímur Guðmundsson
-
Hallur Magnússon
-
Haraldur Bjarnason
-
Haraldur Davíðsson
-
Haraldur Haraldsson
-
Heimir Lárusson Fjeldsted
-
Heiður Helgadóttir
-
Helga Dóra
-
Helga Sigrún Harðardóttir
-
Helga Þórðardóttir
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Himmalingur
-
Hilmar Sæberg Ásgeirsson
-
hilmar jónsson
-
Hjálmtýr V Heiðdal
-
Hjalti Sigurðarson
-
Hjartagullin mín
-
Hinrik Þór Svavarsson
-
Hörður B Hjartarson
-
Hlekkur
-
Huld S. Ringsted
-
Hólmdís Hjartardóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Hrannar Björn Arnarsson
-
hreinsamviska
-
Hulda Haraldsdóttir
-
Hörður Halldórsson
-
Hörður Hilmarsson
-
Hvíti Riddarinn
-
Ingunn Jóna Gísladóttir
-
Ingvar Valgeirsson
-
Jakob Kristinsson
-
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
-
Jens Guð
-
Jens Sigurjónsson
-
Jóhannes Jónsson
-
Jóhanna Fríða Dalkvist
-
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
-
Jóhannes Ragnarsson
-
Jóhannes Þór Skúlason
-
Jón Baldur Lorange
-
Jón Halldór Eiríksson
-
Jón Kristófer Arnarson
-
Jón Finnbogason
-
Jón Ingi Cæsarsson
-
Jón Snæbjörnsson
-
Jón Ólafur Vilhjálmsson
-
Jónína Benediktsdóttir
-
Kama Sutra
-
Karl Tómasson
-
Karl V. Matthíasson
-
Katrín
-
Kjarri thaiiceland
-
Kristín Katla Árnadóttir
-
Kolbrún Stefánsdóttir
-
Konráð Ragnarsson
-
Kristinn Sigurjónsson
-
Kristinn Theódórsson
-
Kristján Pétursson
-
Magnús Helgi Björgvinsson
-
Kristín Björg Þorsteinsdóttir
-
Lilja Skaftadóttir
-
Lovísa
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Linda Linnet Hilmarsdóttir
-
Lúðvík Lúðvíksson
-
Lýður Árnason
-
Maddý
-
Magnús Þór Friðriksson
-
Margrét Sigurðardóttir
-
Marinó Hafnfjörð Þórisson
-
Magnús H Traustason
-
Marinó Már Marinósson
-
Marzellíus Sveinbjörnsson
-
Morgunblaðið
-
Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
-
Nanna Katrín Kristjánsdóttir
-
Natan Kolbeinsson
-
Níels A. Ársælsson.
-
Ólafía Margrét Guðmundsdóttir
-
Ólafur Þór Gunnarsson
-
Ólafur Tryggvason Þorsteinsson
-
Ólafur Ragnarsson
-
Ólafur Ingi Hrólfsson
-
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
-
Ólafur Tryggvason
-
Ólöf Jóhanna Pálsdóttir
-
Ólöf de Bont
-
Óskar Helgi Helgason
-
Óskar Þ. G. Eiríksson
-
Paul Nikolov
-
Páll Höskuldsson
-
Páll Vilhjálmsson
-
Pjetur Stefánsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
percy B. Stefánsson
-
Predikarinn - Cacoethes scribendi
-
Rafn Gíslason
-
Ragnar Borgþórs
-
Ragnheiður Ólafsdóttir
-
Ragnhildur Jónsdóttir
-
Ragnhildur Sverrisdóttir
-
Regína R
-
Ruth
-
Rósa Aðalsteinsdóttir
-
Rúna Guðfinnsdóttir
-
Rögnvaldur Þór Óskarsson
-
Samtök Fullveldissinna
-
Salvör Kristjana Gissurardóttir
-
Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
-
Sigurður Sigurðsson
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
-
Sigríður Hafdís Þórðardóttir
-
Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
-
Sigurður Sigurðsson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir
-
Sigurður Haukur Gíslason
-
Sigurður Jón Hreinsson
-
Sigurður Jónsson
-
Sigurður Þórðarson
-
Sigrún Jónsdóttir
-
Snorri Bergz
-
Sigurjón Sveinsson
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Þorsteinn Briem
-
Steinþór Ásgeirsson
-
Svartagall
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sævar Einarsson
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sólveig Aradóttir
-
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
-
TARA
-
Tiger
-
Tinna Eik Rakelardóttir
-
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
-
Tómas Ibsen Halldórsson
-
Tryggvi Gunnar Hansen
-
Valbjörn Júlíus Þorláksson
-
Valdimar Leó Friðriksson
-
Valan
-
Vefritid
-
Vestfirðir
-
Viggó H. Viggósson
-
Vilborg Auðuns
-
Þórbergur Torfason
-
ÞJÓÐARSÁLIN
-
Þórhallur Heimisson
-
Þórhallur Pálsson
-
Þórarinn Þ Gíslason
-
Þórður Björn Sigurðsson
-
Þórður Helgi Þórðarson
-
Þórir Kjartansson
-
Þórólfur S. Finnsson
-
Þór Jóhannesson
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Jón V. Þorsteinsson
-
Sigurður Kári Kristjánsson
Spurt er
Hvernig er núverandi ríkisstjórn að standa sig?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.4.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 23
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 22
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nýjustu færslur
- 24.1.2010 Jakob Kristinsson er látinn.
- 21.1.2010 Spakmæli dagsins
- 21.1.2010 Obama
- 21.1.2010 Icesave
- 21.1.2010 Mótmælendur ákærðir
- 21.1.2010 Norwegian
- 21.1.2010 Kaninn og RÚV
- 21.1.2010 Látinn laus
- 21.1.2010 Kína
- 21.1.2010 Hvað vill félagsmálaráðherra?
252 dagar til jóla
Nýjustu færslurnar
- Þjóðaröryggi Íslands fórnað fyrir stríðshagsmuni Evrópu ...
- Fleiri á móti því að íslenskur her verði stofnaður
- Heilagir hundar, perlur og svín
- Sérstakt hjá Þorgerði
- Einhverfufaraldurinn
- UM ÁSTAND LEIGUBIFREIÐA.......
- Vegið að námsárangri
- Anna frænka á Hesteyri í fasteignabraski
- Vinstri menn skilja ekki hvaðan fjármunirnir koma
- Fréttamaður á Ruv spyr ekki hvaða mannréttindi eru skert
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.