Hinir ríku

Um síðustu mánaðarmót birtu skattstjórar þessa lands, álagningaskrár opinberra gjaldi vegna tekna ársins 2006 og hafa verið skiptar skoðanir á því hvort þessar upplýsingar eigi að vera öllum aðgengilegar eða ekki og gefinn hafa verið út tvö blöð þar sem stór hluti af þessum upplýsingum er birtur.  Ég er þeirrar skoðunar að núverandi fyrirkomulag sé bara nokkuð gott.  Yfir þessu á ekki að hvíla nein leynd og sé ég ekki tilganginn með því og allt tal um að fólk skoði þessar upplýsingar til að njósna um náungann og stuttbuxnadeildin í Sjálfstæðisflokknum talar mikið um, er þvílíkt bull að ekki þarf að ræða það.  Þeir sem greiða há gjöld hafa að sjálfsögðu miklar tekjur og er það ekkert sem viðkomandi þarf að skammast sín fyrir þvert á móti eiga allir sem hafa há laun að vera stoltir af því.  Ég tel að enginn hafi mjög há laun nema vegna þess að vinnuveitandi viðkomandi finnist hann/hún eiga það skilið og vinni fyrir sínum launum.  Eitt er þó athyglisvert að fyrir daga kvótakerfisins var algengt að á landsbyggðinni röðuðu sér í efstu sæti yfir hæðstu skattgreiðendur skipstjórar og útgerðarmenn en nú sjást þeir varla nema útgerðarmenn sem hafa hagnast á sölu sinna veiðiheimilda að vísu finnast inn á milli hákarlar á borð við Þorstein Má Baldvinsson hjá Samherja og Magnús Kristinsson útgerðarmaður í Eyjum  en hann á nú líka Toyotaumboðið sem sjálfsagt skilar honum einhverjum krónum.  En þegar litið er yfir landið í heild eru það bankastarfsmenn sem standa upp úr og má segja að sú atvinnugrein sé að skáka sjávarútveginum sem ég hélt í minni einfeldni að væri sú atvinnugrein sem væri okkar þýðingarmest en ég hef greinilega miskilið eitthvað og kannski er sjávarútvegurinn að verða eins og landbúnaðurinn að þar eiga bara heima sérvitringar sem ekki skilja nútímann og eru að einangrast í sjávarþorpunum víða um land.  Nei framtíðin er að selja hvert öðrum verð- og hlutabréf og sitja við tölvuskjái með klukkur upp um alla veggi sem sína tímann í hinum ýmsu stórborgum heimsins á hverjum tíma og skoða vísitölur og gengi víða um heim.  Framtíðin er að vinna í banka með peninga og fá góð laun ekki vera að basla í einhverri atvinnugrein sem er að verða úrelt.  Sjávarútvegurinn er að fara sömu leið og landbúnaðurinn að vinna í þeim greinum er að verða einskonar hugsjón og fækkar störfum þar mikið og á eftir að fækka enn meira á næstu árum.  En hinu má aldrei gleyma að sjávarútvegurinn gerði þessa þjóð að því sem hún er í dag.   Ég er einn af þessum sérvitringum sem hafa haldið að sjávarútvegurinn væri þýðingarmikil atvinnugrein og kemur það sennilega til af því að nánast alla mína starfsævi hef ég starfað þar og ólst upp í litlu sjávarþorpi þar sem allt snerist um útgerð og fisk.  Ég ætla ekki að gera lítið úr þeim störum sem eru í fjármálageiranum, einhver verður að vinna þau og ekki öfunda ég þá sem þar starfa og fá há laun, sem eðlilegt er og sjálfsagt hefði það ekki skipt nokkru máli hvað mikið má veiða af fiski á næsta ári við hefðum jafnvel getað bannað allar fiskveiðar án þess að stór hluti þjóðarinnar tæki eftir því.  Við hefðum bara í staðinn sett aukinn kraft í að leggja vegi og byggja íbúðar- og atvinnuhúsnæði um allt land því ekki virðist skipta nokkru máli hvort kaupendur eru að þessum eignum eður ei.  Nú er ég hinsvegar orðinn öryrki og má enga vinnu stunda fyrr en ég er orðinn 70 ára en þeir ríku sjá til þess að alltaf er nóg til í kassanum til að ég fái mínar bætur á réttum tíma og þótt þessar bætur rétt dugi til að draga fram lífið og horfa í hverja krónu hjálpar mér ekkert að öfundast útí ríkt fólk.  Sá sem er ríkur í dag getur orðið fátækur á morgun.  Ef grant er skoðað er framtíð Íslands í því fólgin að stöðugt fjölgi ríku fólki svo framanlega að það hafi orðið ríkt á heiðarlegan hátt sem ég tel að flestir hafi orðið.  Ekki væri ástandið gott ef hér væri bullandi fátækt hjá flestum og enginn gæti gert eitt né neitt en þar sem sjávarútvegurinn er að skipta okkur sífellt minna máli eru ekki lengur hægt að nota hann í andstöðu við að Ísland gangi í ESB.  Kannski væri best að biðja bara Dani að taka við okkur aftur og þá værum við um leið komin í ESB og ættum meira að segja alvöru drottningu og síðar meir konung og væri þá ríka fólkið ekki í slæmum félagsskap.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband