Einkavinavæðingin

Nú eru ráðherrar í núverandi ríkisstjórn farnir að deila um RÚV, Björn Bjarnason skrifar um að réttast væri að selja RÚV að undanskilinni Rás 1 sem ég skil nú varla afhverju ekki má fljóta með ef á að selja, en Þorgerður Katrín menntamálaráðherra segist ekkert kannast við að slíkir hlutir hafi verið ræddir.  Ekki veit ég hverju maður á að trúa því bæði eru þau jú í Sjálfstæðisflokknum og hljóta þar af leiðandi að segja satt og hlýtur því einhver misskilningur að vera þarna á ferð.  Hins vegar er ég algerlega sammála Birni Bjarnasyni.  Auðvitað á að selja RÚV og fleiri fyrirtæki í eigu ríkisins og er af nógu að taka, mikið eftir í pottinum ennþá eins og stundum er sagt.  Það sést best hvernig að til tókst með sölu á ríkisbönkunum.  Þar sem áður voru langar biðraðir eftir að fá smálán, liggur við að fólki sé smalað inní bankana til að taka lán, allt fullt af peningum, þeir bankar sem áður voru í eigu ríkisins skila nú á hálfu ári meiri hagnaði en nam söluverði þeirra svona er hægt að snúa hlutunum við af þeim sem kunna til verka.  Við eigum enn eftir að selja RÚV, Landsvirkjun, Vegagerðina, ÁTVR, Seðlabankann, Fiskistofu, Þingvelli, Bessastaði, Þjóðarbókhlöðuna, sjúkrahúsin, allar orkulindir, fiskinn í sjónum, vatnið ofl.  Það yrði ekki neinir smáaurar sem kæmu í ríkiskassann og við gætum jafnvel selt Alþingi því að því fylgja tóm vandræði og þeir sem eru kjörnir á þing gera lítið annað en að rífa kjaft og skammast útí allt og alla, það væri örugglega hægt að selja hvert þingsæti fyrir góðan pening að ég tali nú ekki um ráðherrasæti.  Þessu fylgir að vísu eitt vandamál en það er hvernig á að finna réttu vinina sem fá að kaupa en það var ekki vandamál þegar Framsókn var í stjórn en getur orðið erfiðara með Samfylkinguna þar sem menn liggja ekki á neinu gömlu erfðagóssi eða auðævum, en allt er hægt að kaupa ef ekki þarf að greiða nema eitthvað lítilræði fyrir.  Nú ef menn hafa ekki peninga til að kaupa verður einfaldlega bara að gefa þeim þá og nokkuð öruggt að leið finnst til þess.  Því allt er hægt að leysa ef nægur vilji er fyrir hendi og vilji er allt sem þarf sagði einhver einhverntíman.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Góður pistill.  Þetta kemur allt saman með kalda vatninu, held ég... salan heldur allavega áfram. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.8.2007 kl. 10:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband