Grandi hf.

Nú hefur Grandi hf. tilkynnt að fyrirtækið ætli að hætta allri fiskvinnslu í Reykjavík og kemur ekki á óvart þar sem vitað hefur verið lengi að ákveðið fjárfestingarfyrirtæki hefði áhuga á að eignast húsnæði Granda hf. til þess að rífa þau og byggja íbúðarhús í staðinn.  Það virðist ákveðin stefna í Reykjavík að afmá allt sem minnir á sjávarútveg.  Daníelsslippur er horfinn og fyrirhugað er að rífa stóra slippinn og húsnæði Stálsmiðjunnar og allt er þetta gert til að fá rými til að byggja íbúðarhús.  Í framtíðinni mun síðan verða komið hið mikla tónlistarhús sem framkvæmdir eru hafnar við og til að koma því fyrir þurfti að rífa nokkur mikil mannvirki.  Mikið er lagt uppúr svokölluðum bryggjuhverfum og þeir sem þar ætla að búa vilja að sjálfsögðu ekki hafa í nágrenni við sig fyrirtæki sem vinna fisk eða slippa þar sem oft er talsvert sóðalegt og er því krafan að fara í burt með allt þetta drasl og kæmi mér ekki á óvart að innan fárra ára yrði fiskiskipum bannað að koma í Reykjavíkurhöfn aðeins skútur og skemmtibátar.  Ég er einn af þeim sem fynnst ég ekki vera komin til Reykjavíkur fyrr en ég er búinn að fara einn rúnt um höfnina til að skoða bátana og skipin og verða því mikil viðbrigði þegar þar sést ekki eitt einasta fiskiskip og er er nú farinn að halda að ég sé bara sérvitur vitleysingur.  Ég var nýlega að lesa grein í Mbl. þar sem mikið menntuð kona var að dásama hina miklu grósku sem væri í fjármálalífinu og viðskipalífinu öllu og sagði frá því að hinar miklu breytingar á atvinnulífi þjóðarinnar kæmi meðal annars fram í því að við tækjum varla eftir hinum mikla niðurskurði á þorskkvótanum og er þetta örugglega rétt hjá þessari gáfuðu konu en hræddur er ég um að hún tæki eftir ef laun hennar lækkuðu um 30% 1. september nk. eins og stefnir í hjá þeim sem við sjávarútveginn starfa, en þeir aðilar eru nú hvort sem er alltaf að kvarta og barma sér svo enginn hrekkur við eitt vein í viðbót það líður bara hjá.  Þótt sumir í greininni fari á hausinn er það bara fórnarkostnaður sem viðkomandi verða að færa fyrir að hafa valið sér ranga starfsgrein.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Við erum bara gamlir draugar Kobbi minn, sennilega á ekkert af þessu drasli neitt að gera þarna við höfnina. Það er nefnilega til nóg af landi utan miðbæjar eða þéttbýlis sem getur tekið við slippum og öðri slíku, fiskvinnslufyrirtækin verða áfram þarna utan í svæðinu á uppfyllingunum sem þarna eru núna.

Ísbjarnarhúsin og Faxamjölskofarnir verða brotnir niður og sennilega er engin eftirsjón af neinu að þessu rusli. Það verður þarna lítill og nettur fiskmarkaður sem selur svona 3-5 þúsund tonn á ári, meðan hann lifir, hæfilegur skammtur til að sýna "túrhestum", hvað getur þetta verið betra á stað sem ekkert vill af sjávarútvegi vita....?

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 10.8.2007 kl. 21:17

2 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Ég held að það verði ekki langt að bíða að Örfiriseyjan verði"hreinsuð"af iðnaðarhúsunum hvaða nafni iðnaðurinn nefnist Nýornirmúltimillar kaupa þetta allt upp rífa heila"klabbið"og byggja sér svo flottar villur með fínu útsýni yfir Flóann

Ólafur Ragnarsson, 11.8.2007 kl. 01:12

3 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Við verðum að skoða þessar breytingar sem hverja aðra stefnumörkun sem er byggð á mjög köldu en rekstrarlega séð hárréttu mati. Varðandi þessa frétt skrifaði Mosi á bloggsíuna sína hugvekju sína sem nefnist Eðlileg þróun sem Mosa finnst rétt að benda sem flestum á að skoða. Þar kemur m.a. fram gömul hugmynd Ólafs Hvanndal prentmyndasmiðs um byggingu gististaðar eða hótels í Örfirisey. Þessar gömlu hugmyndir eru raunhæfar í dag og þrýstir á að koma þessari voðalegu olíubirgðastöð á einhvern betri stað.

Bestu vonir að úr rætist og að þú getir tekið gleði þína aftur.

Mosi 

Guðjón Sigþór Jensson, 12.8.2007 kl. 07:48

4 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Mér finnst nú skýring forstjóra HB-Granda hf. ekki vera mjög trúverðugar um að þetta sé gert vegna niðurskurðar á þorskkvóta því að fyrir hugað er að byggja nýtt fiskiðjuver á Akranesi og verður þessi breyting því ekki fyrr en í lok árs 2009 og er í því ljósi ansi skrýtin hagræðing.  Um síðustu áramót var eigið fé HB-Granda hf. 1,2 milljarður og ekki ólíklegt að sú upphæð fáist fyrir lóðir fyrirtækisins í Örfyrisey.  Nú þegar hefur forstjóri Brims (Guðmundur vinalausi) lýst yfir áhuga sínum á að kaupa núverandi húseignir HB-Granda og ætlar hann sennilega að loka öllu á Akureyri til viðbótar að hann hefur flutt allan ÚA flotann til Reykjavíkur og þar með allan kvótann.

Jakob Falur Kristinsson, 14.8.2007 kl. 13:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband