Göng til Eyja

Nú eru línur farnar að skýrast varðandi jarðgöng til Eyja og eftir að nýjustu skýrslur lágu fyrir ákvað ríkisstjórnin að af þessum framkvæmdum yrði ekki á næstunni, heldur snúið sér að næsta valkosti sem er bygging hafnar í Bakkafjöru.  Eyjajarlinn Árni Johnsen blæs á þessa ákvörðun og segir hana ranga og skýrsluna sem til grundvallar ákvörðuninni lá vera tómt rugl og ætlar að láta gera nýja skýrslu sem komi til með að staðfesta að göng til Eyja verði besti kosturinn og jafnframt sendir Árni öllum flokkum tóninn og segir að allir hafi svikið kosningarloforð frá því í vor.  Bæjarstjórinn í Eyjum sagði í viðtali að nú væri komið nóg af skýrslum og tími til komin að framkvæma eitthvað í samgöngumálum Eyjamanna.  Eins og flestir vita er Árni eins og jarðýta þegar hann ákveður að gera eitthvað og verður örugglega lengi í minnum haft öll listaverkin sem hann gerði meðan hann var á Kvíarbryggju og þurfti marga vörubíla til að flytja í burtu þegar Árni fór af staðnum og er því nær öruggt að ekki verði langt þangað til að Árni kemur fram með nýja skýrslu um jarðgöng til Eyja sem verður svo örugg um hagkvæmni þessara framkvæmda að ríkisstjórnin neyðist til að biðjast afsökunar á þessu frumhlaupi sínu og ef ekki verður þá heimilað að fara af stað með framkvæmdir má telja næsta öruggt að Árni Johnsen grefur bara göngin sjálfur og verður gaman að sjá samgönguráðherra þegar Árni býður honum að aka í gegn um göngin til Eyja.  En á meðan Árni er að grafa getur Magnús Toyota Kristinsson skutlað þeim sem mikið liggur á til lands í nýju þyrlunni sinni og jafnvel boðið uppá kaffi í leiðinni í sumarbústað sínum í Þykkvabænum.  Hræddur er ég um að eitthvað verði skrýtinn svipur á samgönguráðherra þegar Árni kemur með reikninginn fyrir göngunum þótt hann verði talsvert hár, þá mun hann aldrei verð svo miklu hærri en áætlanir gera ráð fyrir að hann slái við allri endaleysuninni í sambandi við Grímseyjarferjuna sem er orðið skólarbókardæmi um bruðl á opinberu fé og vitleysu.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Vestmannaeyingar verða að sætta sig við að þeyr búa á eyju og þess vegna verða þei að fara með skipi til lands ef þeir ætla að hafa bíl með.  Auðvitað væri stærra og hraðskreiðara skip þeirra besti kostur í dag, það myndi gagnast þeim strax.  Að fara í allskonar tilraunir í samgönumálum er alltof dýrt og endar oftast sem eitt alsherjar klúður og bruðl með opinbert fé.  Það er komið nóg af slíku.

Jakob Falur Kristinsson, 14.8.2007 kl. 15:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband