Ætlar þessi hörmungasaga aldrei að enda.

Nú er komið í ljós að hin nýja Grímseyjarferja stenst sennilega ekki kröfur um stöðugleika því enginn sem að þessu máli hefur komið er með pappíra um að slíkar prófanir hafi farið fram og ef þetta reynist rétt mun það kosta um 80-90 milljónir að lagfæra það sem munu þá bætast við þær 500 milljónir sem rætt hefur verið um að kaup og endurbætur á þessu fræga skipi muni kosta.  Jón Bjarnason þingmaður Vinstri grænna hefur lagt til að skipið verði selt sem fyrst og byggt nýtt skip sem gæti verið komið í gagnið árið 2010 en nýtt skip mun kosta samkvæmt áætlunum um 600 milljónir það er að segja ef sú áætlun er raunhæf.  Ég held að það væri nú að fara úr öskunni í eldinn að fara núna að huga að smíði á nýju skipi þótt það hefði augljóslega verið besti kosturinn áður en þetta skip var keypt en það er alltaf auðvelt að vera vitur eftir á og óþarfi að einstakir þingmenn séu að hampa sjálfum sér á kostnað ófara annarra það verður einfaldlega úr því sem komið er að klára þetta dæmi sem allra fyrst.  Ég hef áður látið þá skoðun mína í ljós að fáránlegt væri að Vegagerðin væri að brölta í skipakaupum og slíkum rekstri og fyrir stuttu sagði Geir H. Haarde að hann teldi heppilegra sérstök stofnun á vegum ríkisins sæi um slík mál og Vegagerðin einbeitti sér að því að leggja vegi og reisa önnur samgöngumannvirki á landi.  En þar ganga menn aftur á vegg því innan Sjálfstæðisflokksins er mikil andstaða við allt sem er ríkisrekstur og líklegt að þar yrði allt vitlaust ef ríkið færi aftur í skipaútgerð.  Ég skil ekki afhverju Samskip hf. sem á að verða rekstraraðili þessarar ferju var ekki fengið til að yfirtaka kaupsamning um þetta skip á sínum tíma eins og Einar Hermannsson skipaverkfræðingur lagði til og vitað var að Samskip hf. hefði áhuga á slíku en á það var ekki hlustað frekar en annað sem hann benti á í sambandi við þetta skip. Og nú er verið að reyna að gera Einar að blóraböggli í þessu máli en þeir sem í raun bera ábyrgð á öllu klúðrinu þora ekki að viðurkenna sín mistök sem allir sjá að liggja hjá Fjármálaráðuneyti og Viðskiptaráðuneyti.  Ég hef um daganna komið að kaupum og sölum á um 10-15 skipum og alltaf hefur verið gerð sú eðlilega krafa að viðkomandi skip væri tekið í slipp til skoðunar og afhent með nýju viðurkenndu haffærisskýrteini svo vitað væri að allt væri eins og um hefði verið samið og kostnaður vegna athugasemda sem komið hafa í ljós er eðlilega greiddur af seljanda sem sér um að láta framkvæma þær lagfæringar sem krafist er.  En varðandi þessa frægu ferju verður að hafa hraðan á því nú er svo komið að það sem búið var að mála fyrst er ryðið komið í gegn aftur og við skoðun sína á skipinu tók Bjarni Harðarson alþm. svo til orða, að hann væri nú úr sveit og hefði því takmarkað vit á skipum en sagði jafnframt þegar hann sá ryðið vera komið í gegn víða um nýmálað skipið að þetta gæti svo sem verið ágætis ryð af ryði af vera.  Kannski var það ástæða kaupanna að ryðið á skipinu þótti bara nokkuð gott.  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband