Síminn hf.

Það er ekkert skrýtið að miklar umræður verði um svona fáránlega auglýsingaherferð sem er í raun Símanum hf. til skammar.  Það getur vel verið að sumum finnist þetta fyndið en ég hef ekki húmor fyrir svona rugl sem í raun er guðlast.  Og ég bara spyr er þessum mönnum ekkert heilagt ef hægt er að græða á því peninga?
mbl.is Miklar umræður á meðal bloggara um nýja auglýsingu Símans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Spagettí Skrímslið Fljúgandi

Ef Guð væri til þætti honum þetta örugglega fyndið!

Spagettí Skrímslið Fljúgandi, 4.9.2007 kl. 18:49

2 Smámynd: Ingólfur Þór Guðmundsson

Er kirkjunni ekkert heilagt með því til að mynda að nota Guð og Jesú til að selja vörur í sinni verslun við Laugarveg, þar sem hægt er að kaupa myndir af síðustu kvöldmáltíðinni (Örugglega ekki teiknaða á staðnum) og bróderaðar bænir í koddaver !

Gljálífis stofnun eins og þjóðkirkjan, hefur lítið sem ekkert með Guð eða son hans Jesú að gera. Hver þarf gullskreyttar kirkjur og byggingar til að trúa á Guð.

Enn og aftur hefur þjóðkirkjubatteríið sannað hversu óþörf stofnun hún er í raun og veru og veit örugglega af því.

Ég þarf allaveganna ennþá að borga prestum fé fyrir að gifta mig, skíra og jarða, ég veit ekki betur en að ég sé búinn að borga það miðað við þá 4 milljarða sem fara í batteríið á ári hverju.

Enda íslenska þjóðkirkjan verið meira kennd við fjárkúganir og peningaplokk í gegnum tíðina heldur en margt annað !

Ingólfur Þór Guðmundsson, 4.9.2007 kl. 20:01

3 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Þetta mál snýst ekki um þjóðkirkjuna, heldur vanvirðingu við trú kristinna manna og það á að vera réttur hvers og eins að hafa sína trú í friði fyrir gráðugum aðilum sem svífast einskis til að ná í meiri gróða og er þá sama hver á í hlut.   Þótt þjóðkirkjan reki verslun og bruðli með peninga á það ekki að vera fyrirmynd annarra.  Ef valið stendur í raun um nýja gerð af farsímum eða að trúa á Guð vel ég heldur að trúa á Guð.

Jakob Falur Kristinsson, 4.9.2007 kl. 20:32

4 Smámynd: Þórir Kjartansson

Alveg sammála þér Jakob. Þessum nútíma kaupahéðnum er ekkert heilagt nema peningarnir.

Þórir Kjartansson, 4.9.2007 kl. 20:40

5 Smámynd: Ingólfur Þór Guðmundsson

Eins og ég segi, hinn vestræni heimur hefði átt að vera meira hissa á  múslimunum þegar þeir voru að hneykslast á múhameðs myndunum í DK.

Ég fæ ekki betur séð en svipað mál sé að fara í gang á Íslandi, þar sem búið er að persónugera Jesú sem farsímanotanda ! Þvílík skömm

Fáum við að sjá Síma fána brennda á götum úti ? 

Ingólfur Þór Guðmundsson, 4.9.2007 kl. 21:17

6 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Það er eitt að vera trúaður íslendingur Ingólfur og annað að vera öfgatrúaður eins og því miður margir múslimar eru.

Jakob Falur Kristinsson, 4.9.2007 kl. 23:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband