Ný bók

Nú hefur Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra ákveðið að láta gefa ú bók um hið íslenska tryggingakerfi, það er að segja tilraun til að túlka allar þær reglugerðir og lög sem Tryggingarstofnun ríkisins starfar eftir en eins og margir vita er þar um að ræða þvílíkan frmskóg að jafnvel starfsmenn TR eru í vandræðum með að skilja það sem þeir eiga þó að vinna eftir hvað þá með viðskiptavini TR.  Þetta finnst mér gott framtak hjá ráðherra og á hann hrós skilið fyrir.  Eitt fannst mér athyglisvert í sambandi við fréttatilkynningu um þessa bók að nefnt var að hún yrði henntugt uppflettirit fyrir lögmenn.  Er með þessu verið að segja okkur öryrkjunum að vissara sé að hafa lögmann sér við hlið í samskiptum við þessa stofnun til að forðast að verið sé að brjóta á okkur.  Mér finnst að TR eigi sjálf að sjá um að upplýsa sína eigin starfsmenn um rétt vinnubrögð en ekki velta því yfir á viðskiptavinina og ég sem öryrki sé ekki hvernig ég á að hafa efni á slíkum kostnaði.  Mín samskipti við starfsfólk TR hafa verið góð og ég hef fengið aðstoð í ýmsum málum sem ég vissi ekki um að ég ætti rétt á og finnst mér að verið sé að gera lítið úr því ágæta starfsfólki sem er hjá TR, þótt auðvitað sé alltaf einn og einn svartur sauður inn á milli en það má ekki dæma heildina eftir því.  Auðvitað verðum við að sína þessu starfsfólki eðlilega kurteisi en ekki vera með frekju og yfirgang og heimta og krefjast meir og meir.  Það er ekki við þetta starfsfólk að sakast þótt okkar kjör séu léleg og til skammar.  Á því bera stjórnvöld á hverjum tíma fulla ábyrgð og við kjósendur að hluta til líka því við kjósum í lýðræðislegum kosningum og þótt flokkar svíki hinsvegar oft það sem þeir lofa er ekki við starfsfólk TR að sakast.  Við eigum að láta reiðina bitna á réttum aðilum þ.e. þeim sem bera ábyrgðina, þetta er klaufarleg frétt af annars ágætu framtaki ráðherra, sem hefur með þessu framtaki viljað gera vel.  Það þætti broslegt ef einhver banki benti sínum viðskiptavinum á að öruggara væri að hafa með sér lögmann í viðskiptum við viðkomandi banka.  Mín skoðun er sú að þessari bók ætti að dreifa frítt til aldraðra og öryrkja við munum klára að lesa þetta án lögfræðiaðstoðar.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála þér þarna Jakob minn.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.9.2007 kl. 01:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband