Öryrkjar

Einn einu sinn er verið að vega að kjörum öryrkja og nú eru það lífeyrissjóðirnir sem hafa komist að því að á annað þúsund öryrkjar hafa náð því að vera með heildartekjur á bilinu 1.500-1.700 þúsund á ári eða 125-140 þúsund á mánuði og af þessari tölu á síðan eftir að dragast einhver skattur þar sem skattleysismörkin eru miðuð við kr. 90 þúsund á mánuði.   Þetta þykja víst slík ofurlaun að það verði að stoppa sem fyrst, nemur þessi skerðing allt að kr. 40 þúsund á mánuði.  Hvað er eiginlega að ske í þessu þjóðfélagi þar sem Hagstofa Íslands miðar við að framfærslukostnaður einstaklings sé kr. 150 þúsund á mánuði og hvernig á að brúa þennan mismun?  Enginn hefur geta bent á það enda veit það sennilega enginn,Hinsvegar er engin hætta er á því að þessar aðgerðir skerði lífeyrir fv. alþingismanna eða fv.ráðherra, því þeirra lífeyrir skerðist aldrei sama hvað þeir hafa miklar tekjur, jafnvel þótt þær tekjur komi úr ríkissjóði.  Eins og var í fréttum fyrir stuttu bauð Landsbankinn 200 velvöldum viðskiptavinum ásamt mökum til Ítalíu og hefur ekki viljað gefa upp hvað sú ferð kostaði en samkvæmt fréttum á Ríkissjónvarpinu þar sem verið var að reyna að áætla kostnaðinn út frá því sem í boði var var álitið að sú ferð hefði kostað milli 200-300 þúsund á mann og ef við göngum út frá því að allir hafi notað tækifærið og tekið maka sinn með er upphæði 400-600 þúsund á hvern viðskiptavin eða alls 80-120 milljónir, þetta er álíka uppæð og heildartekjur 600-800öryrkja á mánuði.  Annar stór banki bauð álíka stórum hópi sinna viðskiptavina ásamt mökum í mikla veislu og þar fékkst heldur ekki gefið upp neitt varðandi kostnað, en svo ég vitni nú aftur í áðurnefnda frétt kom fram að kostnaður hefði ekki verðið lægri í þessari veislu en í ferð Landsbankans því slík voru flottheitin að meira að segja var flutt inn sérstak borðvín sem hver flaska kostaði hátt í kr. 100 þúsund ef við tökum nú þetta saman bæði ferðina og veisluna hefðu hátt í 2000 öryrkjar þurft að nýta allar sínar ráðstöfunartekjur í mánuð til að greiða fyrir þetta.  Þótt ég sé sjálfur öryrki er ég ekki að öfundast útí fólk og fyrirtæki sem hefur það mjög gott og ætla ekki að vera að hneykslast neitt á því hvað þá fordæma.  Ég og mitt fyrirtæki tilheyrði á sínum tíma einmitt svona hóp og fékk boð um veislur og mikil ferðalög.  Ég er aðeins að nefna þessi dæmi til samanburðar við kjör öryrkja sem eru til skammar og því óréttlæti sem nú á að grípa til og endar örugglega með málaferlum.  Því miður hefur kjarabarátta öryrkja oft þurft að fara fyrir dómstóla, önnur vopn höfum við ekki.  Er nú ekki kominn tími til þess að gera eitthvað í að útrýma fátækt á Íslandi, Jóhanna mín?  
mbl.is ÖBÍ mótmælir skerðingu 9 lífeyrissjóða á örorkulífeyri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband