Fótbolti

Alltaf er fótboltinn að taka á sig nýjar myndir.   Það er orðið á mörkum þess að hægt sé að líta á þessa íþrótt sem heiðarlega keppnisgrein í íþróttum.  Það virðist vera orðið sama hver úrslit er í hverjum leikjum, í allof mörgum tilfellum er eftir fótboltaleik verið með stórar yfirlýsingar.  Dómarar eru taldi vitleysingar og viti ekkert hvað þeir eru að gera og eru ásakaðir um að halda með því liði sem sigrar, þjálfarar hreyta ónotum og skítkast sín á milli, sumir knattspyrnumenn eru ásakaðir um að sýna ekki íþróttalega framkomu.  Svo kemur þetta lið sem tapar í landsleik rústar heilum hótelherbergjunum og gengur um hótelið eins og svín, enda svo alla vitleysuna á slagsmálum um borð í farþegaflugvél í almennu millilandaflugi.  Ég hef oft gaman af að horfa á fótboltaleiki og oft blöskrar mér þegar þeir sem eru að lýsa landsleikjum tala um að taka þurfi þennan eða hinn úr liði andstæðingsins úr umferð og tala jafnvel um að nauðsynlegt sé að brjóta á þessum eða hinum og fagna jafnvel því ef einhver úr liði andstæðings er borinn af velli slasaður.  Nú er það orðið þannig að öll áhugamennska er að hverfa úr röðum knattspyrnumanna, heldur er um að ræða menn með mikil laun sem eru að berjast á vellinum.  Mér finnst oft á tíðum þetta minna mig meira á bardaga þjálfaðra hermann er heiðarlega íþrótt.
mbl.is Fótboltamenn gengu um eins og svín á Hótel Sögu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er nokkuð sammála þér. Þessi leikur á það til að draga fram verstu eiginleika mannsins.

Birkir 20.9.2007 kl. 14:52

2 Smámynd: Ívar Jón Arnarson

Skrýtið að þeir skuli bregðast svona við, ég gat ekki betur séð í leiknum, en að ekki einn einasti leikmaður Norður Íra hafi haft nokkurn áhuga á að vera með boltann. Þeir reyndu hvað þeir gátu til að losa sig við boltann um leið og þeir fengu hann.

Eru menn svo eitthvað hissa á að tapa leiknum ?

 Fótboltinn er svolítið furðuleg íþrótt, ekki satt ?

Ívar Jón Arnarson, 20.9.2007 kl. 17:51

3 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Jú Ívar Jón ég er sammála þér að eins og fótboltinn er í dag er ekki hægt annað en segja að þetta sé furðuleg íþrótt og ekki fyrir alla að skilja.

Jakob Falur Kristinsson, 21.9.2007 kl. 14:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband