Grímseyjarferja

 

Það er sama hvar borið er niður alltaf eru einhver vandræði með þetta skip.

Ætlar þetta aldrei að taka enda.  Ég er nú farinn að vorkenna þeim þarna í Grímsey, sem áttu að vera búnir að fá þessa miklu samgöngubót fyrir mörgum mánuðum en nú tala þeir um að síðast ósk þeirra sé að skipið getið hafið siglingar fyrir jól.  Af því reynt hefur verið að klína á íbúa Grímseyjar klúðrinu með þessa ferju sem hafi sett allar áætlanir úr skorðum og verið með óraunhæfar kröfur, var ég nú að lesa í Morgunblaðinu í dag að ein af þessum óskum Grímseyinga hefði verið sú að hægt væri fyrir vélstjóra skipsins að komast niður í vélarúm skipsins þegar það væri á siglingu og eftir því að dæma hefur ekki verið gert ráð fyrir að það væri mögulegt.  Ég get nú ekki talið þetta neina sérstaka kröfu, því augljóst er að skipið hefði aldrei fengið haffærisskýrteini ef útilokað var fyrir vélstjóra að komast í vélarúm skipsins meðan það væri á siglingu.

Annars held ég að þeir þarna í Grímsey ættu að fara og tala við Árna Johnsen alþm. hvort hann geti ekki reddað einum jarðgöngum út í Grímsey.  Hann myndi örugglega reyna.


mbl.is Fjárlaganefnd ekki sammála um lokaskýrslu Grímseyjarferjumálsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Jakob.

Væri ég Grímseyingur hafandi fylgst með öllu hugsanlega einungis úr fjölmiðlum varðandi þetta fley, er ég ekki viss um að ég myndi vera himinhrópandi yfir því að fá þetta skip til þjónustu sem ferju þrátt fyrir viðgerðir.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 20.9.2007 kl. 01:23

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Já ég er sammála þér Guðrún og ljótt að heyra að hreppsnefnd í Grímsey hefði nánast verið hótað, að ef þei væru ekki samþykkir þessum kaupum fengu þeir ekkert skip.

Jakob Falur Kristinsson, 20.9.2007 kl. 10:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband