Fáránleg fyrirsögn

Í morgun sat ég og las dagblöðin og hrökk heldur betur við þegar ég sá baksíðu Morgunblaðsins, en þar blasti við á miðri síðu með stóru letri:

"Hús leggur land undir fót".

Ég hélt að um eitthvað grín væri að ræða en við nánari lestur kom í ljós að verið var að fjalla um flutning á húsi af Hverfisgötu á Bergstaðarstræti sem tók heilan sólarhring.  Kom einnig fram að þetta væri þriggja hæða hús um 330 fermetrar að stærð og um 55 tonn af þyngd.  Einnig kom fram að þar sem víða hefði verið mjög þröngt og þess vegna hefði þurft að fara svona hægt með húsið en reyndar hefði húsið rekist utan í tvö önnur hús á leiðinni og skemmt þau.  Hverskonar blaðamennska er þetta eiginlega.  Maður sér auðvitað ýmsar villur í skrifum hér á blogginu sem er auðskilið og vel fyrirgefanlegt enda eru flestir þar að skrifa sem áhugamenn, en ekki sem blaðamenn.  Morgunblaðið sem telur sig vera virt og vandað blað ætti nú að sjá sóma sinn í að láta svona lagað ekki birtast.  Það var í sjálfu sér ekkert við fréttina að athuga sem slíka, ósköp eðlilega skrifuð en fyrirsögnin er fyrir neðan allar hellur og ekki bjóðandi lesendum þessa annars ágæta blaðs.  Því þótt viðkomandi blaðamaður hafi ætlað að láta fyrirsögnina vera eitthvað sniðuga er það eina sem út úr því kemur að Morgunblaðið setur verulega niður í áliti hjá mér.  Eru engar hæfnisreglur sem menn þurfa að standast til að verða blaðamenn á þessu blaði.  Þótt ég hafi ekki mikla reynslu sem blaðamaður veit ég þó að hús sama af hvaða stærð það er getur aldrei farið eitt né neitt fótgangandi, því skil ég ekki svona rugl og er Morgunblaðinu til skammar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband