Fróðleg viðtöl

Mikið var fróðlegt og upplýsandi viðtal við Þórarinn Tyrfingsson læknir á Vogi í Kastljósi sjónvarpsins í gærkvöldi.  Þar var meðal annars rætt um hið mikla smyglmál á fíkniefnum sem lögreglan upplýsti í gær.  Þórarinn var að vanda rólegur og yfirvegaður þegar hann var að útskýra stöðu þessara mála í dag, það kom fram í hans máli að nú orðið leituðu milli 700-800 manns sér aðstoðar á Vogi árlega vegna þessa vanda.  Þegar hann var beðinn að áætla fjölda þeirra sem væru virkir í neyslu í dag fór hann mjög varlega í þær sakir og sagði að miðað við fjölda sem leituðu sér aðstoðar á Vogi væri hugsanlegt að margfalda þann fjölda með þremur svo óhætt væri að tala um 2000 virka sprautufíkla á landinu.  Hinsvegar sagði hann að hver aðili sem væri háður þessum efnum þyrfti að selja 10 öðrum sama skammt til að fjármagna eigin neyslu og svo gæti hver reiknað fyrir sig án þess að hann væri að setja fram ákveðna fullyrðingu þar um, en sagði þó að enginn gæti verið í stöðugri neyslu, því það væri takmörk hvað líkami fólks þyldi og þess vegna væri neysla þeirra sem harðastir væru í þessu mjög túrakennd og væri því rétt að áætla neyslu um 1 gramm á dag á hvern fíkil.  Ástæða þess að verið var að ræða sérstaklega um sprautufíkla var sú að í Morgunblaðinu í gær sett landlæknir fram þá hugmynd að slíkir fíklar fengju ókeypis aðgang að nýjum og hreinum nálum þar sem upp hefði komið alnæmistilfelli hjá einum sprautufíkli og landlæknir sagðist óttast hættu á faraldri slíkra mála.  Inní viðtalið við Þórarinn kom innslag þar sem rætt var við fjóra einstaklinga sem allir komu fram undir fullu nafni og leyfðu myndatöku meðan á viðtalinu stóð, enda var þar ekki um að ræða eiturlyfjaneytendur heldur samkynhneigða menn en þeirra samtök hafa barist mikið í forvarnarstarfi vegna alnæmis og voru þeir allir sammála um að þessi hugmynd landlæknis væri mjög góð og væri eitt af því sem þeirra samtök hefðu fyrir löngu síðan lagt til.  Reyndar sagði einn þeirra að hann efaðist um að þeir aðilar sem væru í stöðugri neyslu fíkniefna og þar af leiðandi með brenglaða skynsemi, hefðu vit á að nýta sér að fá sprautunálar frítt og var það sama álit og komið hafði áður fram hjá Þórarinn Tyrfingssyni.  Þegar Þórarinn var síðan spurður út í áhrif á markaðinn þegar lögreglan gerði upptæk svona mikið magn svaraði hann því til að hann fagnaði að sjálfsögðu að þetta magn hefði náðst og áhrif þess yrðu meiri sem forvarnir frekar en miklar breytingar á neyslu þessara efna, því reynslan hefði kennt sér að þegar mikið magn væri gert upptækt af lögreglu þá hækkaði verðið á götunni eitthvað lítilsháttar en síðan leitaði það jafnvægis fljótt aftur.  Hann sagði að fólk yrði að átta sig á því að fíkniefnamarkaðurinn á Íslandi væri orðinn svo þróaður að hann væri ekki lengur háður einstökum sendingum.  Í þættinum var einnig rætt við Mumma í Götusmiðjunni og má segja að hans orð hafi verið nánast samhljóma orðum Þórarins varðandi áhrif þess að svona mikið magn fíkniefna hefði verið gert upptækt.  Í máli Þórarins kom einnig fram að að þótt hann væri hlynntur þessari hugmynd sem landlæknir setti fram hefði ekki fram til þessa fundist slík einkenni hjá sjúklingum á Vogi þá gerðu þeir mikið af því að skima blóð vegna margra sjúklinga sem kæmu á Vog og væru með einkenni lifrabólgu C sem ég hélt að væri ólæknandi en Þórarinn sagði að þrátt fyrir að einstaklingur greindist með lifrabólgu C gæti við komandi lifað ágætis lífi áfram ef hann héldi sig með þau meðferðarúrræði sem í boði væru og væru undir stöðugu eftirliti lækna, en hann sagði að því miður væri þar mikill misbrestur á og tók sem dæmi að af öllum þeim sem greindust með þennan sjúkdóm á Vogi sl. 10 ár væru nú þegar 30 látnir og væri þar um að ræða ungt fólk.   Það kom einnig fram hjá Þórarinn að mikil nauðsyn væri á að auka skimun á blóði til að forðast alnæmishættuna en þar skipti öllum máli að fjármagn væri fyrir hendi og sagði að á Vogi hefði komið fyrir að þurfa hefði að hætta slíkri skimun á blóði vegna fjárskorts enda væri það í raun og veru hlutverk ekki hlutverk sinnar stofnunar að sinna slíku heilbrigðiseftirliti.

Ef maður skoðar betur það sem fram kom í þættinum þá gætu neytendur fíkniefna á Íslandi í dag  og notar viðmiðun Þórarins að hver fíkill þurfi að selja 10 öðrum til að fjármagna eigin neyslu þá fæ ég út úr því dæmi að þeir geti verið allt að 20 þúsund einstaklingar.  En hafa ber í huga að ekki fjármagna ekki allir neyslu með sölu til annarra heldur með allskonar þjófnaði, lánum ofl.  Virðist því nánast ógerlegt að áætla hve stór þessi hópur raunverulega er.  Það kom líka fram að þótt vissulega sé ánægjuefni þegar fíkniefnasalar eru handteknir koma fljótt aðrir í staðinn meðan eftirspurnin er svona mikil.  Þetta virðist því lúta sömu lögmálum og markaðsfræðin kennir, að á meðan eftirspurn er eftir ákveðinni vöru eða þjónustu koma alltaf fram aðilar til að sinna þeim þörfum.  Eins og Þórarinn Tyrfingsson orðaði það "Það er ákveðið tannhjól sem heldur þessari keðju gangandi og meðan ekki tekst að stoppa það heldur þetta áfram"  Við getum að sjálfsögðu engu breytt um það sem liðið er eða bjargað þeim sem nú þegar hafa eyðilagt sitt líf, en á framtíðina getum við haft áhrif.  Ef síðan er til viðbótar yfirvofandi ógn vegna alnæmis og ekki fæst nægjanlegt fé til forvarna í því máli, bið ég hreinlega Guð að hjálpa okkur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Góð vangavelta Jakob.

Forgangsraða þarf verkefnum á heilbrigðis og félagsmálasviði og samhæfa vinnubrögð , kippa börnum úr neyslu eins og skot í lokuð meðferðarúrræði meðan börn eru börn svo eitt dæmi sé tekið.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 22.9.2007 kl. 01:10

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Alveg hárrétt Guðrún, það hefur verið alltof margir lausir endar hjá okkur í þessum málum, einn er að gera þetta og annar hitt.  Þetta verður að vera betur skipulagt og samræmt hjá öllum þeim sem vilja berjast gegn þessum vanda.  Peningaskortur er enginn afsökun, ef vantar peninga verða þeir sem hafa gefið kost á sér til að stýra þessu landi að gjöra svo vel að útvega þá.

Jakob Falur Kristinsson, 22.9.2007 kl. 09:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband