Dópsmyglið

Það fór eins og ég hafði vonað að lögreglan stoppaði ekki við það eitt að hafa fundið dópið í skútunni frægu.  Heldur hefur þeim tekist að leysa alla anga þess og er nú allt málið upplýst.  Því komið hefur fram að aðilar í þeim hóp sem handtekin var höfðu áður leikið þennan sama leik þegar þeir komu á annarri skútu til Fáskrúðsfjarðar árið 2005 og náðu þá að sleppa með sitt dóp.  Þess vegna hafa þeir talið sig vera búna að finna örugga leið með smygl á eiturlyfjum og jafnframt skýrir þetta hvaðan fjármagnið kom.  Ég óska lögreglunni enn og aftur til hamingju með þennan frábæra árangur.  Nú er bara að bíða og sjá hvernig dómstólar taka á þessu máli, en samkvæmt lögum er hámarksrefsing í svona málum 12 ára fangelsi, sem að sjálfsögðu ætti að dæma flesta þessara manna til.  Það er auðvitað augljóst að þetta mál eitt og sér verði til þess að fólk hætti að reyna að smygla dópi til landsins, það mun halda áfram.  Við eyðum í dag háum upphæðum í aðgerðir gegn hryðjuverkum og ættum þess vegna að geta bætt verulega í til að stöðva þetta dópsmygl.  Ég dreg það í efa að nokkur aðili komi hingað til lands og fremji hryðjuverk sem væri alvarlegra en sá atburður sem hér er fjallað um, hefði valdið ef allt þetta magn hefði komist í umferð hér á landi, því með réttu má líta á þetta sem tilraun til hryðjuverka.  Í þeirri umræðu sem hefur komið upp í ljósi þessara atburða, hefur vaknað hvernig í ósköpunum, lítið skip getur komið hingað til lands erlendis frá í skjóli næturs án þess að yfirvöld verði þess vör eins og skeði 2005 og kannski oftar.  Við verðum að vakta betur allar skipakomur hingað til lands og sérstaklega hin minni skip og það sjá allir að Landhelgisgæslan með núverandi skipaflota sinn getur ekki sinnt því eftirliti, því það er alltof dýrt að vera með stór varðskip í að fylgjast með ströndum landsins auk þess sem skip Gæslunnar eru ekki nema þrjú svo þau gætu þá engum öðrum verkefnum sinnt ef þau væru öll bundinn við að sigla stöðugt meðfram ströndum landsins.  En hvernig á þá að leysa þetta eftirlit?  Nú er hér á landi öflugt ratsjárkerfi með stöðvum á þremur stöðum á landinu sem eru:  Á Miðnesheiði, á Bolafjalli við Bolunarvík, á Langanesi rétt hjá Þórshöfn og á Stokknesi við Hornarfjörð, með þessu kerfi sem íslendingar tóku við af Bandaríska hernum, getum við fylgst með hverri einustu flugvél sem kemur inní okkar lofthelgi bæði stórar og smáar.  Nú hef ég ekki þekkingu á því hvort hægt er að láta þetta kerfi fylgjast með skipaferðum en ef svo er ekki er til leið í gegnum gervinetti og í því sambandi vil ég benda á að t.d. Norska Veðurstofan hefur sett upp nýtt kerfi sem notast við myndatökur úr gervihnetti og á síðunni yr.no er hægt að slá inn leitarorð um hina ýmsu staði í heiminum og ef t.d. er ritað orðið Reykjavík, Sandgerði, Esja, Fáskrúðsjörður eða nánast hvað sem er kemur strax upp mynd af viðkomandi stað og hægt er að sjá hvernig veðrið er á hverjum stað á þeim tíma sem athugaður er.  Þetta kerfi þeirra er svo nákvæmt að hægt er finna nánast einstök hús og götur.  Svona kerfi er örugglega hægt að hanna til að fylgjast með ströndum landsins, auðvitað myndi þetta kosta mikla peninga en það bara verður að hafa það.  Eins og ég sagði í grein í gær og vitnaði þar í Þórarinn Tyrfingsson hjá Vogi, stöðvum við þetta vandamál ekki nema að hafa áhrif á eftirspurnina eftir dópi og verðum við að taka okkur þar verulega á í sambandi við forvarnir og ekki alltaf að hugsa um hvað hlutirnir kosta, því ef við festustum í þeim hugsunarhætti gerum við aldrei neitt af viti í þessum málum. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband