Kópavogur

Íbúasamtökin Betri byggð á Kársnesi í Kópavogi eru nú farin að taka niður mótmælaborða með samstilltu átaki undir yfirskriftinni "Geymt en ekki gleymt" og ætla ekki að farga borðunum svo unnt verði að hengja þá upp aftur ef og þegar þess verður þörf.  Ég verð nú að segja fyrir mig sem áhorfandi að þessu Kársnes-leikriti, skil ég ekkert hvað er að eiga sér stað þarna í Kópavogi.  Eftir öll þessi miklu mótmæli og bæjarstjórn Kópavogs nýbúin að tilkynna breytingar á skipulagi til að koma til móts við óskir íbúa á þessu svæði og Gunnar Birgisson bæjarstjóri nýbúinn að lýsa því yfir að lýðræðið væri vel virkt í Kópavogi, þá geysist fram á ritvöllinn Guðríður Arnardóttir bæjarfulltrúi fyrir Samfylkinguna og fer að þrasa um það, að í raun sé ekki meirihluti bæjarstjórnar sem hafi átt hugmyndina að þessu nýja skipulagi á Kársnesi heldur hafi Samfylkingin fyrir löngu síðan sett fram þessa tillögu.  Og hvað með það?  Ég myndi nú í sporum Guðríðar fagna því ef tillögur frá minnihlutanum komast í framkvæmd en ekki nota tækifærið að skammast út í Gunnar bæjarstjóra.  Einnig hélt ég að þessi samtök "Betri byggð á Kársnesi" væru eðlileg íbúasamtök en ekki skæruliðahreyfing sem væri tilbúin í mótmæli þegar á þyrfti að halda, jafnvel nú þegar búið er að verða við þeirra óskum um breytingu á skipulagi.  En hvað er betri byggð bæði á Kársnesi og annarsstaðar?  Er það að hvergi megi byggja nýtt hús á landinu?   Allt eigi að vera óbreytt jafnvel gamlir húskofar að hruni komnir eru menningarverðmæti og hafa sál eins og oft er verið að fullyrða.  Á hvað trúir þetta fólk er það að verða eins og frumbyggjar í Afríku sem trúa á stokka og steina?  Það mætti halda að sumir hefðu fórnað trú sinni á Guð almáttugan og tilbæði í þess stað gamla húskofa sem hafa sál, það má ekkert gera lengur í þessu landi ef um er að ræða nýjar byggingar nema allt verði vitlaust.  Það getu vel verið að þetta sé fögur hugsjón hjá mörgum en ætli nokkur vilji í raun hoppa langt aftur í tímann og fara að búa í torfkofum eða illa einöngruðum bárujárnsklæddum timburhjöllum, ég er hræddur um ekki.  Ef þessi hugsjón hefði verið ráðandi í þjóðfélaginu alla síðustu öld, væri engin byggð í Kópavogi og ekkert til að rífast um þar í dag.
mbl.is Kársnesingar taka niður mótmælaborða sína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband