Olíverð

Þegar ég las þessa frétt var ég alvarlega að hugsa mig um í morgun og senda öllum olíufélögunum tölvupóst og benda þeim á að olíuverð hefði lækkað í morgun eftir að ljóst var að óveður sem spáð hafði verið í Mexíkóflóa gekk yfir án teljandi tjóns.  Ástæða þess að ég var að hugsa um þetta er sú að þegar olíuverð hækkar er eins og viðvörunarbjöllur hringi hjá öllum olíufélögum og verðið hækkar nánast strax, en ef verðið lækkar virðast engar bjöllur hringja og beðið og beðið er með að lækka verðið hjá þessum fyrirtækjum.  Ef þeir eru spurðir hvort ekki eigi að lækka verðið er alltaf sama svarið hjá öllum;  "Við verðum að fylgjast betur með hvernig verðið á heimsmarkaði þróast næstu daga áður en hægt er að taka ákvörðun um lækkun."  Svo þykjast þessir menn fylgjast vel með heimsmarkaði á olíu, en í raun á það bara við um hækkanir.  Ég er löngu hættur að eiga viðskipti við stóru olíufélögin ég kaupi eingöngu mitt bensín hjá einyrkjanum á þessum markaði sem er Atlandsolía bara til að styðja við það fyrirtæki sem sannarlega verðleggur sínar olíuvörur í samræmi við heimsmarkaðsverð á hverjum tíma og hvet alla til að gera slíkt hið sama.
mbl.is Olíuverð lækkar á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, kannski við notendur (mér finnst einhvern vegin við ekki vera neytendur olíu) þurfum að taka að okkur að láta þá vita þegar verðið lækkar á heimsmarkaði.  Eins tók ég eftir að US $ er orðinn lægri en sá kanadíski, er ekki tralað um að verðið sé miðað við dollar??? Kannski við þurfum líka að benda þeim á þegar hann lækkar, sem hann er víst búin að gera að undanförnu :-?  Ég mundi gjarnan skipta við einyrkjann ef hann seldi olíuvörur á mínu svæði, svolítið erfitt að keyra yfir fimmhundruð kílómetra til að fylla á tankinn ;-).

tavern&grill 24.9.2007 kl. 14:04

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Það er auðvita rétt ábending Tavern, ég bara gleymdi að minnast á dollarann, sem skiptir miklu máli við verðlagningu á olíuvörum hér á landi,

Jakob Falur Kristinsson, 25.9.2007 kl. 08:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband