Næturfundir

Nú hefur Sturla Böðvarsson forset Alþingis boðað breytingar á skipulagi þingsins við setningu þess í dag og sagði m.a. að næturfundir ættu ekki að þekkjast á Alþingi.  Þá sagði Sturla nauðsynlegt að draga úr löngum ræðum á þinginu en jafnframt ættu þingmenn að geta efnt til pólitískra umræðna um aðkallandi mál með litlum fyrirvara.  Bæta mætti núverandi fyrirkomulag á slíkum umræðum.  Hægt væri að hafa þær í upphafi þingfunda og þar geti þingmenn átt orðastað við fleiri en ráðherra svo sem formenn þingnefnda.   Þá sagði Sturla að stefnt væri að lengri starfstíma þingsins, fjölga nefnda- og kjördæmadögum.  Sturla sagði að nú á tímum væru gerðar miklar kröfur til þingmanna og ráðherra um þátttöku í stjórnmálastarfi utan vettvangs þingsins.  Þá hefði breytt kjördæmaskipan haft í för með sér breytingar á störfum þingmanna og kröfur hefðu aukist um að þingmenn sinni kjördæmi sínu og kjósendum.  Einnig væri alþjóðlegt samstarf þingsins og þingmanna stöðugt mikilvægari þáttur í starfi þeirra.  Sturla sagðist hafa rætt hugsanlegar breytingar á starfsháttum þingsins við formenn þingflokka.  Hann nefndi að styrkja þyrfti starf nefnda þingsins og auka eftirlitshlutverk þeirra og sagði að til greina kæmi að ráða sérstaka starfsmenn sem ynnu fyrir minnihluta þingnefndar.  Þá kæmi einnig til greina, að opna ákveðna nefndarfundi fyrir fjölmiðlum.  Sturla sagði mikilvægt fyrir stjórnarandstöðu sem og stjórnarþingmenn að Alþingi ávinni sér traust.  Þáttur í því að lagasetning sé vel undirbúin og þingmenn komi til umræðna vel undirbúnir.

Eftir að ég las þessa frétt datt mér fyrst í hug að Sturla, sem væri að boða þessar breytingar væri nýliði á Alþingi, en svo er nú aldeilis ekki.  Ég er einn af þeim sem fylgist mikið með störfum Alþingis og mér hefur virst að þessir næturfundir komi oftast til vegna þess að ríkisstjórnin er að leggja fram stór og umdeild mál á síðustu stundu og ætlast til að þau séu keyrð í gegnum þingið með forgangshraða.  Þetta á við um þann tíma sem er rétt fyrir jólaleyfi eða rétt fyrir þinglok á hverjum tíma.  En að ætla að draga úr löngum ræðum þingmanna og segja um leið; "Að jafnframt ættu þingmenn að geta efnt til pólitískra umræðna um aðkallandi mál með litlum fyrirvara." er hlutur sem ég ekki skil hvernig getur farið saman.  En að auka eftirlitshlutverk þingnefnda og opna ákveðna nefndarfundi fyrir fjölmiðlum er fagnaðarefni  og hefði komið sér vel þegar Sturla var ráðherra og má þar nefna Grímseyjarferjuna sem dæmi.  Hvað varðar traust Alþingis, þá er það nú alltaf svo að erfitt er að vinna traust sem hefur glatast.  Sturla nefnir að til greina komi að ráða sérstaka starfsmenn til að vinna fyrir minnihluta í nefndum þingsins og væri það til mikilla bóta.  Hann ræðir einnig um þá miklu breytingu sem hefur orðið á störfum þingmanna og nefnir að þingið ætti að starfa lengur á hverju ári og er ég sammála honum í því.  Hinsvegar tel ég að ef nú á að breyta starfsháttum Alþingis ætti það að gera almennilega.  Í því sambandi teldi ég rétt að ráðherrar sætu ekki á þingi á sama tíma og þeir eru í ráðherraembætti og kölluðu inn varamenn á meðan.   Einnig eins og einu sinni var rætt um að hver þingmaður ætti rétt á að ráða sér sérstakan aðstoðarmann, þar sem starf þingmanna hefur breyst svo mikið eins og Sturla bendir á.  Hvað varðar að lagasetning sé vel undirbúin og þingmenn komi til umræðu vel undirbúnir, þá hefur mér ekki virst þingmenn sem taka þátt í umræðum um hin ýmsu mál ekki vera illa undirbúnir, en aftur á móti hafa mörg stjórnarfrumvörp ekki verið vel undirbúin og þó nokkur dæmi að nýsamþykkt lög verða nánast ónothæf vegna þess að þau eru ekki nægjanlega skýr og oft plástrar á galla sem hafa komið upp vegna eldri laga.  Um frumvörp frá stjórnarandstöðu þarf varla að ræða, því hvort þau eru vel eða illa undirbúinn eru þau nánast aldrei samþykkt og væri nær að huga örlítið að þeim málum þegar rætt er um virðingu Alþingis.  Dæmi um vandræðalög sem sett hafa verið eru hin nýju Vatnalög sem nú er reynt af öllum mætti af sitjandi ríkisstjórn að koma í veg fyrir að þau taki gildi.  Þanni að það er að mörgu öðru að hyggja en, Næturfundum á Alþingi. 


mbl.is Næturfundir ættu ekki að þekkjast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband