Fangelsi hf.

Nú er Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra að tala um að ekkert sé óeðlilegt að þeirri spurningu sé velt fyrir sér, hvort stofna eigi með samningi til samstarfs við einkaaðila um byggingu og jafnvel rekstur fangelsa.  Björn hefur að sjálfsögðu fullan rétt til að velta upp svona spurningum og mörgu fleiru sama hve vitlaust það er, en hvort að nokkur sé sammála Birni er svo annað mál.  Ég hef talið að fangelsi væri staður til þess að láta fólk taka út refsidóma og úr þeirri vist ættu að koma hæfari einstaklingar til að lifa og starfa í okkar þjóðfélagi.  Ef þessi rekstur yrði settur í hendur einkaaðila er ég nokkuð viss um. að þeir aðilar sem slíkt tækju að sér litu á þetta eins og hvern annan rekstur sem yrði að skila hagnaði og er ég hræddur um að slík fangelsi breyttust fljótt í þrælabúðir.  Öllum kostnaði yrði haldið í lámarki og fangar látnir vinna fulla vinnu nánast kauplausir.  Þetta yrðu fyrirtæki sem jafnvel leigðu út starfsfólk.  Í þessu sambandi dettur mér í hug að á þeim tíma sem ég var að reka hraðfrystihús vestur á Bíldudal og náði samningi við Franska ríkið um að selja þeim fiskafurðir og þegar ég fékk í hendur hvernig framleiðslan ætti að vera, kom í ljós að engar kröfur voru gerðar um gæði varðandi þessa framleiðslu og mátti nota nánast hvað sem var og mátti fiskurinn vera fullur af ormum og beinum.  Því var þetta fljótunnin framleiðsla og verðið var bara nokkuð gott og nota mátti allra ódýrustu umbúðir sem völ var á.  Var þetta því mjög hagkvæm framleiðsla þar sem í hana fór allt það sem ekki var hæft á aðra markaði.  Ég fór að forvitnast um hvað þessir frönsku aðilar gerðu við þetta, því þeir greiddu vel fyrir og tóku við öllu því magni sem hægt var að framleiða um leið og það var búið að fylla hvern frystigám.  Þá kom í ljós að þetta var notað sem fæða fyrir fanga í frönskum fangelsum, því ekki gátu fangarnir verið að kvarta yfir matnum, annað hvort var það þetta eða ekki neitt.  Ætli hliðstæð dæmi komi ekki fljótlega upp í einkareknum fangelsum á Íslandi, því vitað er að á Íslandi er hent miklu magni af matvælum þegar komið er fram yfir síðasta skráðan söludag og þarna væri kominn markaður fyrir það sem að öllu jöfnu endar í ruslinu og er eytt.  Þetta er sú ein vitlausasta hugmynd sem komið hefur frá Birni Bjarnasyni og hafa þær margar verið skrýtnar.  Má þá ekki alveg eins hugsa sér að einkavæða dómskerfið, Hæstarétt og jafnvel dómsmálaráðuneytið.  Það er ekkert vitlausara en þetta.
mbl.is Spurning hvort einkaaðilar eigi að koma að rekstri fangelsa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband