Yfirdráttur

Í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar um endurskoðun ríkisreiknings 2006 kemur fram að alls voru tólf stofnanir í A-hluta ríkisins með samtals 221 milljóna króna yfirdrátt á bankareikningi í árslok 2006.  Ríkisendurskoðun bendir á að samkvæmt reglum fjármálaráðuneytisins um láns- og reikningsviðskipti ríkisstofnana í A-hluta ríkissjóðs sé ríkisstofnunum óheimilt að fjármagna rekstur sinn með yfirdrætti á bankareikningi.  Í gildi eru lög sem kallast fjárreiðulög nr. 88/1997 og samkvæmt þeim er þetta brot á þeim lögum og ættu því forstöðumenn þessara 12 stofnana sem létu það viðgangast að svona frjálslega var farið með bankareikninga, að sæta ábyrgð á þessari gúmmítékkaútgáfu.  Samkvæmt fjárreiðulögum ber hverri stofnun ríkisins og lendir í vandræðum með að greiða sína reikninga, að leita til fjármálaráðherra sem aftur leitar heimildar hjá fjárlaganefnd Alþingis eða í fjáraukalögum þegar Alþingi starfar og þá á fjármálaráðherra að veita viðkomandi stofnun skammtímalán úr ríkissjóði til að leysa vandann.  Þarna virðist því að lög hafi verið brotin og ætti því að láta viðkomandi aðila sæta ábyrgð á sínum gjörðum, en við þessum brotum getur legið fangelsisdómur.  Ég held að það sé kominn tími til að forstöðumenn stofnana ríkisins beri fulla ábyrgð á sínum störfum, eins og starfsfólk á hinum almenna vinnumarkaði verður að gera.  Þetta virðist vera alltof laust í böndunum og þeir starfsmenn ríkisins sem haga sér svona eiga skilyrðislaust að verða reknir og dæmdir samkvæmt þeim lögum sem um þá gilda.  Svona andskotans vitleysu á ekki að lýða, að gefa út gúmmítékka fyrir 221 milljón og allt á að vera í lagi.
mbl.is Tólf ríkisstofnanir með samtals 221 milljónar yfirdrátt í lok síðasta árs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Jakob.

Dellan og vitleysan þess efnis að áætlanir innihalda aldrei eitthvað sem stenst til þess að láta hlutina líta vel út á blaði tölulega tímabundið og stofnanir síðan á yfirdrætti meðan ríkissjóður kemur út í hagnaði sem milljörðum nemur ,síðar.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 3.10.2007 kl. 23:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband