Hafnfirðingar í gíslingu

Ég hélt nú fyrst þegar ég sá þessa fyrirsögn að Garðbæingar hefðu tekið Björn Bjarnason á orðinu um einkarekin fangelsi og hefðu handtekið alla Hafnfirðinga á einu bretti.  En svo er víst ekki þegar fréttin er lesin.

Bæjarstjóri Hafnarfjarðar, Lúðvík Geirsson. segir Hafnfirðinga vera í gíslingu Garðabæjar.  "Við lítum svo á að við séum í ákveðinni gíslingu.  Á 1 km kafla í landi Garðabæjar á gamla Hafnarfjarðarveginum, frá Engidal að Vífilstaðavegi, eru þrjár umferðarstýringar.  Þarna myndast stífla á morgnana og síðdegis þegar menn fara í og úr vinnu.  Við höfum ítrekað boðið bæjaryfirvöldum í Garðabæ teikningar af hringtorgum okkar sem hafa leyst úr umferðarhnútum hér."

Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, segir hringtorg vel koma til greina á gatnamótum Vífilstaðarvegar og Hafnarfjarðarvegar þar sem biðin sé.  Gunnar vísar því alfarið á bug á hafnfirðingar séu í gíslingu Garðbæinga.  "Við getum alveg eins verið í gíslingu því þegar við erum að fara út á flugvöll endar Reykjanesbrautin í bílskúr í Hafnarfirði."

Hvað er eiginlega að ske á milli þessara nágranna, þessir bæjarstjórar haga sér eins og börn að leik í sandkassa.  Eru bæjarstjórarnir ekki með réttu ráði og hvað á þessi andskotans vitleysa að þýða?  Hvað er eiginlega að Gunnari Einarssyni, bæjarstjóra í Garðabæ?  hann segi að vel komi til greina að leysa þetta vandamál með hringtorgi eins og Lúðvík Geirsson er að benda á.  En hvers vegna er það ekki gert?  Er ástæðan sú að tillagan kom frá Hafnarfirði?  Ekki veit ég hvaða leið Gunnar Einarsson ekur út á flugvöll ef hann endar alltaf í bílskúr í Hafnarfirði.  Um hvað er maðurinn að tala?  Ég ek oft leiðina frá Reykjavík til Sandgerðis og hef nú aldrei lent í því að enda í bílskúr í Hafnarfirði.  Ef Gunnar bæjarstjóri er ekki betur að sér í því að rata þá leið sem hann ætlar að fara er ekki von á góðu.  Hann óttast kannski hringtorg vegna þess að hann kæmist aldrei út úr því aftur og æki bara hring eftir hring.  Hvað varðar Reykjanesbrautina er það þjóðvegur í þéttbýli og öll lagning hans er í höndum ríkisins en ekki Hafnarfjarðarbæjar.  Ég held að þið báðir bæjarstjórar ættuð að leita að því hvort einhver skynsemi er til í ykkar höfðum og leysa þetta mál á þann hátt að sómi sé að.  Það sem þið eruð núna að gera er til skammar og þið ættuð báðir að skammast ykkar fyrir að haga ykkur eins og algerir bjánar.  En kannski eruð þið einmitt bjánar?


mbl.is Erum í gíslingu Garðbæinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Er ekki bara komin tími á að sameina eitthvað af þessum sveitarfélögum sem liggja hlið við hlið og óljóst hvar mörkin liggja í raun og veru.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.10.2007 kl. 11:01

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Auðvitað ætti að sameina öll sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu.

Jakob Falur Kristinsson, 4.10.2007 kl. 11:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband