R-listinn

Geir h. Haarde, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði við fréttamann Sjónvarpsins nú síðdegis, að það væri skiljanlegt að menn væri vonsviknir vegna þess að það væri dapurlegt að endurreistur R-listi væri kominn til valda á ný vegna máls, sem auðveldlega hefði átt að vera hægt að leysa á málefnalegum forsendum.  Það er eitthvað annað meira á bak við þetta, sagði Geir og sagði ljóst að fleira en málefni Orkuveitu Reykjavíkur væri í spilunum.  Geir sagði að þau Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, hefðu rætt saman nú síðdegis um þetta mál og þau væru sammála um að það ætti ekki að hafa áhrif á samstarf Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar í ríkisstjórn landsins enda væri það samstarf mjög traust.  Geir sagðist óttast að nýtt meirihlutasamstarf bæri dauðann í sér þótt hann vonaði fyrir hönd borgarbúa að það næði árangri.  sagði hann að Framsóknarflokkurinn hefði þarna leikið herfilega af sér og brugðist því trausti sem borið var til hans.

Ég get létt þeim áhyggjum af Geir H. Haarde, að það er ekkert nýtt að R-listi stjórni borginni og gert það vel og mun gera það aftur vel.  Það er gott að vita að ekkert getur spillt núverandi ríkisstjórnar stjórnarsamstarfi og þar sé ekkert nema traust og aftur traust.  Hann getur einnig sparað sér sínar áhyggjur af Framsóknarflokknum, því það var Sjálfstæðisflokkurinn, sem með sinni vitleysu spillti meirihluta starfi í borgarstjórn og ef sjálfstæðismenn í ríkisstjórn ætla að fara haga sér eins og þeirra flokksfélagar í borgarstjórn, er nokkuð öruggt að þetta mikla traust sem hann talar um verði fljótt að rjúka út í veður og vind.


mbl.is Dapurlegt að endurreistur R-listi sé kominn til valda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband