Fallinn með 4,9

Sjálfstæðismenn 

 

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokki, segir að ákvörðun Björns Inga Hrafnssonar um að slíta meirihlutasamstarfinu í borgarstjórn hafa verið einhliða og fyrirvaralaus.  Sagði Vilhjálmur ekki hafa mikla trú á þeim meirihluta, sem nú hefur verið myndaður.  Gísli Marteinn Baldursson, borgarfulltrúi, sagðist telja að Björn Ingi hefði sýnt mikil óheilindi. 

 

Aðrir borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins tóku undir að spurningar hlytu að vakna um það hvaða hagsmuni Björn Ingi væri að verja. Hanna Birna Kristjánsdóttir sagði, að Björn Ingi hefði ekki þolað einn snúning og það hefði komið mjög á óvart af hve mikilli hörku hann rak mál REI.

Vilhjálmur sagði, að hann muni starfa áfram á vettvangi borgarstjórnar og veita nýjum meirihluta nauðsynlegt aðhald. Sagðist hann myndi fylgjast náið með því hvernig málefnasamsuða flokkanna fjögurra verði útfærð og hann hlakkaði til að takast á við þennan hóp.

Vilhjálmur sagði, að Svandís Svavarsdóttir hefði á blaðamannafundi síðdegis talað um að handaband dygði til að innsigla samstarfið. „Það dugði ekki handaband hjá okkur þegar við ætluðum að halda meirihlutanum áfram í gærkvöldi," sagði Vilhjálmur og bætti við að þessi niðurstaða væri áfall og það væri áfall að lenda í svona samskiptum. „Ég hefði að minnsta kosti ekki hagað mér svona sjálfur," sagði hann.

Vilhjálmur sagði að seint í gærkvöldi hefði hann átt samtal við Björn Inga þar sem þeir handsöluðu samkomulag um að halda áfram samstarfinu í borgarstjórn. Sagðist Vilhjálmur hafa átt von á Birni Inga á fund klukkan 10:30 í morgun en hann kom ekki þangað og ekki heldur á meirihlutafund í Höfða eftir hádegið. Sagðist Vilhjálmur hafa verið farinn að halda að eitthvað hefði komið fyrir Björn Inga.

Hann sagði, að Björn Ingi hefði síðan hringt í sig í dag og beðið um fund. Þar kom fram, að skömmu eftir að þeir ræddust við símleiðis í morgun hefðu oddvitar hinna flokkanna haft samband við Björn Inga og viljað ræða um samstarf og niðurstaðan orðið sú sem raun bæri vitni.

Vilhjálmur sagði, að síðasta vika hefði verið afar erfið en þeir erfiðleikar hefðu aðeins tengst erfiðleikum í Orkuveitu Reykjavíkur. Engin önnur alvarleg ágreiningsmál hefðu komið upp í þessu meirihlutasamstarfi og þvert á móti hefði ríkt eindrægni innan hópsins.

Vilhjálmur sagði, að ágreiningurinn nú hefði tengst áhættusömum rekstri, sem sjálfstæðismenn hefðu viljað fara varlega í en það væri sannfæring þeirra, að Orkuveita Reykjavíkur eigi ekki að vera í áhættusömum samkeppnisrekstri og ætti að losa sig sem fyrst út úr Reykjavik Energy Innest. Ágreiningurinn tengdist einnig gagnaveitunni, sem væri í samkeppni við ljósleiðarann. það hefði komið á óvart, hvað Björn Ingi vildi fylgja þessu ferli fast eftir þótt augljóst væri, að ekki væri stuðningur fyrir því innan borgarstjórnarmeirihlutans.

Bæði sár og reið
Gísli Margeinn Baldursson, borgarfulltrúi, sagði að innan þeirra raða væri sú skoðun uppi, að Björn Ingi hefði komið fram af miklum óheilindum. „Við erum bæði reið og sár yfir framgöngu hans," sagði Gísli Marteinn.

Hann sagði að samstarf flokkanna tveggja í borgarstjórn hefði gengið afar vel þar til kom að málefnum REI. Ástæðan, sem gefin var upp fyrir samstarfsslitunum væri ótrúverðug og allt tal um að það sé óeining í hópi sjálfstæðismanna væri fyrirsláttur. Því hlyti að búa eitthvað annað að baki þessum gerðum Björns Inga.

Það er alveg sama hvað sjálfstæðismenn væla mikið og ásaka Björn Inga um svik og trúnaðarbrest, þeir bera alla sökina sjálfir og munu jafnvel hafa verið að hugsa um að sparka Birni Inga og fá Margréti Sverrisdóttur í staðinn, það voru nú öll þeirra heilindi.  Vilhjálmur talar um að Svandís Svavarsdóttir hafi talað um að handarband dygði til að innsigla samstarf þeirra flokka sem nú taka við.  Síðan segir Vilhjálmur "Það dugði ekki hjá okkur þegar við Björn Ingi hafi handsalað þeirra samstarf í fyrrakvöld".  Nú hefur komið fram að í fyrrakvöld hittust þeir Vilhjálmur og Björn Ingi ekkert, en töluðu saman í síma, ekki veit ég hvernig síma Vilhjálmur er með. en ég hef aldrei heyrt áður að menn handsali ákveðna hluti í gegnum síma.

En hvað skyldi það nú verið sem varð til þess að Björn Ingi ákvað, að slíta þessum meirihluta:

1.   Vilhjálmur naut ekki lengur fulls trausts hjá sínum borgarstjórnarflokki, enda höfðu þeir farið á fund til Geirs H. Haarde, formanns og Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttir, varaformanns, flokksins í þeim tilgangi að kvarta yfir vinnubrögðum Vilhjálms, borgarstjóra.  Þannig að alger upplausn var í þessu liði.

2.     Til að sætta sína félaga varð samkomulag um að selja hlut OR í REI til einkaaðila fyrir 10 milljarða en samkvæmt mati og hækkunum á bréfum Bjarna Ármannssonar er þessi hlutur um 40-50  milljarðar að virði.  Með sölu nú fyrir 10 milljarðar var nánast verið að gefa einkaaðilum stórfé frá OR, auk þess sem einkaaðilar hefðu þá átt allar virkjanir OR í gegnum félagið REI og alfarið ráðið verði á allri orku, auk þess sem búið var að samþykkja að Bjarni Ármannsson fengi að kaupa fyrir 500 milljónir til viðbótar því sem hann var áður búinn að kaupa og þetta átti hann að fá á sama gengi og áður og væri þá búinn að hagnast um rúman milljarð á fyrirtækinu REI og í staðinn ætlaði Bjarni að gefa reiknitölvur á alla leikskóla borgarinnar.  Vilhjálmi og fleirum er tíðrætt að ekki sé réttlætanlegt að skattfé borgarinnar sé notað í áhætturekstur en borgin í gegnum OR er búinn að leggja fé og eignir til REI en forustu um stofnun þess fyrirtækis hafði Guðlaugur Þór Þórðarson sem var þá stjórnarformaður OR.  Þótt borgin eigi ekki að vera í áhætturekstri er ekki þar með sagt að til að losna úr slíkum rekstri að borgin verði að gefa einhverjum gæðingum sína eign í REI í stað þess að bíða og fá eðlilegt verð.  Svo tala þessir fuglar um að þeir hafi eingöngu hag íbúa Reykjavíkur í huga, en verk þeirra segja okkur allt annað.

3.     Það voru þessi atriði sem Björn Ingi Hrafnsson gat ekki samþykkt, þ.e. að gefa eignir borgarinnar til einkaaðila og þegar við bættist algjör óeining hjá sjálfstæðisflokki var nóg komið og hann yfirgaf samkvæmið.

Ég get alveg skilið gremju sjálfstæðismanna því loksins eftir 12 ára útlegð náðu þeir stjórn borgarinnar en ekki tók það þá nema 17 mánuði að spila öllu af sér í tóma vitleysu og ljóst að pólitískur ferill Vilhjálms lýkur við lok kjördæmisins.  Einnig má telja nokkuð víst að langt mun verða þar til sjálfstæðismönnum verður treyst til að stýra Reykjavíkurborg.  Geir H. Haarde er mjög slegin yfir þessum fréttum en tekur samt fram að þetta hafi engin áhrif á núverandi ríkisstjórnarsamstarf, en Ingibjörg Sólrún Gísladóttir tekur þessum fréttum fagnandi en tekur undir með Geir hvað varðar ríkisstjórnina.  Auðvitað mun þetta hafa mikil áhrif á núverandi ríkisstjórn, því nú verður Samfylkingin ráðandi í þessu samstarfi og sterkari aðilinn, því sjálfstæðismenn er orðnir svo hræddir við að lenda í sömu stöðu og félagar þeirra í borgarstjórn og munu ekki þora að styggja Samfylkinguna neitt og er því breytt staða hjá sjálfstæðisflokknum og víst að núverandi ríkisstjórn mun verða mjög ólík þeim stjórnum sem sjálfstæðisflokkurinn hefur verið í sl. 16-17 ár.
mbl.is Vilhjálmur: Ákvörðun Björns Inga um samstarfsslit fyrirvaralaus
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband