Vilhjálmur tvísaga um HS

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti Sjálfstæðisflokks í borgarstjórn Reykjavíkur, sagði í Kastljósþætti Ríkissjónvarpsins á mánudag 15. október, að honum hefði verið ljóst að hlutur Orkuveitu Reykjavíkur (OR) í Hitaveitu Suðurnesja (HS) ætti að renna inn í Reykjavík Energy Invest (REI).  Þetta er í mótsögn við það sem haft er eftir honum í Fréttablaðinu, miðvikudaginn 10. október;  "Það hefur staðið til að við keyptum meira af Hafnarfirði og það samkomulag stendur.  Hafnfirðingar hafa ekkert gefið upp um hvað þeir ætla sér, en ef við keyptum þann hlut færi hann ekki inn í REI.  Það er ekki inn í myndinni, alls ekki";  Var haft eftir Vilhjálmi þá.  Í Kastljósþættinum, þar sem Vilhjálmur og Bjarni Ármannsson, stjórnarformaður REI fóru yfir málið, sagðist Vilhjálmur hafa vitað af samkomulagi um að eignarhlutur Orkuveitunnar í HS rynni inn í REI.  "Ég vissi að hlutur okkar (Orkuveitu Reykjavíkur) í Hitaveitu Suðurnesja ætti að renna inn í Þennan pakka (Reykjavík Energy Innest)."

Vilhjálmur hefur jafnframt neitað staðhæfingum Hjörleifs Kvaran, forstjóra OR, Hauks Leóssonar, fyrrverandi stjórnarformanns OR og Bjarna Ármannssonar, stjórnarformaður REI, um að hann hefði verið upplýstur um atriði samnings sem fól í sér sameiningu Geysis Green Energy og REI.

Margir í sporum Vilhjálms myndu nú biðja Guð að hjálpa sér, en ekki Gamli Góði Villi.  Hann biður þann aðila sem hann hefur mesta trú á um hjálp og sá aðili sem Vilhjálmur tilbiður nú er Svandís Svavarsdóttir.  En hvort Svandís kærir sig um að bjarga Vilhjálmi frá öllum þessum lygum á eftir að koma í ljós, en líklega væri hún mjög trúlega hæfari um það en flokkssystkini Vilhjálms, sem gráta það ekkert þótt þeirra foringi eigi í miklum vandræðum


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband