ÁTVR

Landlæknisembættið segir, að niðurstöður rannsókna bendi eindregið til þess, að einkasala ríkisins á áfengi dragi úr neyslu og tjóni sem af henni hlýst og ef einkasölunni sé aflétt aukist heildarneysla áfengis. Alþingi fjallar nú um frumvarp um að einkasala ÁTVR verði aflögð á öðru áfengi en því sem er með meiri vínandastyrk en 22%. Einnig er í frumvarpinu lagt til að áfengisgjald verði lækkað.

Ekki ætla ég að gagnrýna þá sem vilja afnema einkasölu ÁTVR á sölu léttvíns og bjór og jafnvel sterkum drykkjum líka.  Ég notaði þetta mikið og oft alltof mikið en er nú svo lánssamur að hafa getað hætt þessari neyslu minni, en þrátt fyrir það tel ég ekkert athugavert við að þeir sem vilja kaupa þessa vöru geti gert það hvar sem þeir vilja.  Það er staðreynd og ég þekki það best út frá eigin neyslu að sá sem ætlar sér að nálgast áfengi finnur alltaf leiðir til þess og jafnvel þótt áfengissala yrði bönnuð með öllu, yrði það ekki til að gera Ísland áfengislaust.  Á meðan eftirspurn er eftir ákveðinni vöru verða alltaf einhverjir til að fullnægja þeirri eftirspurn.  Hvort sem það er löglegt eða ólöglegt.  Núverandi fyrirkomulag stuðlar að frekari drykkju en ella.  Bara það eitt að þurfa að gera sér sérstaka ferð í áfengisverslun verður til þess að fólk kaupir mun meira en það myndi gera ef hægt væri að nálgast þessa vöru í næstu matvöruverslun.  Víða á landsbyggðinni hefur ÁTVR farið þá leið að opna áfengisútsölur í samstarfi við verslanir og jafnvel bensínstöðvar, en auðvitað er vínbúðin aðskilin frá annarri verslun og hygg ég að svo verði einnig gert þótt þetta fari í matvöruverslanir, sjoppur og fleiri staði.  Það vita sjálfsagt margir að áfengissala á svörtum markaði er nú stunduð í stórum stíl af leigubílstjórum og fleiri aðilum t.d. veit ég um eina sjoppu í Reykjavík sem selur bjór til þeirra sem eru þar fastakúnnar.  Eins og ég sagði áður, að þótt ég hafi hætt neyslu á þessari vöru, finnst mér ósköp eðlilegt að þeir sem vilja nota slíka vöru fái að gera það og versla þar sem þeim finnst þægilegast.


mbl.is Landlæknir: Afnám einkasölu ÁTVR mun auka áfengisneyslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki gleyma þeim sem hafa ekki aldur til að versla í ÁTVR.

Það að troða þessu í verslanir þýðir einfaldlega aukningu á drykkju ungmenna. Ég veit það af eigin reynslu, enda var vinahópur minn oft í bölvuðum vandræðum með að redda sér áfengi um helgar vegna þess að það þurfti að fá einhvern til að fara fyrir sig í ríkið.

Ég þarf engar rannsóknir til að vita að það skerti drykkju hjá mínum vinum, því ég sá það sjálfur.

Það er bara endalaus vitleysa og græðgi að hálfu kaupmanna að reyna opna fyrir þetta. Punktur.

FS 19.10.2007 kl. 09:54

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Þeir sem ekki hafa aldur til að versla í ÁTVR munu heldur ekki hafa leyfi til að versla áfengi þótt það sé selt í verslunum.  Þessi tillaga sem nú er verið að ræða á Alþingi er ekki um að lækka aldur til að getað verslað áfengi.  Unmenni hafa fram til þessa ekki verið í neinum vandræðum hingað til að ná sér í áfengi, því eins og ég segi í minni grein munu þeir sem ætla sér að nálgast áfengi, alltaf finna leið til þess.  Svo má ekki gleyma því að unmenni eru stæðsti kaupendur að svokölluðum "Landa" sem er bæði ólöglegur og stórhættulegur.

Jakob Falur Kristinsson, 19.10.2007 kl. 10:06

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Svo er annað sem vantar í umræðuna, þeir sem eru fylgjandi því að léttvín og bjór verði í matvöruverslunum bera því við að þannig sé þetta í Frakklandi, Ítalíu og víðar jú það er alveg rétt, þar erum við líka að tala um þjóðir sem telja milljónir og miljónatugi og hafa ráð á því að reka tvöfalt kerfi í áfengissölu en hér á landi er íbúafjöldinn rétt um 300 þúsund og það gefur auga leið að með þessu væri rekstrargrundvellinum fyrir því að reka áfengsverslanir úr sögunni.  Svo bendi ég á færslu á blogginu mínu um þessi mál hérna.

Jóhann Elíasson, 19.10.2007 kl. 21:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband