Ríkir íslendingar

Afhverju er fólk svo mikið að öfundast þótt ríkt fólk sé á Íslandi og mikið hefur verið rætt um að Bjarni Ármannsson hafi hagnast um nokkra milljarða vegna fjárfestinga sinna í REI og það þykir óeðlilegt.  Hinsvegar er staðan þannig að hvorki Bjarni eða nokkur annar hefur hagnast um eina einustu krónu af fjárfestingum í REI.   Ekki er hægt að tala um hagnað af hlutabréfum fyrr en viðkomandi fyrirtæki er komið á markað og hlutabréfin eru seld.  Bjarni hefur sjálfur sagt að hann líti á þessa fjárfestingu sem langtíma fjárfestingu og það muni taka langan tíma þar til verulegar tekjur fari að koma af REI og á meðan á Bjarni alveg eins og aðrir sem hafa lagt fé í þetta fyrirtæki á hættu að tapa öllu sínu fé.  Væri nú ekki sanngjarnt að Bjarni ofl. fengju að njóta sannmælis og ekki vera öfundaðir af einhverjum hagnað sem kannski kemur eftir mjög langan tíma ef hann kemur þá nokkurn tímann.  Það er nóg að öfundast út af hagnaði þegar hagnaður verður í höfn en fyrr ekki,  Við verðum bara að bíða róleg alveg eins og Bjarni og félagar.  Sennilega verður pólitíkin til þess að slátra þessari góðu útrásarhugmynd og þar með fyrirtækinu REI og allt vegna öfundar og tortryggni og verður Orkuveitan og þar með íbúar Reykjavíkur, að miklum tekjum.  Það hefur aldrei þótt góður dómstóll sem kallast dómstóll götunnar og því miður erum við íslendingar ekki sannleiks elskandi fólk og finnst innst inn vænna um slúðrið og lygina og alltaf er stutt í andskotans öfundina.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

Við erum svo alltof mörg sýkt af "öfundsýkinni" því miður Jakob. Kveðja GJ

Guðrún Jóhannesdóttir, 21.10.2007 kl. 20:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband