Meira um REI-kjaftæðið

Nú í kvöld fannst mér eitt andartak að sá gamli hafi brugðist mér. Þegar þeir þremenningar segjast í sérstakri yfirlýsingu hafa heimsótt Vilhjálm á heimili hans og sagt honum í smáatriðum hvernig í öllum málum lá. Hann kannast bara ekkert við það að þeir hefðu verið að ræða þessi mál. Þeir hafi bara rætt um veðrið og búskapinn einnig sérstaklega rætt um hversu vænt féð hafi komið af fjalli nú í haust. Enda fráleitt þó snjall sé borgarstjórinn, að ræða einn við þessa þrjá stórspekúlanta. Ekki getur svona fundur talist vera formlegur með dagskrá og fundargerð. Eftir standa nú bara trúar-brögðin ein. Hverjir segja satt og hverjir ósatt?  Það er bara alveg sama hvað menn kjafta saman yfir kaffi og koníaki í pluss-sófum. Það hefur enga formlega merkingu þegar komið er út í lífið. Allt eru þetta hinir mætustu menn sem mega ekki vamm sitt vita. Menn sem allir eiga eftir trygga himna-ríkisvist í fyllingu tímans. Einnig er mikilvægt að halda því til haga, það að sitja hjá á formlegum fundi þýðir að samþykkja það sem meirihlutinn ákveður og það sama má segja um þótt einhver greiði atkvæði á móti í atkvæðagreiðslu. Menn verða að láta bóka formlega svo það sé tekið mark á minnihluta sjónarmiði annars er litið svo á að viðkomandi samþykki niðurstöður meirihlutavilja fundarins. Bara svona aðeins um fundarsköp.

Maður er nú alltaf í vafa með sjálfan sig í þessum efnum. Ég verð að segja það. En þetta eru svo sannarlega allt strangheiðarlegir menn í flottum fötum. Menn sem segja ávallt satt og ganga aldrei á bak orða sinna. Þeir sögðust aldrei segja neitt ljótt um neinn , þeir væru bara einfaldalega svona vel gerðir og aldrei ljúga þeir enda hefðu þeir fengið þannig uppeldi.

Það lá við að það spryttu fram vængir á þá félaga svo voru þeir miklir englar. Aldrei komumst við sauðsvartur almúginn með tærnar þar sem þessir menn hafa hælana í þessum heilagleika. Haldið þið ekki að það sé hrein Guðs náð fyrir okkar kynslóð að eiga svona guðlega og heilaga menn. Við megum teljast þakklátir fyrir þess náð fyrir lífstíð.

Hvers eiga menn að gjalda sem búa við lesblindu og geta ekki lesið plögg á erlendum tungumálum. Eiga þeir ekki einnig að geta orðið borgarstjórar? Það að íslenskir karlar geti ekki lesið ensk verslunarbréf og samninga er enginn mælikvarði á greind þeirra. Það einfaldlega eðlileg krafa að slíkir samningar séu skrifaðir í því íslenska ylhýra. Lesblindir menn eiga einnig að getið notið góðra launa.

Tekið af vísir.is 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband