Meira kjaftæðið

Það var fróðlegt að horfa á "Silfur Egils"í gær en þar voru nokkrir aðilar að ræða fall meirihlutans í Reykjavík.  Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins fullyrti að þótt margt hefði farið úrskeiðis við sameiningu REI og GGE undir nafni REI hefði Vilhjálmur ekki gert neitt rangt og þótt svo hefði verið, væri hann búinn að viðurkenna það og biðjast afsökunar á sínum mistökum, en aftur á móti væri Björn Ingi Hrafnsson aðal skúrkurinn í þessu máli.  Nú nyti Vilhjálmur aftur á móti fulls traust sem leiðtogi Sjálfstæðismanna í borgarstjórn.  Þegar Gunnar Smári Egilsson spurði Þorbjörgu, hvort ákveðnir menn hefðu ekki heimsótt Vilhjálm til að fá umboð frá honum til að ganga frá þessari sameiningu og hinum fræga 20 ára einkaréttarsamnings, þeir hefðu ekki leitað eftir slíku umboði hjá Birni Inga Hrafnssyni?  Þá svaraði Þorbjörg því til að svo gæti verið en samt yrði að líta til þess að Vilhjálmur hefði beðist afsökunar og sökin væri öll hjá Birni Inga.  Gunnar spurði þá aftur og sagði   "Ef þetta er rétt hjá þér Þorbjörg, þá ertu að segja að Björn Ingi hafi haft Vilhjálm algerlega í vasanum", ekki vildi Þorbjörg svara því beint heldur tuðaði um að Björn Ingi væri sá seki og þegar Gunnar Smári gekk enn fastar eftir svari, flýtti Þorbjörg sér að segja "ja það getur verið"og flýtti sér síðan að snúa umræðunni inná aðrar brautir og fór að ræða um öll þau vandræði sem núverandi ætti eftir að lenda í á næstunni.  Þorbjörg Helga ræddi síðan mikið um alla þá menn sem komu að þessu máli og sagðist ekki treysta neinu sem frá þessum mönnum kæmi, nema Vilhjálmi því hann hefði beðist afsökunar og það dugði Þorbjörgu Helgu Vigfúsdóttur.

Ég segi nú bara Til hvers er fólk eins og Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir að gefa kost á sér í borgarstjórn Reykjavíkur og síðan í svona viðtalsþátt, þegar það getur ekki haft sjálfstæðar skoðun á ákveðnum málefnum og viðurkennt staðreyndir.  Það liggur fyrir að fyrirtækið REI var stofnað undir forustu Guðlaugs H. Þórðarsonar sem var á sínum tíma formaður stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur og hann kom með þá hugmynd að fá fjárfesta til samstarfs við Orkuveituna um útrásarverkefni, enda var það í alveg samhljóma samþykkt, sem gerð var á síðasta landsfundi Sjálfstæðismanna.  Ef Þorbjörg Helga treystir engum af þeim mönnum sem komu að þessu máli,  hvernig getur hún þá treyst Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni?  Það er ansi ódýr skýring að Björn Ingi hafi stjórnað Vilhjálmi og ef svo hefur verið, þá væri það næg ástæða til þess að gera Vilhjálm óhæfan sem borgarstjóra.  Fyrir liggur að Sjálfstæðismenn höfðu formann í Orkuveitu Reykjavíkur og borgarstjóri sat þar í stjórn og er því vonlaust að reyna nú að telja fólki trú um að sá flokkur beri enga ábyrgð í þessu máli, þegar blasir við öllum að Sjálfstæðisflokkurinn er á bólakafi í allri þessari spillingu og nú er þeirra eina vona að Svandís Svavarsdóttir bjargi flokknum frá stór áfalli, enda keppast þeir nú um að lofa Svandísi í bak og fyrir og nánast grátbiðja hana um hjálp.

Í þættinum "Mannamál" á Stöð 2 þann 13. október sl. voru gestir hjá Sigmundi Ernir, þau Geir H. Haarde, forsætisráðherra og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og þau voru spurð um breytinguna sem hefði orðið í Ráðhúsi Reykjavíkur.  Ingibjörg fagnaði auðvitað hinu nýja meirihluta enda hennar fólk komið til valda.  Geir var aftur á móti vonsvikinn og sagðist ekki vita mikið um þetta mál og hefði lítið kynnt sér það.  En sem hlutlaus áhorfandi væri augljóst að borgarfulltrúi Framsóknar hefði brugðist og því hefði meirihlutinn fallið.  Er Geir H. Haarde virkilega svo heimskur að halda að fólk trúi því að hann sé hlutlaus áhorfandi, sjálfur formaður Sjálfstæðisflokksins, sem hefur verið á bólakafi í þessu um langt skeið og verið að funda með sínu fólki og leggja línurnar og lausnin sem fannst og Hanna Birna lýsti svo vel í orðum sínum "Meirihlutinn heldur ef Björn Ingi samþykkir okkar lausn á málinu".   En það sem klikkaði var sú ákvörðun Björns Inga, að kominn væri tími til að Sjálfstæðisflokkurinn gerði sér ljóst að sá tími væri liðinn að hann gæti alltaf valið sér samstarfaðila og sá aðili yrði að hlýða flokknum í einu og öllu.  Þessu höfðu Sjálfstæðismenn aldrei kynnst áður og er því skiljanlega mjög brugðið.  Þegar þau Geir og Ingibjörg voru spurð út í samstarfið í ríkisstjórninni, svaraði Geir því mjög daufur að það væri gott, Ingibjörg svaraði borsandi og sagði að ríkisstjórnarsamstarfið væri mjög gott og traust.  Enda var Ingibjörgu orðið ljóst að fall meirihlutans í Reykjavík hefði haft þau áhrif að Samfylkingin gæti nú farið með Sjálfstæðisflokkinn eins og þeim sýndist.   Hlutverkinn höfðu einfaldlega snúist við og Samfylkingin verður ekki sú hækja sem Framsókn var fyrir Sjálfstæðisflokkinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Þór Hafsteinsson

Fínn pistill. Gerist svo djarfur að setja hann inn á www.xf.is

Magnús Þór Hafsteinsson, 22.10.2007 kl. 13:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband