Hvar á sumt fólk heima

Ekki fylgst með því hér á landi hvert fólk fer í raun, sem skráir sig til heimilis erlendis, samkvæmt upplýsingum Þjóðskrár en greint var frá því í fjölmiðlum í Danmörku í morgun að ekkert sé vitað um það hvað orðið hafi af 92 Dönum sem skráð hafi sig til heimilis í Norður Kóreu á undanförnum 27 árum.

Nú eru aðeins 92 Danir týndir eða réttara sagt eiga orðið lögheimili í Norður Kóreu.  Ég er nú talsvert undrandi á því hvað geti verið eftirsóknarvert að eiga lögheimili í þessu eina harðasta ríki sem eftir er af kommúnismanum.  Ætli sé ekki einhver hópur af Íslendingum þarna líka?  Getur virkilega verið að þetta einræðisríki sé með svona hagstætt skattaumhverfi?  Af hverju heldur Þjóðskrá okkar ekki utan um hvert Íslendingar eru að flytja á hverjum tíma?  Það væri fróðlegt ef einhver gæti upplýst mig um þetta mál.


mbl.is Ekki fylgst með því hvert fólk fer í raun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Ég held að það sé einaldlega af því að þeir hafa engin tök á því.  Sjálfur bý ég í Kanada (alveg satt :-) en ef ég flyt héðan og tilkynni það ekki hefur Hagstofan enga möguleika á því að vita hvert ég fór.  Það má í raun deila um hvort að Íslendingum komi það nokkuð við.  Er ekki nóg að það standi "erlendis" í þjóðskrá?

G. Tómas Gunnarsson, 24.10.2007 kl. 00:10

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Auðvitað kemur engum það við hvar þú eða aðrir eiga heima, nema íslenska ríkinu ef viðkomandi vill halda sínum ríkisborgararétti hér á landi.

Jakob Falur Kristinsson, 24.10.2007 kl. 10:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband