Lúxus

„Margir eiga tvo til þrjá síma og nota þá eftir því hvað þeir eru að gera og hvernig þeir klæðast," segir Þorsteinn Þorsteinsson, vörustjóri hjá Hátækni, sem er með umboð fyrir Nokia-farsíma. „Lúxussímar seljast nú sem aldrei fyrr, en Hátækni hefur á árinu flutt inn upp undir 100 Nokia 8800 Sirocco Gold-síma sem kosta um 170 þúsund krónur stykkið.

Allur andskotinn er nú til og ef marka má fréttina um að margir eigi 2-3 síma, hefur viðkomandi fjárfest fyrir 300 til 500 þúsund krónur bara í farsímum.  Nú er farið að kaupa þessa síma eftir því hvernig viðkomandi ætlar að klæðast.  Það var í fréttum í gær að nú er verið að byggja lúxusíbúðir í hinu nýja Skuggahverfi í Reykjavík og kostar hver íbúð á bilinu 200 til 300 milljónir, sem eru 200 til 300 fermetrar að stærð og hverri íbúð fylgir bílastæði í kjallara húsanna og þar á að vera starfsmaður sem tekur við bílum eigenda og sér um að leggja honum í stæði.  Allar þessar íbúðir sem hafa verið byggðar eru seldar og nú ætlar verktakinn að byrja á áfanga númer 2 og 3 sem verða svipaðar íbúðir og er strax byrjaður að selja íbúðir í þeim áföngum.  Nú þykir ekki lengur nógu gott að eiga risastórt einbýlishús, þar búa bara fátæklingar og aumingjar, lúxus íbúðir í háhýsum er það sem koma skal, ef fólk vill vera einhvers metið.

Ekki ætla ég að öfundast út í þetta fólk í lúxusíbúðunum og með alla sína gullskreyttu farsíma, en finnst ekki ósanngjarnt að slíkt fólk borgi eðlileg gjöld til samfélagsins, því eins og einn aðili sagði þegar hann var spurður hvort ekki væri hætta á að þetta hryndi eins og spilaborg ef kreppa kæmi í atvinnulíf á Íslandi.  Hann svarði því þannig;  "Það kemur enginn kreppa og þótt svo yrði, væri ríkissjóður svo sterkur að hann gæti auðveldlega leyst það vandamál með öllum sínum   peningum"  En sterk staða ríkissjóðs byggir auðvitað á hans tekjum og vitað er að margir auðmenn sem lifa eingöngu á fjármagnstekjum og greiða aðeins 10% skatt.  þeir þurfa ekki að reika sér hið svokallaða endurgjald fyrir þá vinnu að kaupa og selja hlutabréf ofl.  Þannig að ef kreppa kemur og ríkissjóði er ætlað að leysa hana þá verður það gert með skattfé hins venjulega launamanns en ekki með skattfé frá auðmönnum.  En það eru ekki aðeins byggðar þessar lúxusíbúðir, heldur spretta upp eins og gorkúlur heilu verslunarmiðstöðvarnar út um allt og þetta fyllist af verslunum um leið og húsnæðið er tilbúið.  Nýlega var opnuð risastór leikfangaverslun og er víst fullt þar út úr dyrum alla daga og til stendur að byggja aðra ennþá stærri fljótlega.  Risavaxnar byggingarvöru verslanir spretta upp, sem er auðvitað í samræmi við hvað mikið er byggt og allt blómstrar þetta og dafnar.  Gamla góða Kringlan er bara orðin eins og ein lítil sjoppa við hliðina á öllu hinum nýju verslunarmiðstöðvunum.  Á meðan öll þessi hús eru byggð ganga nokkur hundruð fjölskyldur um götur Reykjavíkur að leita sér að svefnstað fyrir næstu nótt.  Þetta fólk hefur ekkert húsnæði og á þar af leiðandi ekkert heimili og verður að láta sér nægja að leggjast upp á ættingja og vini eða jafnvel láta það duga að sofa með börnum sínum í gömlum bílum.  Er ekki kominn ansi mikill slagsíða á okkar þjóðfélag?


mbl.is Íslenskir auðmenn tala í 170 þúsund króna gullsíma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband