Munntóbak

Samkvæmt nýjustu tölum frá Capacent neyta um 3700 Íslendingar munntóbaks daglega hvort sem það er hið ólöglega snus eða hið löglega íslenska neftóbak. Í nýju átaki Lýðheilsustöðvar er reynt að sporna við útbreiðslu munntóbaks segir Viðar Jensson, verkefnisstjóri í tóbaksvörnum hjá Lýðheilsustöð.

Í þessari frétt er fjallað um aukningu á notkun munntóbaks og það merkilega er að aukningin er mest hjá körlum á aldrinum 18-34 ára.  Ég hélt að það væru bara nokkrir eldgamlir karlar sem enn notuðu munntóbak en staðreyndin er víst önnur eins og fram kemur í fréttinni.  Þessari munntóbaksnotkun fylgir mikill sóðaskapur, menn eru hrækjandi og skyrpandi út um allt.  Svo er allstaðar orðið bannað að reykja og ætti þá ekki að taka á þessu líka og banna það?


mbl.is 3700 Íslendingar taka daglega í vörina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Þú ert þá undantekningin sem sannar regluna.  Ef það er rétt hjá þér að ekki sé heimilt að selja munntóbak á Íslandi, þá er þetta ólöglegt vímuefni, en ekki löglegt og flest fólk gerir mikinn þar mun á.

Jakob Falur Kristinsson, 24.10.2007 kl. 09:58

2 identicon

Það er ekki heimilt að selja sænska snusið, en það er aftur á móti heimilt að selja íslenska neftóbakið sem ríkið framleiðir og selur.

Sveinn 24.10.2007 kl. 10:45

3 Smámynd: Mikael Þorsteinsson

Ég hef tekið í vörina í um fimm ár, og er ég nú nokkuð ungur að árum. Get alveg verið sammála því að þetta sé hættulegt.. En eitt get ég sagt, fólk sem tekur í vörina skyrpir ekki eða hrækir útum allt, þegar það er með í vörinni. Þekki ótrúlegan fjölda fólks sem neytir neftóbaks, og treður því í vör, en aldrei hef ég séð það fólk hrækja neitt út á götur. það að hrækja fylgir að sjálfsögðu gamla skroinu, en ekki því sem þú setur í vörina, nema hjá örfáum sem mér finnst vera argasti sóðaskapur.

 Ég set líka spurningamerki við eitt... Af hverju talar fólk lítið um að reykingar séu subbuskapur, heldur einungis réttur fólks??? Lyktin fer í fötin þeirra, föt annarra, stofnar sjálfum þér og síður en ekki síst öðrum í stórhættu við reykingar. Þeir sem taka í vörina, skapa engum nema sjálfum sér í hættu, það er engin lykt, enginn sóðaskapur, og þetta angrar ekki nokkurn EINASTA mann nema þann sem tekur í vörina... mér finnst þetta skrítið.

Mikael Þorsteinsson, 24.10.2007 kl. 14:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband